Ég fór á rjúpu með gamla um helgina, svokallaða einkagæs á ofur-leynistað, og Kolli ætlaði að koma með. Þegar við ætluðum að leggja af stað komst ég að því að Kolli kæmist ekki með, hann var upptekinn við að sannreyna kenningu sína um að uppsöfnun nabblakusks væri ekki háð óreiðukenningunni heldur væri safnað saman af litlum gnomes og komið fyrir í nöbblum fólks.
Allavega, ég og gamli og Helga veiðiþjónn fórum á þennan gæðastað þar sem alla jafna er allt krökkt af rjúpu, enda stranglega bannað að skjóta þarna. Við sáum strax þrjá ljónstygga fugla og maður varð heví spenntur, en eftir um 5 tíma labb án þess að sjá annan fugl var ákveðið að snúa við og fara heim. Það var reyndar bjútífúl veður og mjög fallegt þannig að þetta var bara fínt.
Pabbi þrjóski vildi samt skjótast á einn stað áður en það yrði niðamyrkur, bara til að tékka. Það var farið að skyggja vel þegar við stoppuðum bílinn aftur og ætluðum bara að rölta smá. Ég var varla kominn 100 metra frá bílnum þegar ég rekst á splunkuný spor eftir slatta af fugli og heyri pabba skjóta eina rétt hjá mér. Ég elti sporin, fann tvær rjúpur og náði þeim báðum, þar af annari á flugi. Þá var orðið svo dimmt að við ákváðum að halda heim á leið, enda komnir með 3 rjúpur. Eina spælingin samt sú að hefðum við ákveðið að fara á hinn staðinn strax þá hefðum við líklegast verið í miklu meiri veiði því að það var fullt af rjúpu þar.
Góður túr samt og ég kominn með 6 rjúpur í allt. Kolli er hins vegar búinn að dýpka vel rassafarið í sófanum og stefnir á nóbelsverðlaunin fyrir gnome theory.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
HAHAHA hte gnome theory...
Skrifa ummæli