miðvikudagur, júní 21

Veiðigarpar

Jæja, þá er fyrstu opinberu veiðiferð/kastæfingu Veiðideildar FUGO lokið. Mósi og Nubbi Dverg fóru gallvaskir af stað til að reyna að fanga ferlíkin sem ku leynast í hyldjúpum leyndardómum Reynisvatns. Fyrsta ferlíkið sáum við um leið og við komum á staðinn, en það var í formi galtarfeits afgreiðslugaurs sem fannst alveg rosalega gaman að tala ógeðslega hátt við bláókunnuga menn. Eftir að hafa rétt brotist undan málfargi keppsins stukkum við að bakkanum og munduðum sérsmíðuð veiðitól og kynngi magnaðar flugur okkar svifu um loftin og lögðust í fallegum bogum á vatnið, lokkandi til sín skrímsli undirdjúpanna.

Nubbi fór hamförum í flugukastinu og sveiflaði stönginni líkt og hann væri Indiana Jones að lemja araba. Eftir eitt gat í eyra, flugu í peysu og þónokkrar landfestur var kallinn að komast á lag með þetta, eini gallinn var að fiskarnir voru ekkert svangir og létu því færið í friði.

Eftir smá barning ákváðum við að færa okkur um set og þá var ekki að spyrja að því, Nubbi grandaði einu ferlíkinu. Eftir stuttan en snarpan bardaga og lipur löndunarbrögð Mósans lá feitur 4 punda dreki á landi og við dönsuðum stríðsdans

Eftir miklar og strangar kastæfingar ákváðum við að pakka saman og fara heim, komið fínt í bili. En nei, þá sjáum við skyndilega hvernig vatnið fer að krauma af fiski rétt við lappirnar á okkur. Við köstuðum öllu sem við áttum fyrir framan nefið á þeim, en ekki vildu kvikyndin taka. Það var ekki fyrr en veiðimósi dorgaði spinner uppí einn stórfiskinn að hann nennti að bíta og var þeim fiski grandað eftir stórfenglega viðureign með dyggri löndunaraðstoð Nubba, a.k.a. Smjörputta. Nubbi missti svo annan á spinner.

Niðurstaða kastæfingarinnar því tveir vænir boltar og einn misstur. Heví gaman.

Hér getur Gautur svo farið á hestbak.

Engin ummæli: