Félagi Gautur gerði tímann að umfjöllunarefni sínu í bloggi gærdagsins. Lesa má færslu hans hér. Þarna veltir hann fyrir sér hugmyndum okkar vestrænna manna um tímann og hvernig hann líður áfram án þess að við fáum neitt að því gert. Ég held að einmitt þessi hugmynd okkar um tímann geri það að verkum að við erum alltaf of sein! Tíminn þýtur áfram eins og beljandi stórfljót og við erum bara að reyna að halda okkur á floti. Sífellt á leiðinni eitthvert, í endalausu kapphlaupi við tímann.
"Er eitthvað í rauninni liðið og ókomið?....."
Þetta segir Gautur jafnframt í færslu sinni og þarna hittir hann á mjög athyglisverða hugmynd. Hann segir, sem vissulega er rétt, að tíminn sé einfaldlega kenning. Vesturlandabúar hafa þá kenningu að tíminn sé lóðréttur ás sem líður áfram. Atburðum er raðað á þennan ás, þeir líða framhjá og koma þá aldrei aftur og annað hvort grípa menn tækifærið eða missa af því.
Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn veltir tímanum einnig fyrir sér í bók sinni Gæfuspor. Þar talar hann um önnur samfélög manna og kenningar þeirra um tímann. Í ákveðnum samfélögum í Afríku bendir hann á að kenningin um tímann sé allt önnur. Þar líta menn á tímann sem hring. Þar líður tíminn ekki, þar kemur hann. Þess vegna er óarfi að vera á stöðugum handahlaupum á eftir tímanum, kenningu sem vel að merkja maðurinn sjálfur bjó til í því sjónarmiði að auðvelda sér lífið en hefur nú tekið völdin af skapara sínum. Ef þú missir af strætó þá kemur einfaldlega annar. Þannig kemur tíminn í Afríku og ekki nóg með það heldur kemur hann alltaf aftur og aftur. Svipað og á enginu sem Gautur talar um.
Það væri skiljanlega erfitt fyrir einn mann að reyna að lifa eftir þessari kenningu í umhverfi sem er gegnsýrt af ósamrýmanlegri kenningu, en við megum öll við því að slaka aðeins á. Tíminn er peningar sagði einhver en hvíldin er líka peningar, án hvíldar gætum við ekki gert handtak. Við myndum einfaldlega veslast upp og deyja. Stundum liggur manni á, það er skiljanlegt en þess í milli er nauðsynlegt að staldra við, horfa í kringum sig og finna lyktina af nýjum degi. Því ef við ætlum ekki að njóta þess að vera til, til hvers er þá lífið?
fimmtudagur, september 27
miðvikudagur, september 26
Veiðimósi strikes again
Jæja, þá fór Mósi til veiða ásamt Kolla og Pabba. Við byrjuðum í Stóru-Laxá, ég reyndar ekki fyrr en á laugardagsmorgun, en hinir höfðu byrjað á föstudeginum, nema Kolli sem kom á fimmtudeginum. Það breytti engu, því að engin veiddi neitt, hvorki ég né hinir. Kolli er reyndar með einhverja lygasögu um lax sem hann segist hafa sleppt, en allir sem þekkja Kolla mink vita að það er eitthvað dúbíus við þá frásögn.
Eftir að hafa losað önglana úr rassinum fórum við á gæs á sunnudagsmorgun. Það var algjört skítaveður og ætti að vera ólöglegt að fara út kl. 5:30 að morgni í rigningu og roki og skítakulda. Það fór svo reyndar að birta til yfir okkur þegar líða fór á morgunin því að það var slatti af gæs að fljúga, og náðum við 7 stykkjum. Ég skaut sjálfur 3 þeirra, meira en allir hinir múhaha, og hef því tekið mér titilinn Gæsahaukur Dagsins!
Eftir að hafa losað önglana úr rassinum fórum við á gæs á sunnudagsmorgun. Það var algjört skítaveður og ætti að vera ólöglegt að fara út kl. 5:30 að morgni í rigningu og roki og skítakulda. Það fór svo reyndar að birta til yfir okkur þegar líða fór á morgunin því að það var slatti af gæs að fljúga, og náðum við 7 stykkjum. Ég skaut sjálfur 3 þeirra, meira en allir hinir múhaha, og hef því tekið mér titilinn Gæsahaukur Dagsins!
mánudagur, september 17
Mósapabbi: Part II
Jæja, þá er sumarmósi kominn úr sumarfríi, hættur að flatmaga á lygnum öldum Miðjarðarhafsins og farinn að mygla í jakkafötum og bindi á klakanum. En það er þó ekki aðalefni þessa pósts. Mósi hefur nefninlega tekið eftir vaxandi trendi hjá FUGO mönnum, þ.e.a.s. þeir eru að verða fleiri og fleiri sem eru að unga út börnum. Ég var svosum fyrstur með þessa nýung innan hópsins, en það var meðan það var hipp og kúl og soldið költ. Til að halda sérstöðu hefur Mósi því skipað fyrir um smíði annars slíks krílis, og er frú Mósi komin heilar 15 vikur á leið með verkefnið. Svona smíði tekur um 40 vikur, og er því áætlað að verkið verði afhjúpað þann 8. mars næstkomandi, þá fullsmíðað. Ekki er enn vitað hvort hið nýja kríli verði strákur eða stelpa, en Mósa hefur þó verið hótað hinum og þessum refsingum af Mósu litlu ef kríli skyldi verða strákur, hún vill eingöngu litla systur.
sunnudagur, september 2
Vinnuvikan loksins búin
Þá er maður búinn að uppfylla skildur hins vinnandi manns. Í gær sat ég í rigningunni í tvo tíma að bíða eftir að æðri máttarvöldum þóknaðist að hefja skemmtidagskrá annars dags Ljósanætur.
Þegar við mættum kl. 13.30 í Reykjanesbæ í búningum tilbúin að fara á svið hálftíma seinna komumst við að því að hljóðmaðurinn væri farinn á spítala af því hann hefði fengið sviðið í hausinn! Það fauk sem sagt á hann hátalarastæða eða eitthvað. Rokið var svo mikið að það sem ég taldi úr fjarlægð að væru gasblöðrur voru í raun börn í mislitum pollagöllum sem voru fest í spotta sem foreldrar þeirra héldu dauðahaldi í!
Hljóðmaðurinn skráði sig loks út af spítalanum eftir að búið var að sauma saman á honum ennið og hann tekið vænan skammt af verkalyfjum, svo vænan að hann var orðinn glaseygur og slefaði svolítið þegar hann talaði, en hvað um það, maður er öllu vanur. Þegar hann var svo til í að hefja dagskrána þá flæddi hins vegar inn á sviðið og rafmagnið fór af öllum mögnurum!
Það ver svo um það bil tveimur tímum eftir að við mættum á svæðið sem dagskráin hófst og merkilegt hvað hátíðargestir höfðu verið þolinmóðir að bíða eftir þessu enda slatti af fólki sem var á svæðinu þegar við stigum á svið. ÉG hef reyndar óljósan grun um að það hafi verið vegna þess að allir voru búnir að hæla sig fasta við flötina og þorðu sig hvergi að hræra af ótta við að fjúka út í hafsauga...
Það sem þetta kennir okkur er að það er kannski full mikil bjartsýni að halda útihátíð á Íslandi í september!
Í dag var þess vegna hafst við undir styrku þaki Borgarleikhússins þar sem ég söng fyrir, spjallaði við og steikti vöfflur ofan í gesti og gangandi.
Sem sagt þessi venjulega vinnuvika að baki og nú getur maður slappað af fram á næstu helgi!
Þegar við mættum kl. 13.30 í Reykjanesbæ í búningum tilbúin að fara á svið hálftíma seinna komumst við að því að hljóðmaðurinn væri farinn á spítala af því hann hefði fengið sviðið í hausinn! Það fauk sem sagt á hann hátalarastæða eða eitthvað. Rokið var svo mikið að það sem ég taldi úr fjarlægð að væru gasblöðrur voru í raun börn í mislitum pollagöllum sem voru fest í spotta sem foreldrar þeirra héldu dauðahaldi í!
Hljóðmaðurinn skráði sig loks út af spítalanum eftir að búið var að sauma saman á honum ennið og hann tekið vænan skammt af verkalyfjum, svo vænan að hann var orðinn glaseygur og slefaði svolítið þegar hann talaði, en hvað um það, maður er öllu vanur. Þegar hann var svo til í að hefja dagskrána þá flæddi hins vegar inn á sviðið og rafmagnið fór af öllum mögnurum!
Það ver svo um það bil tveimur tímum eftir að við mættum á svæðið sem dagskráin hófst og merkilegt hvað hátíðargestir höfðu verið þolinmóðir að bíða eftir þessu enda slatti af fólki sem var á svæðinu þegar við stigum á svið. ÉG hef reyndar óljósan grun um að það hafi verið vegna þess að allir voru búnir að hæla sig fasta við flötina og þorðu sig hvergi að hræra af ótta við að fjúka út í hafsauga...
Það sem þetta kennir okkur er að það er kannski full mikil bjartsýni að halda útihátíð á Íslandi í september!
Í dag var þess vegna hafst við undir styrku þaki Borgarleikhússins þar sem ég söng fyrir, spjallaði við og steikti vöfflur ofan í gesti og gangandi.
Sem sagt þessi venjulega vinnuvika að baki og nú getur maður slappað af fram á næstu helgi!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)