miðvikudagur, febrúar 23

"Numið við fótskör meistarns"

..Það var síðla kvölds þriðjudaginn 22. febrúar á ég hélt í örlagaríka ferð, stundin var kominn til að mæta örlögunum. Ég hélt út í næturhúmið... ræsti Sóta og brunaði( tja eitthvað í þá áttina alltént) út í dimma þokuslæðuna sem hefur legið yfir borginni lungað úr vikunni. Ég var á leið til funda við mikinn snilling hinna æðri lista... andans mann sem sér fegurð og hamingju í tilverunni... útilokar grimmd og hatur en einblínir á blómin í deginum..... jú mikið rétt ég var á leið til Krumma.
.. Í stuttu máli þá var þetta kvöld algjörlega sigur andans..... yfir efninu... hvað á ég við með því ... þarna kem ég inn blautur bak við eyrun ..(ein sog líklega flestir þegar kemur að listmálun!!!) með eitthvað málningardrasl sem ég átti niður í geymslu..... en nei nei hvað blasir við mér .... inn í skúrnum er Krummi bara búinn að innrétta 100 fermetra gallerí með sýningarsal og módelaðstöðu....Þar sem ég stendi í dyrunum hálf skömmustulegur með málaradraslið mitt sé ég hvar meistarinn stendur mitt í hafi dýrindis áhalda til listsköpunar.... striga hrúurnar ná upp í loft.... hvílík afköst, hvílíkt mikilmenni hugsa ég og verð skyndilega pínulítill langar mest að hverfa.... en það var of seint andansmaðurinn(krummi) hafði komið auga á mig....
" OOOO bon journo Picasso!!" galar hann og tekur sopa af sérríglasinu...
"velkominn í þessa ömurlegu kompu mína"segir hann með yfirkeyrðu glotti.
Hann lítur snöggt á mig og sveiflar um sig þykkum loðfeldinum.... gegnur hröðum skrefum til mín.....og segir
" HVAÐ ER þETTA PICASSO..... hvaða ömurlega drasl ertu með... þetta er nú bara eitthvað eingíent sjitt
"HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH"
"þú málar ekki mikið með þessu......"
Mig langaði að hverfa...... meistarinn sneri sér undan og ég reyndi í örvæntingu að hlaupa í átt að hurðinni..... en þegar ég er í þann mund að komast að hurðaropinu skellur hurðin aftur, beint á nefið á mér..... ég sný mér hægt við hinumegin í stúdíóinu stendur meistarinn og skellihlær HAHAHAHAHA NEI PICASSO Nú málum við!!!!!!!!!
Leiftur snöggar hreyfingar meistarans gefa til kynna að hann sé byrjaður að vinna... á örskammri stundu hefur hann skapað enn eitt listaverkið..... ég er bara búinn að klessa svörtum hring á strigann..... meistarinn hlær..... ég geng sneytur út, játa sigur....... þetta var sigur andans yfir efninu... ég verð að játa að það er ekkert sem ég þoli eins illa eins og svona nó it all listamen sem halda að þeir séu betri en maður sjálfu.... en svona er þetta ... ég get alltént huggað mig við að alla vega þessa einu kvöldstund leið mér eins og ég væri sérstakur....hvers vegna?.... jú ....í stuttan tíma var ég spesjal... ég nam við fótskör meistarans...

Picasso!!!

Það var nú meira upplevelsið í gær. Grísnum sem mósar hlotnaðist sá heiður að mála með meistaranum í gær, Gauturinn mætti með sín prik og pensla og trapisulaga striga og skyldi fara hamförum.
Slík er snilld mannsins að hann kann sér því miður enga hógværð eða lítillæti, nei, hann varð að nudda mér uppúr því að hann væri maestro en ég bara amatör. Til að sýna snilli sína dró hann fram forngripi til að mála með og leir til að þynna málninguna. Ég vissi ekki upp né niður þegar Gauturinn fer að juða málningunni á með stífum, hárlausum prikum og til að þynna málninguna var hann með bleikt leirkennt efni sem almúgamaður eins og ég hafði aldrei fyrr séð. Ég gat ekki annað en fylgst með af lotningu þegar litirnir dreifðust um strigan og snilldin fór að taka á sig mynd, en undarlegt nok þá varð brúnin á snillingnum alltaf þyngri. Skyndilega grábölvar undrabarnið þegar honum verður litið til minna lítilmótlegu verkfæra; nokkrir penslar og þynnir. "Hva.....eru hár á þínum penslum?" hváir meistarinn "og þynnir þynnirinn þinn málninguna?".
Gautur(sem ætti að heita Gaukur því þá væri hægt að kalla hann Hauk, Bauk eða Bangsimon) prufaði þessa nýmóðins tækni mína og fattaði þá að þynnir verður að leir á u.þ.b. 7 árum og að þessir Harlem penslar hans ættu að vera með hárum og fór skyndilega að mála eins og venjulegur maður. Ég sem hélt að hann væri bara að hrekkja mig en í ljós kom að snilligáfa hans var einfaldlega bundin við að versla í rúmfatalagernum, og nú er grey kallinn búinn að missa það og kominn á sama lága plan og við hinir venjulegu mennirnir.

þriðjudagur, febrúar 22

Suð-suðaustan 4 skyggni ágætt.

