fimmtudagur, nóvember 16

Heilbrigð sál.....

Smellti mér til grasalæknis um daginn.... komst að því mér til mikillar furðu að ég væri bara við dauðans dyr nemá ég færi að bregðast við. ÞEssi ágæti læknir jésúsaði sig þegar hann hann heyrði hvað ég lifði heilbrigðu líferni.... og ráðgjöfin jú... hætta að reykja, hætta að drekka kaffi, mjólkurvörur og borða hvítan sykur, glútein( hvítt hveiti , pasta osfrv...)svo var bruggaður dularfullur mjöður úr hinum ýmsustu jurtum sem ég á að taka inn 3x á dag....ojbjakk ...

Jáhá.... þannig að nú er svo komið að ég sit hérna í vinnunni þambandi GRÆN TE með hádegismat sem samanstendur af lífræntræktuðu jógúrti með hörfræjum.... Ætli maður verði ekki bara kominn í beinlínusamband við almættið ef maður heldur þessum púritanisma til streitu...

þannig að ef einhver er maður í speltpasta á Grænum kosti þá endilega látið mig vita ég skal koma með Sojamjólk YEAH....

5 ummæli:

Mósagrís sagði...

Ok, sem sagt nýaldar vitleysingurinn helti úr skálum visku sinnar og veitti þér innsýn í hin djúpu leyndarmál að það er óholt að reykja og drekka. Who would have guessed!?! Og ég er auk þess viss um að þú borgaðir slatta fyrir þessar djúpu vísdómsperlur.

Gautur sagði...

mundi nú ekki kalla fólk sem opið er fyrir nýjungum og er í meiri tengslum við nátturuna nýaldar vitleysinga... haha Annars var ekekrt talað um að reykingarværu hættulegar .. bara að tóbak væri skuggagrænmeti eins og t.d tómatar og eggaldinn og þess vegna ætti maður að taka það út...hehe

Nafnlaus sagði...

Sæll Gautur, Sara fyrrverandi mágkona þín kommentar ;)
Vildi bara láta þig vita af því að á sjúkrahúsinu eru að koma upp endurtekin tilfelli þar sem fólki blæðir óstjórnlega eftir skurðaðgerðir, líkt og það hafi verið á blóðþynningu. Í öllum tilfellum hefur fólk gengist við því að það taki inn ýmist grænt te eða herballife. Nú er öllum sjúklingum bannað að taka slíkt vikurnar fyrir aðgerð. Málið er með þessi náttúrulyf að fólk veit ekki hvað það er að taka eða hvaða afleiðingar það getur haft. Allavega finnst mér grænt te hljóma sem eitthvað varasamt eftir að hafa kynnst þessu! Hins vegar get ég stutt þig í að hætta að reykja og byrja að hreyfa þig ;)

Kveðja, Sara

Mósagrís sagði...

Húrra Sara!!! Ég veit reyndar ekkert hver þú ert, en ég fagna erindi þínu. Að láta einhverja náttúrulæknningagúbba segja manni að borða hitt og þetta án þess að hafa raunverulega hugmynd um hvaðan þeir hafa sína vitneskju, á hvaða grunni hún er byggð og hvort þeir viti í raun og veru hvað þeir eru að láta ofan í þig er álíka jafn gáfulegt og að láta Einsa vera næringarráðgjafann sinn.

Gautur sagði...

Ég er ekkert að tapa mér í neinu, eina sem er, að ég er að leita lausna á vandamáli með því að borða minna á Aktu taktu og meira á grænum kosti..borða aðeins öðruvísi mat... hreyfa mig....láta mér líða betur.... Heilbrigð sál í hraustum líkama hehehe
Krummi það er erfitt að taka menn trúanlega sem gefa manni ráðleggingar um mataræði´sjálfir með remúlaðibumbuna út í loftið....það er líka gaman að sjá orð eins og Einsi og næringarráðgjafi í sömu setningu, ég vona að þú getir sofið í nótt vitandi að ég hafi borðað gúrku og speltbrauð í morgun mat hahahahah