Heilir og sælir feitu geltir
Ég verð bara að kýsa yfir hamingju minni og gleði yfir því nýja lífi sem glæðst hefur á FUGO vefnum okkar. Gott að sjá nýtt lúkk og gaman að sjá Huppuna aftur á veraldarvefnum.
Ég er vil hins vegar leiðrétta einhvern misskilning sem fyrirfinnst í könnuninni á síðunni. Í fyrsta lagi þá var ég alls ekki erfiður á gelgjunni, ég var ljúfur sem lamb og alltaf þægur og hlýddi og bar virðingu fyrir mér eldra fólki. Í öðru lagi þá fór Gautur víst á gelgjuna, það sem ruglar ykkur bara er það að hann er ennþá á henni(Nei ég er ekki að segja að hann hafi farið uppá einhverja gelgju...þó það sé kannski ekkert svo langsótt). Í þriðja lagi þá vil ég benda á að þegar Hrafnhildur litla verður á þessum annars skemmtrilega aldri þá ætla ég að nota tímahröðunnarvélina mína og rigga það þannig að hún er bara allt í einu orði 25 ára og komin með allan pakkan, þannig losna ég við öll leiðindi...
fimmtudagur, júlí 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli