fimmtudagur, október 30

AVP
Coool, lítið á þetta og þetta skemmtið ykkur.

þriðjudagur, október 28

Hvunndagurinn
Jæja drengir... það hefur verið lítið um skrif eins og Pattinn kvartar um í síðasta pistli sínum. Ég tel það mjög skiljanlegt þar sem að við erum allir að læra og hver dagur er líkari þeim er á undan kom. Það eina sem að liftir þessari hvundagslegu tilveru upp er hinn einstaki bjórsopi og það verður að segjast að fugo djammið um daginn sló þar öllu við. Annars er lítið að frétta af verkfræðingum annað en það er haustferð á föstudaginn og ég ætla líta í einn eða tvo eða jafnvel þrjá öllara. Að lokum verð ég að segja að Mósagrísinn hefði átt að ná í helvístis varginn er skemmdi spegilinn hans... að vísu er alltaf séns á því að vargurinn hafi verið 150 kg skipstjóri sem hefði ekki verið sáttur með afskiptasemina en það er áhætta sem fugo menn taka með glöðu geði.

mánudagur, október 27

Sveitavargar eru hættulegir
Grísinn sem mósar lagði land undir fót um helgina og fór með spúsu sinni til FLateyrar.
Flateyri er alltaf jafn huggulegt krummaskuð og manni er ævinlega vel tekið af tengdó(undarlegt nok). Ég fíla svona rólegheita helgar, maður sefur út, nýbakaðar kökur, snúðar og pönnukökur bíða manns þegar maður skríður loks á fætur og svo vandar maður sig við að gera sem minnst yfir daginn. Skemmti mér reyndar konunglega á laugardaginn þegar tengdapabbi opnar konjaksflösku og við sátum til hálf fimm, eða þar til flaskan var tóm. Nokkuð góð helgi og þægilegt afslappelsi.

Heimferðin var annað mál!!! Fyrir það fyrsta var stormur um allt land og bílar og kindur voru að fjúka um alla vestfirði. Svo lögðum við svo seint af stað að það var löngu komið myrkur og grenjandi rigning og til að bæta gráu ofan á svart varð helvítið hann Teitur að fá far með okkur og við vitum allir hvað hann er leiðinlegur.
Djöfull hatar maður svona þrönga malarvegi sem virðast plaga Vestfirðina með áður ókunnri hörku. Ég var að keyra þarna í svarta myrkri þegar ég mæti bíl. Jújú, grísinn sem mósar hægði verulega á sér og vék alveg útí kant til að þurfa ekki að klessa á hinn gaurinn. But nooooo.....hann varð að hægje akkert á sér og bruna beint áfram og straujaði hliðarspegilinn minn!!!! Helvítis sveitavargar.....arrr.......ég var svo reiður að ég ætlaði að snúa við til að finna fíflið en Helga og Teitur bönnuðu mér það, bölvaðir leiðindapúkar.

sunnudagur, október 26

Merkilegthvað þessi blessaða síða er orðin steingeld.....spurnig hvert allir hafa farið......ég er að bíða eftir einhverju komment .............anyone?????...........kannski ekki..........en fyrir áhugasama aðdáendur þá er PAttinn bloggandi eins og aldrei fyrr á pattinn_blogspot.com.....er í ham....ekki hljómsveitinn bara svona stemmings............
Kveðja PATTALINGURINN

miðvikudagur, október 22

Ég þakka Krummanum fyrir falleg orð í minn garð og þakka öllum félögum ´fyrir síðast. Það er frekar mikið að gera hjá manni þessa dagana, það geta ekki allir haft það eins gottog Bjarni sem ég talaði við um daginn hann var í Róm að fyljast með Móðir Teresu tekna í dýrlingatölu, vissi reyndar ekki að hann væri svona eldheitur kaþólikki en well !!!! lífið kemur sífellt á óvart..... ég hef nefnilega lært..

...að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.

.........og ég hef svo sannarlega lært að trúa ekki einhverju svona helvítis bulli sem einhverjir jógafasitstar útúrdópaðir á einhverju jurtatei.....breikandi í algleymi guðanna undir jökli....

....nei ég hef sko ekkert lært nema sæmdarrétt og miskabætur....


þriðjudagur, október 21

Húrrahúrra
Mig langar að skrifa nokkrar línur til að hrósa félaga Gauti fyrir feyknagott FUGO-partý síðastliðinn föstudag.
Grísinn sem mósar hrýnir úr kæti yfir góðri mætingu og miklu fjöri, það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel. Fastir liðir voru þarna eins og við mátti búast; Ýmir var farinn að geifla sig í takt við tónlistina enda rennur svart blóð í hans æðum, Teitur lét eins og sannur sveitavargur og fór að skvetta bjór og vatni útum allt og að sjálfsögðu lét Einsi ekki sitt eftir liggja og gubbaði mjög pent í nokkur bjórglös. Eins og ég sagði; hreinasta snilld.

Þetta var samt því miður ekki vísir að góðri helgi, ónei. Í þynnkunni daginn eftir var maður dreginn í það þrælaverk að flytja búslóð bróðursins. Djöfull er leiðinlegt að flytja!!!!! Endalausir kassar, risastór húsgögn og fullt af brothættum hlutum sem ekki má bara skutla einhvert. Ah well, það er svosum fínt bara að fela sig á Bifröst og sleppa við afganginn af þessum þrældómi.

P.s. eru allir dauðir? Hvað varð um hina bloggglöðu FUG-ista?

mánudagur, október 13

Lífið er yndislegt!

Vá hvað sumar helgar geta verið þægilegar og latar. Fór ekkert út, jú bíddu, fór í 6bíó með Kolla á Underworld(alveg súpergóð vampýrur-slást-við-varúlfa mynd sem allir ættu að sjá).
Það er nebbla merkilegt hvað maður á það til að gleyma hvað það er ótrúlega gott að gera ekki rassgat. Ég reyndar sýndi óskaplegan dugnað í svona 2 tíma og var að pússa eitthvað borð, en það var svona meira for show. Að öðru leyti voru leigðar vídjómyndir bæði kvöld, pitsur étnar, kók drukkið í áður óþekktum mæli og öll óhollusta var höfð í hávegum. Ég sýndi sko heiminum hvernig lifa á lífinu!!!

P.s. fótbolti er leiðinleg íþrótt og ég lýsi því hérmeð yfir að ég er hættur að horfa á þessa ömurlegu homma-sparkara sem þykjast vera einhver númer en tapa svo alltaf þegar mikið liggur við.

laugardagur, október 4

Now it´s a good life
Það er laugard kvöld og ég sit við tölvuna með öl við höndina. Allt er vennjulegt nema staðsetningin og hitastigið (St. Petersburg FL, 25°C kl er 19:00). Búinn að hafa það gott hérna og vona lífið sé alveg jafn gott heima. Upphaflega ætlaði ég skrifa um versta þingmann Íslendinga (smjörtittin Sigurð Kára) en lífið er bara svo gott að ég nenni ekki að kvarta. Eini gallinn er að þið drengirnir eruð ekki á staðnum til að taka þátt í gleðinni... við gerum það bara einhvern tíman seinna. Skila kveðju til allra heima.