föstudagur, september 29
fimmtudagur, september 28
Pókemon
Hei, ég var að kaupa mér nýjan bíl. Það kom einhver smápjakkur og bauð mér splunkunýjan Audi A4 í skiptum fyriri nokkrar DVD myndir. Ég lét hann fá nokkrar af myndunum hennar Helgu(glætan að ég tími Aliens og StarWars fyrir einhvern bíl) og hann var sáttur og gaf mér bílinn. Helvíti flottur silfurgrár og varla ekinn neitt.
Svo er pókemon annað kvöld. Allir búnir að bóka sig, meira að segja Feitur sem á harma að hefna frá síðustu skiptum.
Svo er pókemon annað kvöld. Allir búnir að bóka sig, meira að segja Feitur sem á harma að hefna frá síðustu skiptum.
mánudagur, september 25
Smá nostalgía
Hafiði tekið eftir því að einræðisherrar í dag eru ekki nærri því eins skemmtilegir og hugmyndaríkir og þeir voru fyrir ekki svo löngu síðan. Sá eini sem heldur uppi merkjum skemmtilegra einræðisherra er Túrkmenbasji, en hann er reyndar stórskemmtilegur og uppátækjasamur.
En samt, hvað varð um að allir sem réðu yfir einhverri sýslu í Afríku fengu sér svona flotta titla eins og Idi Amin sem notaði titilinn "His Excellency President for Life Field Marshal Al Hadji Dr. Idi Amin, King of Scotland, Lord of All the Beasts of the Earth and Fishes of the Sea and Conqueror of the British Empire in Africa in General and Uganda in Particular"
Eða þá Mobutu Sese Seko sem fékk sér hinn auðmjúka titil Kuku Ngbendu Wa Za Banga, sem útleggst á góðri ensku sem "The all-powerful warrior who, because of his endurance and inflexible will to win, will go from conquest to conquest, leaving fire in his wake".
Þetta voru alvöru töffarar með húmor fyrir flottum titlum.
Þegar ég verð einræðisherra yfir Kjósarsýslu ætla ég að láta kalla mig eitthvað eins og t.d. "Hinn háæruverðugi og guðdómlegi Konungur og Keisari allra lífvera í sólkerfinu, Mósagrís, Stjórnandi Geislasverðsins, Meistari Viskunnar, Besti Pókerspilari í Heimi sem mun drepa og eyðileggja allt sem ekki viðurkennir yfirburði Hans."
En samt, hvað varð um að allir sem réðu yfir einhverri sýslu í Afríku fengu sér svona flotta titla eins og Idi Amin sem notaði titilinn "His Excellency President for Life Field Marshal Al Hadji Dr. Idi Amin, King of Scotland, Lord of All the Beasts of the Earth and Fishes of the Sea and Conqueror of the British Empire in Africa in General and Uganda in Particular"
Eða þá Mobutu Sese Seko sem fékk sér hinn auðmjúka titil Kuku Ngbendu Wa Za Banga, sem útleggst á góðri ensku sem "The all-powerful warrior who, because of his endurance and inflexible will to win, will go from conquest to conquest, leaving fire in his wake".
Þetta voru alvöru töffarar með húmor fyrir flottum titlum.
Þegar ég verð einræðisherra yfir Kjósarsýslu ætla ég að láta kalla mig eitthvað eins og t.d. "Hinn háæruverðugi og guðdómlegi Konungur og Keisari allra lífvera í sólkerfinu, Mósagrís, Stjórnandi Geislasverðsins, Meistari Viskunnar, Besti Pókerspilari í Heimi sem mun drepa og eyðileggja allt sem ekki viðurkennir yfirburði Hans."
sunnudagur, september 24
Ískápurinn minn
Þar sem ég vaknaði á laugardags morguninn alveg skel þunnur, löng saga, þá opnaði ég ískapinn minn og teigði mig í þynnkumeðalið góða, mjólk. Þar sem ég sat fyrir fram opinn ískápinn, þambandi mjólkina, fór ég að velta því fyrir mér hvort hægt væri að dæma á fólk innihaldi ískáps. Það er nefnilega mjög persónubundið hvað við geimum þar inni. Hvað mynduð þið t.d. halda um mig ef þið kíktuð inn í ískápinn minn. Þar myndu þið finna:
-Mjólk (ég á alltaf mjólk)
-Diet appelsínu safa
-Kartöflu sallat
-Sinnep
-Remúlaði
-Teriaky sósu
-Franskan sallat dressing
Ekkert annað. Hvernig mynduð þið dæma mig. Finnst mér gott að fá mér franska dressing á kartöflusallatið mitt eða er blandan af teríaky og appelsínu safa upphálda á mínu heimili.
Þar sem ég sat á rúmstokki mínum, drekkandi mjók og horfandi inn í ískápinn minn, þá komst ég að tveimur niðurstöðum.
1. Ekki leifa ókunnugum að kíkja inn í ískápinn ykkar, þið vitið aldrei nema fólk sé jafn skrítið og ég.
2. Maður fær alltaf fucked up hugmyndir í þynnkunni.
-Mjólk (ég á alltaf mjólk)
-Diet appelsínu safa
-Kartöflu sallat
-Sinnep
-Remúlaði
-Teriaky sósu
-Franskan sallat dressing
Ekkert annað. Hvernig mynduð þið dæma mig. Finnst mér gott að fá mér franska dressing á kartöflusallatið mitt eða er blandan af teríaky og appelsínu safa upphálda á mínu heimili.
Þar sem ég sat á rúmstokki mínum, drekkandi mjók og horfandi inn í ískápinn minn, þá komst ég að tveimur niðurstöðum.
1. Ekki leifa ókunnugum að kíkja inn í ískápinn ykkar, þið vitið aldrei nema fólk sé jafn skrítið og ég.
2. Maður fær alltaf fucked up hugmyndir í þynnkunni.
föstudagur, september 22
Yfirlýsing
Það hafa margir komið að máli við mig undanfarna daga en enginn hvatt mig til þess að fara í prófkjör.
miðvikudagur, september 20
þriðjudagur, september 19
Lesbískar goth vampírur...
...og fleira skemmtilegt sem finna má á Reyðarfirði.
Já góðir hálsar. Ég var sem sagt staddur á Reyðarfirði alla síðustu helgi. Ég var þarna ásamt góðu fólki, Þeim Snorra og Bríeti Sunnu sem gerðu garðinn frægan í Idolinu og Vigni (kenndum við Írafár). Guði sé lof fyrir það því ég þekki engan á Reyðarfirði, fyrir utan nýja bæjarstjórann hana Helgu Jóndóttur.
Þar sem við vorum þarna á þvælingi um Reyðarfjörð lentum við í miklum ævintýrum. Þarna var ákaflega hávaðasöm kona sem kunni lítið annað en að öskra "O-KOMASO!" (útleggst: og koma svo). Þetta æpti hún milli þess sem hún svekkti sig á því að við værum hvorki áberandi drukkin né dansandi uppi á borðum. Einhverstaðar í látunum þá límdi sig líka á okkur maður sem virtist hafa ákveðið að hann væri nýji, besti vinur Vigga (hann var ekki alveg sammála, en fékk litlu um það ráðið). Svo hittum við fyrir eina piercuðustu konu Íslands, nokkra pólska verkamenn og fleiri góða.
Á leið okkar up á hótel til að losna undan þessu og gera það sem Reykvíkingar gera best í ókunnum og svolítið ógnvekjandi aðstæðum (já, spila á gítar og syngja) þá hittum við tvær lesbískar vampírur. Þær sögðust reyndar vera í opnu og sveigjanlegu sambandi en sem betur fer fyrir okkur þá voru þær hungraðar í pizzu en ekki popparakjöt, svo við sluppum.
Eins og allir sjá þá er Reyðarfjörður spennandi bæjarfélag (tæknilega séð er það náttúrulega bara lítill hluti af enn stærra (og þá væntanlega enn meira spennandi bæjarfélagi sem heitir Fjarðarbyggð)) og ég hvet fólk til að kíkja. You won't regrett it!
Já góðir hálsar. Ég var sem sagt staddur á Reyðarfirði alla síðustu helgi. Ég var þarna ásamt góðu fólki, Þeim Snorra og Bríeti Sunnu sem gerðu garðinn frægan í Idolinu og Vigni (kenndum við Írafár). Guði sé lof fyrir það því ég þekki engan á Reyðarfirði, fyrir utan nýja bæjarstjórann hana Helgu Jóndóttur.
Þar sem við vorum þarna á þvælingi um Reyðarfjörð lentum við í miklum ævintýrum. Þarna var ákaflega hávaðasöm kona sem kunni lítið annað en að öskra "O-KOMASO!" (útleggst: og koma svo). Þetta æpti hún milli þess sem hún svekkti sig á því að við værum hvorki áberandi drukkin né dansandi uppi á borðum. Einhverstaðar í látunum þá límdi sig líka á okkur maður sem virtist hafa ákveðið að hann væri nýji, besti vinur Vigga (hann var ekki alveg sammála, en fékk litlu um það ráðið). Svo hittum við fyrir eina piercuðustu konu Íslands, nokkra pólska verkamenn og fleiri góða.
Á leið okkar up á hótel til að losna undan þessu og gera það sem Reykvíkingar gera best í ókunnum og svolítið ógnvekjandi aðstæðum (já, spila á gítar og syngja) þá hittum við tvær lesbískar vampírur. Þær sögðust reyndar vera í opnu og sveigjanlegu sambandi en sem betur fer fyrir okkur þá voru þær hungraðar í pizzu en ekki popparakjöt, svo við sluppum.
Eins og allir sjá þá er Reyðarfjörður spennandi bæjarfélag (tæknilega séð er það náttúrulega bara lítill hluti af enn stærra (og þá væntanlega enn meira spennandi bæjarfélagi sem heitir Fjarðarbyggð)) og ég hvet fólk til að kíkja. You won't regrett it!
sunnudagur, september 17
Idiocracy
Hafið þið einhverntíman heyrt um Idiocracy? Nei, ekki.. hummm merkilegt. Þegar þið sjáið orðið haldið þið væntanlega að þetta sé eitthvað sniðugt enda um að ræða afbökun af tveimur orðum í ensku idiot og democracy, skemmtilegt það. Kannski að þetta sé einhver gáfumanna bók sem ádeilir núverandi stjórn BNA harðlega eða er þetta nýr sketch hjá Leno. Seinni valmöguleikinn er að vísu aðeins nær raunveruleikanum, því Idiocracy er nefnilega bíó mynd (sjá hér).
Ég get að vísu ekki sagt ykkur neitt um þessa mynd, því ég hef ekki séð hana. Í raun hafa einungis örfáir einstaklingar fengið að sjá þessa mynd. Hún hefur nefnilega fengið Pluto Nash - Town & Country meðferðina og er sá heyður ekki veittur mörgum myndum. Þessi einstaklega frumlega markaðsetning felst nefnilega í því að myndi er varla gefin út. Kvikmyndaverið gerir sér grein fyrir að varan, kvikmyndin, er svo slæm að það væri betra að brenna öll eintök en að gefa hana út. Town & Country og Pluto Nash eru þær kvikmyndir sem hafa skilað mestu nettó tapi í kassan, þegar kvikmyndir eru annars vegar. Því hefur Idiocracy verið geymd, fullkláruð, í einhverri geymslu núna í næstum 2 ár og í síðasta mánuði var hún loksins frumsýnd í 130 sölum, sem er mjög lítið. Það skal tekið fram að ekkert sýnishorn er til fyrir þessa bíómynd, sem eitt og sér er undarlegt.
Þetta væri allt saman mjög eðlilegt ef myndin væri hræðileg, menn virðast aftur á móti vera ósamála því. Myndin hefur víðast hver fengið ágætis dóma og áheyrendur eru ánægðir með vöruna. Þetta er víst ekkert stórvirki en talsvert betra en flestar gaman myndir sem hafa komið út í ár. Þess vegna getur engin skilið afhverju kvikmyndaverið vildi ekki gefa myndina út. Sumir vilja meina að húmorinn hafi bara verið of háfleigur, enda hafi síðasta mynd leiksjórans, Office Space, hlotið álíka meðferð en ekki jafn slæma. Aðrir vilja aftur á móti meina að kvikmyndaverið hafi beinlínis verið hrætt við myndina og ádeiluna sem í henni er. Sumir gætu e.t.v. móðgast við þegar því er fleigt fram að þjóðfélag BNA er ekki að þróast heldur vanþróast. Einnig hafa menn haldið því fram að önnur stórfyrirtæki hafi hótað lögsóknum ef myndin yrði gefin út, Starbucks fær víst slæma útreið.
Hver ástæðan fyrir lélegri markaðsetningu er, þá er eitt víst kvikmyndarver vita sjaldnast hvað er góð vara og hvað er slæm. Enda átti Pearl Harbor að sökkva Titanic, að vísu kom hún út í plús.
Hvaða kvikmyndafyrirtæki haldið þið að sé svo á bak við þetta allt saman?
.... wait for it
... Fox
Ég get að vísu ekki sagt ykkur neitt um þessa mynd, því ég hef ekki séð hana. Í raun hafa einungis örfáir einstaklingar fengið að sjá þessa mynd. Hún hefur nefnilega fengið Pluto Nash - Town & Country meðferðina og er sá heyður ekki veittur mörgum myndum. Þessi einstaklega frumlega markaðsetning felst nefnilega í því að myndi er varla gefin út. Kvikmyndaverið gerir sér grein fyrir að varan, kvikmyndin, er svo slæm að það væri betra að brenna öll eintök en að gefa hana út. Town & Country og Pluto Nash eru þær kvikmyndir sem hafa skilað mestu nettó tapi í kassan, þegar kvikmyndir eru annars vegar. Því hefur Idiocracy verið geymd, fullkláruð, í einhverri geymslu núna í næstum 2 ár og í síðasta mánuði var hún loksins frumsýnd í 130 sölum, sem er mjög lítið. Það skal tekið fram að ekkert sýnishorn er til fyrir þessa bíómynd, sem eitt og sér er undarlegt.
Þetta væri allt saman mjög eðlilegt ef myndin væri hræðileg, menn virðast aftur á móti vera ósamála því. Myndin hefur víðast hver fengið ágætis dóma og áheyrendur eru ánægðir með vöruna. Þetta er víst ekkert stórvirki en talsvert betra en flestar gaman myndir sem hafa komið út í ár. Þess vegna getur engin skilið afhverju kvikmyndaverið vildi ekki gefa myndina út. Sumir vilja meina að húmorinn hafi bara verið of háfleigur, enda hafi síðasta mynd leiksjórans, Office Space, hlotið álíka meðferð en ekki jafn slæma. Aðrir vilja aftur á móti meina að kvikmyndaverið hafi beinlínis verið hrætt við myndina og ádeiluna sem í henni er. Sumir gætu e.t.v. móðgast við þegar því er fleigt fram að þjóðfélag BNA er ekki að þróast heldur vanþróast. Einnig hafa menn haldið því fram að önnur stórfyrirtæki hafi hótað lögsóknum ef myndin yrði gefin út, Starbucks fær víst slæma útreið.
Hver ástæðan fyrir lélegri markaðsetningu er, þá er eitt víst kvikmyndarver vita sjaldnast hvað er góð vara og hvað er slæm. Enda átti Pearl Harbor að sökkva Titanic, að vísu kom hún út í plús.
Hvaða kvikmyndafyrirtæki haldið þið að sé svo á bak við þetta allt saman?
.... wait for it
... Fox
föstudagur, september 15
Special Agent Mósagrís
Jæja, svo virðist sem fréttir af réttlætiskennd minni, ábyrgðartilfinningu og dirfsku í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum hafi borist til Washington. Allavega hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveðið að útnefna mig sérstakan fulltrúa þeirra í baráttu gegn hryðjuverkum og glæpum og verð ég með höfuðstöðvar í Reykjavík og ber ábyrgð á lífi og limum fjölda Ameríkana og Íslendinga. Ég var nebbla skipaður "floor warden" í sendiráðinu fyrir mína hæð og hef ég það hlutverk að telja alla á hæðinni og sjá til þess að menn fari rétta leið út og svona í æfingum. Eins gott að Osama og félagar vari sig fyrst að Mósagrís er kominn í spilið!
Hollywood er strax búið að komast að þessu og eru þeir strax farnir að undirbúa sequel að hinni sannsögulegu "Mowsing Pig: The Crime Fighting Pig" sem mun bera titilinn "Mowsing Pig: Saving the World, one Pig at a Time". Plottið mun fela í sér alþjóðlega njósnahringi sem hyggjast ráða forsetann af dögum og Mósagrís, sem hefur stigið af stóli forsetans og tekið við starfi Jack Bauers, er sá eini sem getur stöðvað þá. Atburðarásin mun fleygja hetjunni um heim allan og verður sérstaklega spennandi slagsmálasena þar sem Mósagrís lumbrar á Mullah Omar í Afganistan og sparkar í punginn á Hugo Chavez sem er með honum í plottinu. Mósi nýtur reyndar aðstoðar spandexklædds Tunna Dvergs, en hann verður svona fictional persóna sem að framleiðendur heimta að setja inn fyrir comic relief. Annars er þetta pretty much byggt á sönnum atburðum og persónum.
Hollywood er strax búið að komast að þessu og eru þeir strax farnir að undirbúa sequel að hinni sannsögulegu "Mowsing Pig: The Crime Fighting Pig" sem mun bera titilinn "Mowsing Pig: Saving the World, one Pig at a Time". Plottið mun fela í sér alþjóðlega njósnahringi sem hyggjast ráða forsetann af dögum og Mósagrís, sem hefur stigið af stóli forsetans og tekið við starfi Jack Bauers, er sá eini sem getur stöðvað þá. Atburðarásin mun fleygja hetjunni um heim allan og verður sérstaklega spennandi slagsmálasena þar sem Mósagrís lumbrar á Mullah Omar í Afganistan og sparkar í punginn á Hugo Chavez sem er með honum í plottinu. Mósi nýtur reyndar aðstoðar spandexklædds Tunna Dvergs, en hann verður svona fictional persóna sem að framleiðendur heimta að setja inn fyrir comic relief. Annars er þetta pretty much byggt á sönnum atburðum og persónum.
miðvikudagur, september 13
FUGOLLYWOOD
Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvort Magni vann eður ei. Þó svo að ýmislegt fleira sé á reiki í heiminum og margt sem gæti verið afdrifaríkt, þá er þetta víst það sem sköpum skiptir í kaffistofuumræðunni á morgun.
Hvað um það...
Ég sit hér og reyni að gera eitthvað af viti. Nota tímann þar sem ég er nú grasekkill (ekki að það sé í frásögur færandi enda er það í eðli flugfreyja að vera á ferðinni, ergo...).
Ég var að horfa aftur á El Mariachi, heima-myndbandið hans Robert Rodriguez sem kom honum á kortið. Ég er nýbúinn að lesa dagbók sem hann hélt á meðan tökum stóð. Það er eiginlega lygilegt að hann skuli hafa getað þetta fyrir jafn lítinn pening og raun ber vitni ($7000) og á jafn skömmum tíma og hann gerði það. Handritið skrifað á nótæm og myndin öll skotin á tveimur vikum. Að vísu tók eftirvinnslan nokkurn tíma, sérstaklega ef horft er til þess að hann klippti draslið fyrst á vídjó og svo aftur á filmu til opinberra sýninga, en samt...
Nú þarf maður bara að drífa sig út og gera eitt stykki alíslenska hasarmynd og hér á FUGO vefnum er akkúrat umfjöllunarefnið: Háskaleg ævintýri grísins Mósa og spandexklæddu hjálparhellu hans Tunna Dvergs! (Þið hélduð öll að ég ætti við Helgu, en nei... Hafa skal það sem fyndnara reynist, eins og Gunnar Helgason segir!).
Nú þarf bara að fá Steve Zahn til að skirfa handritið og Howard Shore til að semja tónlistina og þetta er golden! Veit bara ekki hvort þeir eru til fyrir undir $7000, en það má nú endurreikna þá tölu í samræmi við gengisþróun síustu 15 ára. Hva, maður er hreinlega að tapa peningum ef maður sleppir þessu!
Má ég heyra ME!!!
Hvað um það...
Ég sit hér og reyni að gera eitthvað af viti. Nota tímann þar sem ég er nú grasekkill (ekki að það sé í frásögur færandi enda er það í eðli flugfreyja að vera á ferðinni, ergo...).
Ég var að horfa aftur á El Mariachi, heima-myndbandið hans Robert Rodriguez sem kom honum á kortið. Ég er nýbúinn að lesa dagbók sem hann hélt á meðan tökum stóð. Það er eiginlega lygilegt að hann skuli hafa getað þetta fyrir jafn lítinn pening og raun ber vitni ($7000) og á jafn skömmum tíma og hann gerði það. Handritið skrifað á nótæm og myndin öll skotin á tveimur vikum. Að vísu tók eftirvinnslan nokkurn tíma, sérstaklega ef horft er til þess að hann klippti draslið fyrst á vídjó og svo aftur á filmu til opinberra sýninga, en samt...
Nú þarf maður bara að drífa sig út og gera eitt stykki alíslenska hasarmynd og hér á FUGO vefnum er akkúrat umfjöllunarefnið: Háskaleg ævintýri grísins Mósa og spandexklæddu hjálparhellu hans Tunna Dvergs! (Þið hélduð öll að ég ætti við Helgu, en nei... Hafa skal það sem fyndnara reynist, eins og Gunnar Helgason segir!).
Nú þarf bara að fá Steve Zahn til að skirfa handritið og Howard Shore til að semja tónlistina og þetta er golden! Veit bara ekki hvort þeir eru til fyrir undir $7000, en það má nú endurreikna þá tölu í samræmi við gengisþróun síustu 15 ára. Hva, maður er hreinlega að tapa peningum ef maður sleppir þessu!
Má ég heyra ME!!!
Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvort Magni vann eður ei. Þó svo að ýmislegt fleira sé á reiki í heiminum og margt sem gæti verið afdrifaríkt, þá er þetta víst það sem sköpum skiptir í kaffistofuumræðunni á morgun.
Hvað um það...
Ég sit hér og reyni að gera eitthvað af viti. Nota tímann þar sem ég er nú grasekkill (ekki að það sé í frásögur færandi enda er það í eðli flugfreyja að vera á ferðinni, ergo...).
Ég var að horfa aftur á El Mariachi, heima-myndbandið hans Robert Rodriguez sem kom honum á kortið. Ég er nýbúinn að lesa dagbók sem hann hélt á meðan tökum stóð. Það er eiginlega lygilegt að hann skuli hafa getað þetta fyrir jafn lítinn pening og raun ber vitni ($7000) og á jafn skömmum tíma og hann gerði það. Handritið skrifað á nótæm og myndin öll skotin á tveimur vikum. Að vísu tók eftirvinnslan nokkurn tíma, sérstaklega ef horft er til þess að hann klippti draslið fyrst á vídjó og svo aftur á filmu til opinberra sýninga, en samt...
Nú þarf maður bara að drífa sig út og gera eitt stykki alíslenska hasarmynd og hér á FUGO vefnum er akkúrat umfjöllunarefnið: Háskaleg ævintýri grísins Mósa og spandexklæddu hjálparhellu hans Tunna Dvergs! (Þið hélduð öll að ég ætti við Helgu, en nei... Hafa skal það sem fyndnara reynist, eins og Gunnar Helgason segir!).
Nú þarf bara að fá Steve Zahn til að skirfa handritið og Howard Shore til að semja tónlistina og þetta er golden! Veit bara ekki hvort þeir eru til fyrir undir $7000, en það má nú endurreikna þá tölu í samræmi við gengisþróun síustu 15 ára. Hva, maður er hreinlega að tapa peningum ef maður sleppir þessu!
Má ég heyra ME!!!
Hvað um það...
Ég sit hér og reyni að gera eitthvað af viti. Nota tímann þar sem ég er nú grasekkill (ekki að það sé í frásögur færandi enda er það í eðli flugfreyja að vera á ferðinni, ergo...).
Ég var að horfa aftur á El Mariachi, heima-myndbandið hans Robert Rodriguez sem kom honum á kortið. Ég er nýbúinn að lesa dagbók sem hann hélt á meðan tökum stóð. Það er eiginlega lygilegt að hann skuli hafa getað þetta fyrir jafn lítinn pening og raun ber vitni ($7000) og á jafn skömmum tíma og hann gerði það. Handritið skrifað á nótæm og myndin öll skotin á tveimur vikum. Að vísu tók eftirvinnslan nokkurn tíma, sérstaklega ef horft er til þess að hann klippti draslið fyrst á vídjó og svo aftur á filmu til opinberra sýninga, en samt...
Nú þarf maður bara að drífa sig út og gera eitt stykki alíslenska hasarmynd og hér á FUGO vefnum er akkúrat umfjöllunarefnið: Háskaleg ævintýri grísins Mósa og spandexklæddu hjálparhellu hans Tunna Dvergs! (Þið hélduð öll að ég ætti við Helgu, en nei... Hafa skal það sem fyndnara reynist, eins og Gunnar Helgason segir!).
Nú þarf bara að fá Steve Zahn til að skirfa handritið og Howard Shore til að semja tónlistina og þetta er golden! Veit bara ekki hvort þeir eru til fyrir undir $7000, en það má nú endurreikna þá tölu í samræmi við gengisþróun síustu 15 ára. Hva, maður er hreinlega að tapa peningum ef maður sleppir þessu!
Má ég heyra ME!!!
föstudagur, september 8
Flöskudagur til... Ööhhh...
Hrafnhildur var ekki fyrr komin heim frá Japan en hún ákvað að drífa sig í réttir. Það var lagið! Beinustu leið frá Tokyo, einhverri mestu stórborg heimsins og út í guðsvolaða rigninguna hér upp á okkar fögru landi ísa að smala fé. Það er skemmst frá því að segja að ég nennti ekki með.
Þess vegna sit ég hér við tölvuna, búinn að svara tölvuskeytum dagsins, þreyttur eftir vikuna að sötra bjór. Þetta hefur nú reyndar verið ágætis rispa. Ég henti mér upp á hálendið um daginn og fór beina leið þaðan til Boston (frábær borg!). Þar snæddum við Hrafnhildur ma. hjá Eric Brennan, meistarakokki á veitingastaðnum Exelsior.
Ég var ekki fyrr kominn heim þaðan en að ég byrjaði að æfa, ekki eina heldur tvær sýningar ásamt því að tala inn á einhverjar teiknimyndir og ilja ykkur Magna-aðdáendunum með ómþýðri raustinni (sem mér var nýlega sagt að sá ákaflega sexý! Ætli það virki vel á barnum? Lokaðu augunum elskan og segðu mér hvort þér finnist ég ekki sexý! Veit það ekki...)
Fleira í fréttum: Bjólfskviða, Factotum, On tha Road og slátur.
Akkúrat núan þarf ég einhvern til að nudda viskí inn í höfuðkúpuna á mér, alla leið inn í heilabörkinn.
Þess vegna sit ég hér við tölvuna, búinn að svara tölvuskeytum dagsins, þreyttur eftir vikuna að sötra bjór. Þetta hefur nú reyndar verið ágætis rispa. Ég henti mér upp á hálendið um daginn og fór beina leið þaðan til Boston (frábær borg!). Þar snæddum við Hrafnhildur ma. hjá Eric Brennan, meistarakokki á veitingastaðnum Exelsior.
Ég var ekki fyrr kominn heim þaðan en að ég byrjaði að æfa, ekki eina heldur tvær sýningar ásamt því að tala inn á einhverjar teiknimyndir og ilja ykkur Magna-aðdáendunum með ómþýðri raustinni (sem mér var nýlega sagt að sá ákaflega sexý! Ætli það virki vel á barnum? Lokaðu augunum elskan og segðu mér hvort þér finnist ég ekki sexý! Veit það ekki...)
Fleira í fréttum: Bjólfskviða, Factotum, On tha Road og slátur.
Akkúrat núan þarf ég einhvern til að nudda viskí inn í höfuðkúpuna á mér, alla leið inn í heilabörkinn.
fimmtudagur, september 7
Lifir FUGO-ið?
Hvurslagseiginlega er þetta. ER fúgóið bara að hrynja, menn rændir og kúgaðir, hvað er að gerast í heiminum.
Hvað er með FUGO er þetta samansafn uppskafninga og vatnspunga sem ekkert hafa fram að færa.... Nú er t.d löngu orðið tímabært að fara að ræða pólitík.... styttist í kosningar og ég veit að menn eins og Krummi eru æstir yfir Kaffibolla samstarfi vinstriaflanna. ( svo við tölum nú ekki um óæskilega ofstækismenn eins og hann Kolla "brönugras") Kátur Björn hefur vegið þungt að vinstrimönnum í skrifum sínum fyrir einhver annan ómerkilegan netmiðil.
Hvar er samstaðan... mannkærleikurinn og baráttugleðin..... sem einkenndi FUGO.....
.....Hefur síðasti bjórinn verið drukkinn...
....Mun FUGO lifa af..... eða verður það meðalmennskunni að bráð...
fylgist með í næsta þætti
Hvað er með FUGO er þetta samansafn uppskafninga og vatnspunga sem ekkert hafa fram að færa.... Nú er t.d löngu orðið tímabært að fara að ræða pólitík.... styttist í kosningar og ég veit að menn eins og Krummi eru æstir yfir Kaffibolla samstarfi vinstriaflanna. ( svo við tölum nú ekki um óæskilega ofstækismenn eins og hann Kolla "brönugras") Kátur Björn hefur vegið þungt að vinstrimönnum í skrifum sínum fyrir einhver annan ómerkilegan netmiðil.
Hvar er samstaðan... mannkærleikurinn og baráttugleðin..... sem einkenndi FUGO.....
.....Hefur síðasti bjórinn verið drukkinn...
....Mun FUGO lifa af..... eða verður það meðalmennskunni að bráð...
fylgist með í næsta þætti
miðvikudagur, september 6
Lögregluskýrslan
Ég fæ ekki betur séð en á myndbandinu, sem linkurinn hér að neðan vísar á þá, sé þar að finna mósgrísinn vera gefa skýrslu eftir dramtíkina í smáborgarahöllinni.
http://www.youtube.com/watch?v=gFhs-gDye2k
http://www.youtube.com/watch?v=gFhs-gDye2k
þriðjudagur, september 5
Mowsing Pig: The Crime Fighting Pig
Hollywood hefur ákveðið að gera stórmynd um átökin í Smáborgarahöllinni og mun myndin heita "Mowsing Pig: The Crime Fighting Pig". Fáum kemur á óvart að Russel Crowe mun leika Mósagrís en það er keppni milli Jessicu Alba, Kieru Knightley og Jennifer Aniston um að fá að leika Frú Mósa. Reyndar hefur hlutverk Frú Mósa aðeins verið aukið og verður hún shotgun blasting heroine í myndinni og Mósagrís verður forsetinn. Innbrotsþjófarnir hafa verið gerðir að geimverum og í staðinn fyrir að reyna að brjótast inn eru þeir að reyna að ná heimsyfirráðum. Samt sama sagan í meginatriðum.
Háskaleikur í Smáborgarahöllinni
Eins og allir vita ekki var Labour Day í gær sem gerði það að verkum að Mósagrís átti verðskuldað mánudagsfrí meðan sauðsvartur almúginn mætti til vinnu. Bara gott. Mósi vaknar hins vegar kl. 8:15 við einhvern skruðning og bölvar fíflinu í næsta húsi sem er endalaust að smíða og djöflast á óguðlegum tímum. Svo heyrist meiri skruðningur og Mósi spyr sína spúsu sem liggur þarna í rúminu við hliðina á honum hvort að þessi skruðningur sé nokkuð að koma úr þeirra eigin húsi....spennan magnast. Að lokum heyrist slíkur hávaði að Mósi er þess fullviss að þetta hafi komið úr hans eigin híbýlum og bölvar nú einhverri kattarskömm fyrir að hafa komist inn og fer á fætur til að athuga hvað þetta sé nú. Mósi skröltir á fætur klæddur forláta boxerum með litlum böngsum á og röltir fram ganginn og býður innbrotsþjófinum, sem er hálfur inn um gluggan í einu herberginu, góðan daginn. HVAÐ!!!!! Já, sæll og blessaður, það var gaur búinn að brjóta upp gluggan í einu herberginu og var búinn að skríða hálfur inn og annar beið útí garði þegar Mósi veður á þá. Allir vita nú hversu kraftalega og íþróttamannslega vaxinn ég er og hef því verið skelfileg sjón þarna hálfnakin ímynd appolons í bangsanærbuxum. Gaurinn panikkaði allavega, gaf frá sér píkulegt væl og stökk út um gluggan og þeir hlupu báðir úr garðinum. Mósi hrökk samstundis í drápsgír, hljóp hraðar en ég vissi að ég gæti hlaupið, út í garð og greip eina bareflið sem var við hendina og á eftir þeim út á götu. Bjarnarbræður stukku inní bíl og brunuðu af stað í bakkgír, beint á næsta bíl og Mósi rauk í átt til þeirra sveiflandi bareflinu eins og Conan the Barbarian. Rétt áður en ég komst til þeirra náðu þeir að rétta bílinn af og bruna út götuna og í burtu, en þó ekki það hratt að ég náði ekki bílnúmerinu þeirra, VZ-496 rauður Mitsubishi Colt. Það var þá sem ég fattaði að ég stóð útá miðri götu með bumbuna útí loftið, í bangsanærbuxum sveiflandi strákúst(sem var eina "bareflið" í garðinum) og minnti alveg örugglega ekkert á Conan the Barbarian.
Eftir að mér rann æðið fór ég inn og hringdi á Reykjavík's Finest sem voru ekki nema um 45 mínútur á svæðið. Löggan var reyndar lífsreynsla útaf fyrir sig. Fyrst komu þessar venjulegu löggur í búningum og kíktu og skoðuðu, sáu að engin hætta var á ferðum og að þetta væri nú ekki gabb. Þá mætti Gil Grissom sjálfur, beint frá Las Vegas. Akfeitur gaur með myndavél á bumbunni, tók myndir af öllu og leitaði af fingraförum. Já, ok, mér fannst soldið gaman að fylgjast með fingrafarasjittinu, þetta er nebbla alveg eins og í bíó. Svo kom Kojak sjálfur. Rannsóknarlögreglumaður í öllu sínu veldi, stærri og breiðari en Pétur Már, nauðasköllóttur með massíft rostunga yfirvaraskegg og ör sem fór yfir hálft andlitið. Spúkí gaur.
Nú er bara að bíða og vona að löggan vinni sína vinnu og nái þessum fíflum. Ef ekki þá veit ég hvað gaurinn heitir og hvar hann á heima og mun disha út smá mósísku réttlæti ef kerfið getur ekki sinnt sínum þegnum.
Pælið samt í heppni að þetta var Labour Day, annars hefði ég verið farinn í vinnuna og Helga hefði þurft að mæta hröppunum ein. Ok, reyndar hefði hún haft the ferocious Hrafnhildi sér við hlið.
Eftir að mér rann æðið fór ég inn og hringdi á Reykjavík's Finest sem voru ekki nema um 45 mínútur á svæðið. Löggan var reyndar lífsreynsla útaf fyrir sig. Fyrst komu þessar venjulegu löggur í búningum og kíktu og skoðuðu, sáu að engin hætta var á ferðum og að þetta væri nú ekki gabb. Þá mætti Gil Grissom sjálfur, beint frá Las Vegas. Akfeitur gaur með myndavél á bumbunni, tók myndir af öllu og leitaði af fingraförum. Já, ok, mér fannst soldið gaman að fylgjast með fingrafarasjittinu, þetta er nebbla alveg eins og í bíó. Svo kom Kojak sjálfur. Rannsóknarlögreglumaður í öllu sínu veldi, stærri og breiðari en Pétur Már, nauðasköllóttur með massíft rostunga yfirvaraskegg og ör sem fór yfir hálft andlitið. Spúkí gaur.
Nú er bara að bíða og vona að löggan vinni sína vinnu og nái þessum fíflum. Ef ekki þá veit ég hvað gaurinn heitir og hvar hann á heima og mun disha út smá mósísku réttlæti ef kerfið getur ekki sinnt sínum þegnum.
Pælið samt í heppni að þetta var Labour Day, annars hefði ég verið farinn í vinnuna og Helga hefði þurft að mæta hröppunum ein. Ok, reyndar hefði hún haft the ferocious Hrafnhildi sér við hlið.
laugardagur, september 2
Skemmtilegur auglýsingatexti
Ef kjarnorkusprengja spryngi yfir Reykjavík dæju allir bæjarbúar.
Hvað eru nú verið að auglýsa, jú stafsetningarorðbókina nýju á mbl.is.
Spes
Hvað eru nú verið að auglýsa, jú stafsetningarorðbókina nýju á mbl.is.
Spes
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)