Jæja drengir, nú er komið að því. Gamli góði lati strákurinn minn er á leiðinni á haugana eftir viku. Þeir sem hafa þekkt mig hvað lengst muna eftir þessum sófa á Seilugrandanum í öllu sínu veldi og svo á Öldugrandanum þar sem hann fékk sérsniðna köpphóldera til að auka við þægindin og var akkeri íbúðarinnar og eitt helsta stofustáss seinni ára.
Ef að einhvern langar í þennan öndvegissófa þá er hann up for grabs. Það væri nú gaman að vita að hann fengi betri framtíð en að vera landfylling á Gufunesi.
Ég á líka ógeðslega ljótt hillusett ef þið viljið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
já ég á líka gamlan ost og ónýta mjólk sem er öpp for grabs ef einhver hefur áhuga
Átt þú ost???
Going once, going twice.........GONE! Gamli góði lati strákur(aka Kolli) fær nýtt heimili í dópgreninu á Garðastrætinu. Aðstandendur Kolla eru mjög ánægðir með ráðahaginn.
Umbosðmaður sófa og hægindastóla lýsir yfir verulegum áhyggjum með tilvonandi flutning umrædds sófa í dópgrenið á Garðarstræti. Aðstæður þar eru taldar mjög heilsuspillandi og hættulegar. Ljóst þykir að heimilisastæður séu sófanum sem og öðrum hvíldarmublum vart boðlegar. Hyggst umboðsmaður kæra ákvörðun Mósagríss um fyrirhugaðan flutning.
Ef umboðsmaður hyggst kæra þessa ákvörðun Mósagrísins þá legg ég til að sá hinn sami komi með aðra lausn á þessu máli þar sem sófinn SKAL fara úr bílskúrnum...
Annars vil ég þakka FUGO mönnum svo og öðrum sem komu að skipuleggingu síðasta laugardags kærlega fyrir fyrir að skila Krumma mínum heilum heim. Öll sár ættu að verða gróin áður en hann giftir sig :)
Skrifa ummæli