mánudagur, október 13

Lífið er yndislegt!

Vá hvað sumar helgar geta verið þægilegar og latar. Fór ekkert út, jú bíddu, fór í 6bíó með Kolla á Underworld(alveg súpergóð vampýrur-slást-við-varúlfa mynd sem allir ættu að sjá).
Það er nebbla merkilegt hvað maður á það til að gleyma hvað það er ótrúlega gott að gera ekki rassgat. Ég reyndar sýndi óskaplegan dugnað í svona 2 tíma og var að pússa eitthvað borð, en það var svona meira for show. Að öðru leyti voru leigðar vídjómyndir bæði kvöld, pitsur étnar, kók drukkið í áður óþekktum mæli og öll óhollusta var höfð í hávegum. Ég sýndi sko heiminum hvernig lifa á lífinu!!!

P.s. fótbolti er leiðinleg íþrótt og ég lýsi því hérmeð yfir að ég er hættur að horfa á þessa ömurlegu homma-sparkara sem þykjast vera einhver númer en tapa svo alltaf þegar mikið liggur við.

Engin ummæli: