Jæja, þá fór Mósi til veiða ásamt Kolla og Pabba. Við byrjuðum í Stóru-Laxá, ég reyndar ekki fyrr en á laugardagsmorgun, en hinir höfðu byrjað á föstudeginum, nema Kolli sem kom á fimmtudeginum. Það breytti engu, því að engin veiddi neitt, hvorki ég né hinir. Kolli er reyndar með einhverja lygasögu um lax sem hann segist hafa sleppt, en allir sem þekkja Kolla mink vita að það er eitthvað dúbíus við þá frásögn.
Eftir að hafa losað önglana úr rassinum fórum við á gæs á sunnudagsmorgun. Það var algjört skítaveður og ætti að vera ólöglegt að fara út kl. 5:30 að morgni í rigningu og roki og skítakulda. Það fór svo reyndar að birta til yfir okkur þegar líða fór á morgunin því að það var slatti af gæs að fljúga, og náðum við 7 stykkjum. Ég skaut sjálfur 3 þeirra, meira en allir hinir múhaha, og hef því tekið mér titilinn Gæsahaukur Dagsins!
miðvikudagur, september 26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli