Eftir að hafa náð hápunkti lífs mín í gær, þar sem ég stóð pungsveittur og slammaði frá mér allt vit, liggur leiðin einungis niður á við. Til að gera sem best úr þessu er um að gera að finna sér eitthvað við hæfi en ekki ætla ég að fara einn út í þessa vitleysu og draga ykkur með mér í svaðið.
Kafarnámskeið:
OPEN WATER DIVER er fyrsta námskeiðið í röðinni. Það samanstendur af bóklegu námi, myndbanda námi, 5 köfunum í sundlaug og síðast en ekki síst, 5 köfunum í sjó. Eftir útskrift af OPEN WATER námskeiði ertu með réttindi til að kafa niður að 18 metrum. Mjög skemmtilegt námskeið segja þeir sem til okkar hafa komið, þar sem nýr heimur opnast, hreint frábær upplifun.
Verð: 39.900kr
Fallhlífastökk:
Fyrir þá sem vilja einungis prófa eitt stökk mælum við eindregið með farþegastökkkinu þar sem ekki er krafist þess að þú sitjir námskeið áður en farið er í loftið. Í raun þarf ekki nema 15-20 mínútna undirbúning áður en haldið er upp í flugvél ! Ástæðan er sú að þrautþjálfaður kennari kemur til með að vera rígfastur við þig með einni og sömu fallhlífinni og tala þig í gegnum stökkið frá A-Ö. Ef eitthvað kemur uppá er það hans að taka á þeim hlutum. Farþegastökkið er einnig mjög vinsælt sem tækifærisgjöf og eru gjafabréf til sölu hjá fallhlífastökkskólanum er gilda m.a. í farþegastökk.
Verð: 18.500kr (með fyrirvara)
Þeir sem hafa áhuga látið mig vita og ég skrá okkur í viðkomandi vitleysu. Ekki er þó víst að allir vilji fara í bæði (mucho denero) en það ætti að vera allt í góðu lega. Svo ef við erum nokkrir er aldrei að vita nema við fáum einhvern hópafslátt. Svo er aldrei að vita nema ég finni eitthvað annað handa okkur að gera.
Birth-Beer-Sex-Metallica-Death
P.S. Ýmir mundu eftir að gá að íbúð á Akureyri!
mánudagur, júlí 5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli