mánudagur, október 27

Sveitavargar eru hættulegir
Grísinn sem mósar lagði land undir fót um helgina og fór með spúsu sinni til FLateyrar.
Flateyri er alltaf jafn huggulegt krummaskuð og manni er ævinlega vel tekið af tengdó(undarlegt nok). Ég fíla svona rólegheita helgar, maður sefur út, nýbakaðar kökur, snúðar og pönnukökur bíða manns þegar maður skríður loks á fætur og svo vandar maður sig við að gera sem minnst yfir daginn. Skemmti mér reyndar konunglega á laugardaginn þegar tengdapabbi opnar konjaksflösku og við sátum til hálf fimm, eða þar til flaskan var tóm. Nokkuð góð helgi og þægilegt afslappelsi.

Heimferðin var annað mál!!! Fyrir það fyrsta var stormur um allt land og bílar og kindur voru að fjúka um alla vestfirði. Svo lögðum við svo seint af stað að það var löngu komið myrkur og grenjandi rigning og til að bæta gráu ofan á svart varð helvítið hann Teitur að fá far með okkur og við vitum allir hvað hann er leiðinlegur.
Djöfull hatar maður svona þrönga malarvegi sem virðast plaga Vestfirðina með áður ókunnri hörku. Ég var að keyra þarna í svarta myrkri þegar ég mæti bíl. Jújú, grísinn sem mósar hægði verulega á sér og vék alveg útí kant til að þurfa ekki að klessa á hinn gaurinn. But nooooo.....hann varð að hægje akkert á sér og bruna beint áfram og straujaði hliðarspegilinn minn!!!! Helvítis sveitavargar.....arrr.......ég var svo reiður að ég ætlaði að snúa við til að finna fíflið en Helga og Teitur bönnuðu mér það, bölvaðir leiðindapúkar.

Engin ummæli: