miðvikudagur, september 13

Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvort Magni vann eður ei. Þó svo að ýmislegt fleira sé á reiki í heiminum og margt sem gæti verið afdrifaríkt, þá er þetta víst það sem sköpum skiptir í kaffistofuumræðunni á morgun.

Hvað um það...

Ég sit hér og reyni að gera eitthvað af viti. Nota tímann þar sem ég er nú grasekkill (ekki að það sé í frásögur færandi enda er það í eðli flugfreyja að vera á ferðinni, ergo...).

Ég var að horfa aftur á El Mariachi, heima-myndbandið hans Robert Rodriguez sem kom honum á kortið. Ég er nýbúinn að lesa dagbók sem hann hélt á meðan tökum stóð. Það er eiginlega lygilegt að hann skuli hafa getað þetta fyrir jafn lítinn pening og raun ber vitni ($7000) og á jafn skömmum tíma og hann gerði það. Handritið skrifað á nótæm og myndin öll skotin á tveimur vikum. Að vísu tók eftirvinnslan nokkurn tíma, sérstaklega ef horft er til þess að hann klippti draslið fyrst á vídjó og svo aftur á filmu til opinberra sýninga, en samt...

Nú þarf maður bara að drífa sig út og gera eitt stykki alíslenska hasarmynd og hér á FUGO vefnum er akkúrat umfjöllunarefnið: Háskaleg ævintýri grísins Mósa og spandexklæddu hjálparhellu hans Tunna Dvergs! (Þið hélduð öll að ég ætti við Helgu, en nei... Hafa skal það sem fyndnara reynist, eins og Gunnar Helgason segir!).

Nú þarf bara að fá Steve Zahn til að skirfa handritið og Howard Shore til að semja tónlistina og þetta er golden! Veit bara ekki hvort þeir eru til fyrir undir $7000, en það má nú endurreikna þá tölu í samræmi við gengisþróun síustu 15 ára. Hva, maður er hreinlega að tapa peningum ef maður sleppir þessu!

Má ég heyra ME!!!

Engin ummæli: