miðvikudagur, júlí 21

Kryppan talar

Huppa smuppa, nú er komið að Kryppunni

Heyrst hefur að nýr aðstoðar framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar sé strax farinn að setja mark sitt á fyrirtækið hvað rekstur og stefnu varðar. Þetta ástsæla fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í kindabransanum, þá sérstaklega lopapeysum, hefur fært út kvíarnar og nú er á stefnuskránni að hafa markaðshlutdeild í öðrum bóndadýrum en bara kindum. Með viðskiptafræðina að vopni hefur Ými tekist að sannfæra ráðamenn Rammagerðarinnar um að líta aðeins til hesta og hestaíþrótta til að sjá hvort að þar sé ekki falinn fjársjóður. Hann hefur meira segja lagt það á sig að veita nokkrum starfstúlkum mjög persónulegar verklegar leiðbeiningar í reiðmennsku...

En allavega, tékkið á þessu, bara snilld.

Engin ummæli: