mánudagur, desember 17

Jólahittingur

Jæja strákar nú þurfum við að plana hitting. Það vill nebbninlega svo til að við erum allir orðinir svo rígfullorðnir að jólini eru pökkuð hjá mörgum. Nú er bara að opna outlookið, finna fólófaxið og láta ritarann sinn skrá þetta allt saman niður.
Legg til að við PLÖNUM allavega 2 hittinga
1. Þorláksmessa í hádeginu á Hótel 101 (Classic)
2. Spilakvöld (helst heima hjá Einsa og konurnar með).
Nú spyr ég HVAÐA kvöld eruð þið lausir. Veit að Einsi er með innflutningspartí þann 29 sem er ógeðslega fúlt þar sem ég þarf að fara í brúðkaup.
ALLIR að koma með tillögur.

ÉG kemst ekki 21 (kæmi seinna um kvöldið) eða 29. Annað er laust hjá mér.

Næsti........

8 ummæli:

Einar Leif Nielsen sagði...

lasu öll kvöld nema 26/12 held ég

Gautur sagði...

ég er upptekinn frá 27. des - 2. jan

það mun því vanta TVO máttarstólpa í þetta partí.

mæti á þorláksmessu

Mósagrís sagði...

Ég er upptekinn milli 18:00-20:00 24/12, annars er ég geim

Mósagrís sagði...

Og að sjálfsögðu mæti ég í lönsj á Þorlák, þá sjaldan að maður er í bænum á þessum góða degi. Ætla ekki allir að mæta?

Joey sagði...

Þorlákur er náttlega on - en annars held ég að ég sé upptekin 26ta og 29nda

Orri sagði...

Þoddlákur er eine schnillde og á fastan sess í dagbókinni!

Annars eru þetta action packed jól því ég er eð fara að frumsýna söngleikinn um það þegar Jesús var drepinn 28. des.

Það ásamt með jólaboðunum gerir það að verkum að ég er ekki laus nema seint á kvöldin. En þá er alltaf séns að detta inn á spilakvöldið eftir fyrsta trivial. Þið hafið líka gott af að hita ykkur aðeins upp ;)

Nafnlaus sagði...

Legg til hitting á jóladagskvöld heima hjá Einsa. Legg til að við byrjum nógu seint svo þeir sem eru í jólaboðum geta mætt.
Sting upp á milli 21 og 22. Hvað segja menn um það ?

Mósagrís sagði...

Tjah, jóladagskveld hljómar bara ágætlega, þarf reyndar að bera það undir spúsu mína, en það gæti jafnvel farið svo að ég sé með pössun þá. Fyrir Hrafnhildi sko, ekki Helgu.