fimmtudagur, júlí 15

Útvarp Þjóðarsálin 834,7

Hvernig væri það? Ég bara spyr... Mér datt þetta í hug við lesturinn á fræslu Krummans hér að neðan. væri ekki ráð að setja upp útvarpsrás á einhverri tíðni sem er laus. Rás sem er rekin af ríkinu og samanstendur af símanúmeri og símsvara sem útvarpar beint öllum skilaboðum. Þú einfaldlega hringir inn og þá svarar símsvaraii: "Útvarp Þjóðarsálin, góðan dag. Hvað liggur þér á hjarta?" Svo hefðir þú fimm mínútur til að láta móðan mása þangað til að vélin klippir á þig og þá kemst næsti hlustandi að.
Þetta er mjög ódýrt í rekstri, bara útvarpsleyfi, gjöld fyrir tíðnina og svo einn sími með átómatískum símsvara! Enginn starfsmaður eða neitt, svona myndi þetta bara rúlla allan sólarhringinn og þá gæti fólk í þjónustustörfum (eins og hann Krummi okkar) andað rólega í vinnunni og sofið vært á næturnar (tja, nema ef vera skyldi sökum belyjuskiptinga, næturgjafa o.þ.h. nei, bíddu við... Það er konan hans sem sér um það!!!)

Engin ummæli: