Húrrahúrra
Mig langar að skrifa nokkrar línur til að hrósa félaga Gauti fyrir feyknagott FUGO-partý síðastliðinn föstudag.
Grísinn sem mósar hrýnir úr kæti yfir góðri mætingu og miklu fjöri, það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel. Fastir liðir voru þarna eins og við mátti búast; Ýmir var farinn að geifla sig í takt við tónlistina enda rennur svart blóð í hans æðum, Teitur lét eins og sannur sveitavargur og fór að skvetta bjór og vatni útum allt og að sjálfsögðu lét Einsi ekki sitt eftir liggja og gubbaði mjög pent í nokkur bjórglös. Eins og ég sagði; hreinasta snilld.
Þetta var samt því miður ekki vísir að góðri helgi, ónei. Í þynnkunni daginn eftir var maður dreginn í það þrælaverk að flytja búslóð bróðursins. Djöfull er leiðinlegt að flytja!!!!! Endalausir kassar, risastór húsgögn og fullt af brothættum hlutum sem ekki má bara skutla einhvert. Ah well, það er svosum fínt bara að fela sig á Bifröst og sleppa við afganginn af þessum þrældómi.
P.s. eru allir dauðir? Hvað varð um hina bloggglöðu FUG-ista?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli