Kosningar
Jæja, nú eru kosningar á næsta leiti og stóra spurningin er hvað skal gera. Í raun nenni ég ekki á kjörstað en það er helvíti slæmt að eyða atkvæði sínu. Maður á nú helst alltaf að drattast til að kjósa.. einungis sleppt því einu sinni. Ef ég drattast á kjörstað þá er það spurning hvort ég kýs Óla eða skila auðu (týskan hjá sjálfstæðismönnum þessa dagana). Nú Ólafur er ágætis forseti og ég gæti alvega hugsað mér að sjá hann sita áfram (í raun er hann eini möguleiki). Aftur á móti þá var ég ekki hrifinn af þessarri þjóðaratkvæðagreiðslu (ekki það að ég hafi stutt fjölmiðlafrumvarpið). Að vísu er möguleiki á að ef nógu margir hugsi eins og ég (þ.e. eru heima eða skili auðu) að fíflin vinni en það vill enginn sjá. Því eru við aftur komin að því að mæta á kjörstað og kjósa forsetan... æ er þetta ekki eintóm hringavitleisa. Hvernig sem mál fara þá er eitt víst, ég mun alla veganna kjósa rétt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli