Sælir félagar...
Langt er um liðið síðan okkar ágæti sáumaklúbbur hafði formlegan hitting og er mál að linni. Nauðsynlegt er að ráð bót hér á. koma starfsemi okka´r á réttan kjöl... kjósa stjórn osfrv. Legg ég ti að kosin verði skemmtinefnd sem mun taka til starfa af trukki og hafa gerræðislegt vald þegar kemru að skipulagningu sprells. Krummi hefur boðið sig fram til áframhaldandi setu sem veiði og villibráðarstjóri og sjá alfarið um veiðideild FUGO og er það samþykkt einróma... fréttir herma að veiðifulltrúinn sé strax kominn með ávætlanir um stangveiðisumarið 2007, skilst að megin stragegían sé að fara einhvert þar sem er veiðivon...
Að þessu sögðu auglýsi ég eftir FUGO meðlimum:
1. Eruði á lífi?
2. Er áhugi fyrir að blása lífi í félagskapinn?
3. Her vill taka að sér með mér að plana eitthvað sprell ( orri þú værir æskilegur kandídat verandi háskólamenntaður í að vera skemmtilegur.)
4. Hvar eru lög félagsins og stofnsamingar?
5. lgg til að komið verði á sjóð FUGO sem mun standa straum af væntanlegu óvæntum útgjöldum félagsins,fjármögnun sjóðsins mun fara fram með litlum framlögum frá félögum.
6 Loks er auglýst eftir hinu goðsagnakennda félagatali, þar sem nauðsynlegt er að fara yfir það og hugsanlega bæta við félögum og sjá hverjir eru enn í fullu fjöri. Þannig að hægt sé að gera þetta að alvöru bakherbergis hagsmuna samtökum verður að hafa þetta formlegt.
7 Atkvæðisréttur nær jafnt til Íslands, USA og Bangladesh..
Aðalfundur er hér með settur, speak up FUGO menn
fimmtudagur, október 26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Stórfínt.
Ég skal bjóða fram krafta mína í að skipuleggja skemmtilegheitin. Enda konan mín farin til Berlínar og hvert tækifæri notað til að drekka og gleyma!
Hvað lagaskrif varðar þá legg ég til að Teitur nokkur Björn hafi yfirumsjón með þeirri hlið, þe. um leið og hann hefur lokið við að troða mági sínum inn á þing með öllum ráðum!
Veiðideildina má Mósi alveg sjá um bara ef hann lofar að áherslan verði á veiðar umfram fjárhættuspil eða þá amk. að stoppa í almennilegri fiskbúð á heimleiðinni svo menn geti tekið mynd af sér í Elliðaárdalnum með "aflann" og logið því að konunum að ólíkt strákunum í Brokeback Mountain þá höfum við víst verði að veiða!
Dudes, ekki taka páfagaut of alvarlega. Hann er bara orðinn svo mikill netverji að hann skammast sín fyrir upplýsingaleysið á síðunni okkar.
nee það var nú frekar að ég hef ekki hitt neinn af ykkur síðan í ágúst sem var farið að valda mér áhyggjum... hélt kannski að það væri stemming fyrir sprelli....
Krummi... ég er ekki frá því að þú sért að smitast..... af honum bróðir þínum... uss
Skrifa ummæli