þriðjudagur, júlí 25

Andskotans andleysi er þetta!!!!

Hér sit ég og hlusta á niðinn í ljósritunnarvélinni, það er kominn þriðjudagur tilveran er stopp, maður flýtur áfram í algleymi skrifstofunnar, gerir sömu leiðinda hlutina dag eftir dag. Það er ekki laust við að hugurinn fari örlítið að reika. Það er svo komið að ef það fer ekki eitthvað drastískt að gerast hérna þá á ég eftir að missa það og hoppa hlæjandi út um gluggann. Einhverstaðar las ég um svona refsingar sem kúkalabbar þurftu að þola í helvíti. eins og að ýta grjóti upp á hól sem það rúllaði svo alltaf niður af aftur... svona endalaust .... held að mitt helvíti væri að sitja og skrifa stefnur að eilífur það hlítur að vera verst.

Svo fór ég að pæla. Er tilveran ekki bara eins góð og maður vill hafa hana hverju sinni. Er það ekki undir hverjum og einum komið að búa til þær aðstæður sem maður er alltaf að leita að? og hvað er það sem virkilega skiptir máli í lífinu? Það er nebblilega svo auðvelt að fókusera alltaf á það sem betur mætti fara, held að það sé tilhneiging hjá öllum. Eina sem skiptir máli er að vera sáttur og njóta þess sem maður gerir, reyna að vera betri manneskja í dag enn í gær og læra af því sem mann hendir í lífinu, allt sem hendir mann skiptir máli og verður hluti af því sem maður er. og svo verður þetta alltaf betra og betra með hverjum deginum....

Styttist í næsta brúðkaup.... mér skyldist á Rakel að Bjarni væri orðin ein taugahrúa og sæti á stólbríkinni öll kvöld nagandi á sér neglurnar og blaðandi í geðshræringu í The Brides Magazine. Held að það sé nauðsynlegt að taka með sér kleenexið í kirkjuna, bara svona ef við Einar eigum eftir að eiga eitthvað bágt með okkur.

Engin ummæli: