miðvikudagur, október 22

Ég þakka Krummanum fyrir falleg orð í minn garð og þakka öllum félögum ´fyrir síðast. Það er frekar mikið að gera hjá manni þessa dagana, það geta ekki allir haft það eins gottog Bjarni sem ég talaði við um daginn hann var í Róm að fyljast með Móðir Teresu tekna í dýrlingatölu, vissi reyndar ekki að hann væri svona eldheitur kaþólikki en well !!!! lífið kemur sífellt á óvart..... ég hef nefnilega lært..

...að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.

.........og ég hef svo sannarlega lært að trúa ekki einhverju svona helvítis bulli sem einhverjir jógafasitstar útúrdópaðir á einhverju jurtatei.....breikandi í algleymi guðanna undir jökli....

....nei ég hef sko ekkert lært nema sæmdarrétt og miskabætur....


Engin ummæli: