Lengi hefur það staðið til hjá mér að gefa þessum litla vef okkar smávegis andlitslyftingu með það fyrir sjónum að hann verði girnilegri og þess vegna verði aðdráttaraflið meira og menn láti frekar verða af því að blogga.
ekki lengur ræpulitróf
Helsta breytingin er að sjálfsögðu litskema síðunnar sem er nú ekki legnur í þessu ræpulitum sem voru þess valdandi að ég þurfti iðulega að kasta upp þegar ég opnaði síðuna. Aðrar markverðar breytingar eru helst þær að ég er búinn að íslenska eitthvað meira en var og svo að sjálfsögðu könnunin sem er hér til hliðar og verður skipt um hana reglulega!
Ég vona að þetta verði til þess að notkun á síðunni aukist en hún hefur verið í lágmerki um nokkra hríð...
Happy times.
miðvikudagur, júní 30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli