fimmtudagur, júní 24

Já svona er þetta
Men hvað ég lenti í miklum vandræðum í gær, eiginlega verstu dilemmu skrifstofu gaursins. Ég fór á klósettið, til að þvo mér um hendurnar nota bene, ekki einu sinni til að pissa. Ok, það er svo sum ekkert merkilegt nema það að ég mæti gaur sem er að fara af klósettinu þegar ég fer inn, og dúd hvað hann var að skíta. Það voru fölgular slettur upp með klósettskálinni og manni sveið í augun af fýlunni. Ég gat ekki annað en flýtt mér eins og ég gat og stökk út með grátbólgin augu og grænar gufur eltu mig þegar ég skaust út um dyrnar. Að sjálfsögðu voru tveir á leiðinni á klóið strax á eftir mér og þeir náttúrulega halda að ég hafi verið að hnulla svona massíft. Nú get ég ekki annað en óttast að menn haldi að ég sé vinnustaða kúkarinn mikli, og það er mikill hnekkir fyrir mitt annars kúklausa mannorð.

Annars vil ég bjóða litlu Gautu velkomna í heiminn og Hrafnhildur hlakkar mikið til að fá að kenna henni hina ýmsu ósiði.

Engin ummæli: