sunnudagur, september 17

Idiocracy

Hafið þið einhverntíman heyrt um Idiocracy? Nei, ekki.. hummm merkilegt. Þegar þið sjáið orðið haldið þið væntanlega að þetta sé eitthvað sniðugt enda um að ræða afbökun af tveimur orðum í ensku idiot og democracy, skemmtilegt það. Kannski að þetta sé einhver gáfumanna bók sem ádeilir núverandi stjórn BNA harðlega eða er þetta nýr sketch hjá Leno. Seinni valmöguleikinn er að vísu aðeins nær raunveruleikanum, því Idiocracy er nefnilega bíó mynd (sjá hér).
Ég get að vísu ekki sagt ykkur neitt um þessa mynd, því ég hef ekki séð hana. Í raun hafa einungis örfáir einstaklingar fengið að sjá þessa mynd. Hún hefur nefnilega fengið Pluto Nash - Town & Country meðferðina og er sá heyður ekki veittur mörgum myndum. Þessi einstaklega frumlega markaðsetning felst nefnilega í því að myndi er varla gefin út. Kvikmyndaverið gerir sér grein fyrir að varan, kvikmyndin, er svo slæm að það væri betra að brenna öll eintök en að gefa hana út. Town & Country og Pluto Nash eru þær kvikmyndir sem hafa skilað mestu nettó tapi í kassan, þegar kvikmyndir eru annars vegar. Því hefur Idiocracy verið geymd, fullkláruð, í einhverri geymslu núna í næstum 2 ár og í síðasta mánuði var hún loksins frumsýnd í 130 sölum, sem er mjög lítið. Það skal tekið fram að ekkert sýnishorn er til fyrir þessa bíómynd, sem eitt og sér er undarlegt.
Þetta væri allt saman mjög eðlilegt ef myndin væri hræðileg, menn virðast aftur á móti vera ósamála því. Myndin hefur víðast hver fengið ágætis dóma og áheyrendur eru ánægðir með vöruna. Þetta er víst ekkert stórvirki en talsvert betra en flestar gaman myndir sem hafa komið út í ár. Þess vegna getur engin skilið afhverju kvikmyndaverið vildi ekki gefa myndina út. Sumir vilja meina að húmorinn hafi bara verið of háfleigur, enda hafi síðasta mynd leiksjórans, Office Space, hlotið álíka meðferð en ekki jafn slæma. Aðrir vilja aftur á móti meina að kvikmyndaverið hafi beinlínis verið hrætt við myndina og ádeiluna sem í henni er. Sumir gætu e.t.v. móðgast við þegar því er fleigt fram að þjóðfélag BNA er ekki að þróast heldur vanþróast. Einnig hafa menn haldið því fram að önnur stórfyrirtæki hafi hótað lögsóknum ef myndin yrði gefin út, Starbucks fær víst slæma útreið.
Hver ástæðan fyrir lélegri markaðsetningu er, þá er eitt víst kvikmyndarver vita sjaldnast hvað er góð vara og hvað er slæm. Enda átti Pearl Harbor að sökkva Titanic, að vísu kom hún út í plús.
Hvaða kvikmyndafyrirtæki haldið þið að sé svo á bak við þetta allt saman?










.... wait for it













... Fox

Engin ummæli: