mánudagur, júlí 31

Veröld sem var!

Jæja þá er maður mættur til starfa enn einn mánudagsmorguninn. SEm er svo sem ágætt alltaf fínt að vinna.

Ég var að velta fyrir mér hvað maður er orðinn eitthvað gamall, fyndið hvenrig ábryrgðir´hlaðast á mann með hverju árinu og stundirnar sem maður getur gert bara nákvæmlega það sem mann langar til fækka óðfluga. Það er á svona dögum sem maður á það til að fyllast eftirsjá eftir því þegar maður var áhyggjulaus krakki sem hafði allan tíma heimsins, eins og heimurinn var þegar maður átti í alvörunni sumarfrí ekki bara frí til að vinna til að lækka námslánin og skapa en meira vesen. held að það gæti verið eftirsóknarvert að ná að blanda þessu saman, leyfa sér að vera pínulítið kærulaus gera það semm anni finnst skemmtilegt, horfa á rigninguna, ganga við sjóinn, njóta þess að vera til, lifandi einstaklingur. Það er sumt sem skiptir meira máli en annað og það er leiðin sem maður á að fara.

Alla vega auglýsi eftir spilakvöldi skírskota ég hér í umræðu frá laugardagskvöldinu þar sem leikar fóru að æsast þegar minnst var á hið fornfræga Útvegsspil, sá ég ekki betur en hýrnaði yfir ými við tilhugsunina um að fá tækifæri til að sýna hæfni sýna á þessu sviði. Reyndar hef ég persónulega frekar miklar áhyggjur af því hversu tapsár undirritaður er, ( Skaphundur heitir það á fínni íslensku)

Styttist í Verslunarmannahelgina, það hefur reynar aldrei haf neina sérstaka merkingu fyrir mér, hef alltaf fyrirlitið útihátíðir, veit ekki afhverju, finnst bara óþægilegt að vera í tjaldi ekki almennt heldur bara á svona hátíðum, þar sem menn eru mígandi og dettandi á tjaldið hjá manni helber viðbjóður. Þ:annig að ég verð að hryggja Sigga storm með því og lýsa því yfir að I dont give a rats assss um hvernig veður er á vestfjörðum eða e-a.
fór á Klambratún í gær, skemmst fá því að segja að ég fór aftur af klambratúni. Vona hins vegar að borgaryfirvöld fatti að þarna er upplaagt að halda menningarnæturtónleikana sem hafa verið á hafnarbakkanum en verða þar ekki í ár..... er ekki upplagt að hafa þá á Klambratúni, svoldið svona Roskilde steminga þarna. Vona að Villi borgarstjóri lesi þetta og ákveði að slá til.

þangað til síðar

ykkar

Gautur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skrambi góð hugmynd með Klambratún. Tekið til greina og verður rætt á borgarráðsfundi í vikulokin.

Þú verður að passa að láta skapið ekki hlaupa með þig í gönur, því allt er leyfilegt í spilum og ástum.

Og ég er laus um kl. 20.30 í kvöld ef þig langar í afslappandi gönguferð meðfram Ægissíðunni.

Kær kveðja,