þriðjudagur, október 28

Hvunndagurinn
Jæja drengir... það hefur verið lítið um skrif eins og Pattinn kvartar um í síðasta pistli sínum. Ég tel það mjög skiljanlegt þar sem að við erum allir að læra og hver dagur er líkari þeim er á undan kom. Það eina sem að liftir þessari hvundagslegu tilveru upp er hinn einstaki bjórsopi og það verður að segjast að fugo djammið um daginn sló þar öllu við. Annars er lítið að frétta af verkfræðingum annað en það er haustferð á föstudaginn og ég ætla líta í einn eða tvo eða jafnvel þrjá öllara. Að lokum verð ég að segja að Mósagrísinn hefði átt að ná í helvístis varginn er skemmdi spegilinn hans... að vísu er alltaf séns á því að vargurinn hafi verið 150 kg skipstjóri sem hefði ekki verið sáttur með afskiptasemina en það er áhætta sem fugo menn taka með glöðu geði.

Engin ummæli: