mánudagur, september 17

Mósapabbi: Part II

Jæja, þá er sumarmósi kominn úr sumarfríi, hættur að flatmaga á lygnum öldum Miðjarðarhafsins og farinn að mygla í jakkafötum og bindi á klakanum. En það er þó ekki aðalefni þessa pósts. Mósi hefur nefninlega tekið eftir vaxandi trendi hjá FUGO mönnum, þ.e.a.s. þeir eru að verða fleiri og fleiri sem eru að unga út börnum. Ég var svosum fyrstur með þessa nýung innan hópsins, en það var meðan það var hipp og kúl og soldið költ. Til að halda sérstöðu hefur Mósi því skipað fyrir um smíði annars slíks krílis, og er frú Mósi komin heilar 15 vikur á leið með verkefnið. Svona smíði tekur um 40 vikur, og er því áætlað að verkið verði afhjúpað þann 8. mars næstkomandi, þá fullsmíðað. Ekki er enn vitað hvort hið nýja kríli verði strákur eða stelpa, en Mósa hefur þó verið hótað hinum og þessum refsingum af Mósu litlu ef kríli skyldi verða strákur, hún vill eingöngu litla systur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með þetta! , það þýðir ekkert annað enn að standa sína plikt og fjölga sér:)

kv
sandra

Orri sagði...

Það er gott að vita að einhver stendur sig í stykkinu! Og líka gott að þú getur bráððum komist í feðraorlof og hætt að láta þér leiðast í vinnunni.

Gautur sagði...

Vá ÆÐISLEGT til hamingju með þetta kæru hjón, þið eruð bara á hraðri leið í vísitölufjölskylduna. Aftur innilega til hamingju.

Joey sagði...

holy crap! Congrats með þetta :-D