Vá er ég ennþá þunnur eftir herlegheit helgarinnar! Skipuleggjendur og þátttakendur fá hrikalegt hrós fyrir snilldardag, sérstaklega þó Gunni sem laggði mikið á sig að vera með brunchið reddí þegar menn mættu og Teitur fyrir að standa við sitt veigamikla og erfiða hlutverk. Fulltrúi sýslumanns fær líka stóran plús fyrir að bösta dópbælið á Garðastrætinu.
Mósi er enn lurkum laminn eftir paintball, harðsperrur dauðans og marbletti útum allt, en það er þó gott að hafa þynnkuna til að skyggja á allt saman þannig að ég tek eiginlega ekkert eftir hinu sem er vont. Jói fær samt skammarverðlaunin fyrir að púlla týpískan Jóa og sneika sig úr paintball með því að þykjast meiða sig. Búhúhúhú, ég er tognaður......kelling. Samt bara hans bad því hann missti af snildartöktum Ýmis á grillinu og gítarnum og Teiti detta í sápubolta, taka berrassaðan Mika Hakkinen og svo berrassaðann kollhnís í pottinum fullum af öðrum berrössuðum gaurum, ég held reyndar að Gunni sé enn að jafna sig eftir full mikið intimacy við rassinn á Teiti eftir þennan fræga kollhnís. Fyrir þá sem ekki vita hvað berrassaður Mika Hakkinen er þá eruð þið bara ignorant ignoramusar sem lifið í ignorance.
Kolli fær hreinlætisverðlaunin fyrir stórgóð þrif á kofanum eftir vitleysu kvöldsins, en það orsakast kannski af því að hann er svo gamall að hann fór að sofa um 10 leytið og vaknaði snemma eftir því. Gunni fær verðlaun fyrir úthald því hann var sá eini sem nennti að koma með mér að veiða kl. 4 um morguninn. Hann drapst reyndar útí móa í rigningu, en það var í lagi því hann var í kraftgalla. Svo fá Orri og Gautur kúri verðlaunin, þeim tekst einhvernveginn alltaf að enda kúrandi saman í lok djamms.
Að öllu gamni óslepptu þá var þetta algjör brakandi snilld. Hef ekki skemmt mér svona vel í margar aldir, aldir I tells ya. Good times.
þriðjudagur, júní 6
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Vá hvað þessi pistill er að útiloka að nokkur FUGO manna mæti í brúðkaupið, menn fá bara drull á drull ofan , ekki fyndið.
p.s Orri og ýmir kúrðu saman, ég´sá mér þann kost vænstan miða við ástandið að halla mér í nálægði við fulltrúa sýslumanns.
Sheise blitzen
Synd að ég gat ekki tekið þátt í þessu með ykkur. Ég hefði alla veganna tekið þátt í veiðinni með Mósa og Bergnum.
HAHA ég reikna nú með að þú hefðir heldur ekki látið þitt eftirliggja í alsberum Mika Hakinen og kollhnís hehehe þín var sárt saknað Einar.
Jæja Gautur. Ég veit nú ekki betur en að þú hafir líka sofið vært í karlmannlegum örmum Ýmis og bara sofið vel!
Annars tek ég undir allt fallegt sem hér var sagt og hafna öllum neikvæðum ummælum.
Veit einhver hvort fulltrúi sýslumanns komst klakklaust heim, eða situr hann kannski á Hrauninu núna, í hnipri í sturtunni! "I'm a lady!"
Jói, hvernig ert'í 'onum (sko fætinum?).
Þessi dagur var mjög fallegur. Ég þakka fyrir mig.
Sem betur fer var engin lögga á vegi mínum á leiðinni suður. Ég hefði þurft að beita öllum mínum sjarma til að orma mig út úr þeim vandræðum.
Þegar ég loka augunum sé ég ekkert annað en beran Mika Häkkinen.
Deputy Sheriff með fantasíur um berrassaðan Teit?!? humm....ég held að Unnar hafi horft of mikið á Brokeback Mountain.
Kynvillinga Klettur er klassískt meistaraverk, meistarverk segi ég !!!!!
Skrifa ummæli