Mikið ægilega er nú gaman að sjá hérna eitthvað líf´á síðunni okkar... gratúlera Mósa að vera búinn að vinna sig upp og kominn í elhúsið..... ég var einmitt líka að pæla í þessari þoku..... það er rétt hjá Mósa að það hlítur að vera eitthvað gruggugt við þetta.... ég meina að það liggi þoka hérna dögum saman.... ég stóð í þeirri trú að við byggjum í einum mesta rokrassi hins siðaða heims, þannig að svona lögnmolla og leiðindi væru eitthvað sem ekki væri þess virði að óttast..... en fjandinn þetta er þó skárra en HELVÍTIS frostið og snjórinn og viðbjóðurinn sem er venjulega hérna.......

...Spurning um að fara í hagkaup og skella sér á sallatbarinn eða eins og segir í kvæðinu

.... "ertu þá farinn....
.....áááá saaaalatbarinnn".....

Eldúsvandræði

Þetta er með ólíkindum, það er einskonar gufukenndur gúmmíhjúpur sem liggur yfir landinu og lætur skynvillta menn halda að þeir séu staddir í Lundúnum. Ég held reyndar að þetta sé samsæri Davíðs, Osama og Bush til að stjórna huxunum okkar. Þokan er heimatilbúin og kemur frá risastórum gufukatli sem er í felum á Esjunni. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig þetta á að stjórna okkur, en ég kemst að því brátt.

Úfff........bústýran hjá okkur er veik og vitleysingarnir hérna hafa ákveðið að skipta í eldhúshópa til að sjá um hádegismatinn í staðinn. í dag er ég með eldhúsið, og vei, ég var skipaður hópstjóri yfir fertugum kellingum í því mikilvæga verkefni að panta pítsur. Það bíða allir með blesönd í hálsinum til að sjá hvort mér takist að klára þetta verkefni með sæmd.....

mánudagur, febrúar 21

Hinu megin við götuna sé ég gráskeggjaðann mann....

.....ég er þó ekki viss um að það hafi verið hann!

Held að kallinn á efrihæðinni(nei ekki þessi með heimabíóið heldur GUÐ.. fávitinn þinn) sé eitthvað að klikka... mig er nefnilega búið að dreyma um að komast til Lúndúna í þó nokkurn tíma... og hef ég verið iðinn við að óska mér þess og heita á mig... og viti menn ég er ekki frá því að það votti fyrir að óskin verði uppfyllt.... nei nei ég er ekki að fara til London .... en ef litið er út um gluggan get ég ekki betur sé en að Londonin sé bara að koma til mín.... því eins og allir vita að ef Abraham kemst ekki til fjallsins verður hann bara að senda eitthvern brjálæðin að sækja það! Ég er sem sagt að njóta mín í Lundúnaþokunni í Reykjavík þessa daganna að krúsa á Sóta.

...Sóti er ´sum sé bíllinn minn... sem er eftir síðustu heimildum mínum .... löggiltur fornbíll...... hahah hann er sum sé ekki lengur gömul drusla heldur sagnfræðileg heimild um horfna tíð. FRÁBÆRT.... nú verður gert endalaust grín að mér..... en það er samt skemmst frá því að segja að við Sóti erum að ná gríðarlega vel saman...... reyndar er hann svoldið frekur á fóðrið en tja .. hvað getur maður gert .. þetta er náttlega ástríða að aka um á fornbíl....Fór einmitt á Sótanum í ræktina í morgun (kl 6 NB)..

....Í ræktinn er mikið um sveitt fólk ... eins og ég hef áður komið inn á...... hef komist að því af biturri reynslu að margir lykta!!! (í merkingunni stynka)....... Ég er nú að eðlisfari frekar klíjugarn maður.... en fátt veit ég í heiminum verra lyktarskyninu en súr táfýla og svipaður viðbjóður........ það er sem sagt orðið að daglegri kvöl og pínu hjá mér að finna hlaupabretti sem er í hæfilegri fjarlægð frá kafloðnum svitastorknum viðbjóðum...... en það virðist vera sama hvað ég reyni allt kemur fyrir ekki ..... lendi alltaf við hliðina á fóki sem hefur ekki farið í bað í viku..... sumt af þessu liði sér maður fara beint út úr búningsherberginu......án þess að sturta sig.... ekki furða að það lykti eins og púngur......

Þakka gríðarlegar viðtökur við síðasta pósti mínum... veit nú ekki betur en Mósi ljósi hafi verið að væla um dræmar undirtektir um daginn.. svo þegar maður tekur sig til þá hverfa menn bara..... þetta er ekki eitthvað boðhlaup þar sem ein heldur þessu gangandi í ákveðin tím asvo er skipt... nei við erum að tala um samskipti......

Annars skiptir það ekki öllu ... mér finnst ekkert tiltökumál að blaðra hérna við sjálfan mig...... það er sennilega eini hlutsandinn sem hefur áhuga á að hlusta á mig og dýrkar mig skilyrðislaust.....


kveðja.....

G

laugardagur, febrúar 19

HALLó

Áuglýst er eftir pennun á FUGO vegna viðvarandi ritstíflu hefur fúgó ákveðið að taka inn nýja penna. Fyrst er þó skorað á gamlar mörbollur sem eitt sinn sóttu hér fram ritvöllinn að snú aftur og blása lífi í þennan miðil......

P.s það verður að taka kolbein kommentamann úr umferð ... þetta er súrara en hrútspungar....

kv
Gautur

miðvikudagur, febrúar 16

Pylsugerðarmaður skaut kjöteftirlitsmenn til bana

Bandarískur pylsugerðarmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að myrða þrjá kjöteftirlitsmenn fyrir fimm árum. Pylsugerðarmaðurinn var í október fundinn sekur um morð og kviðdómur mælti í desember með því að dauðadómur yrði kveðinn upp. Dómari kvað síðan upp slíkan dóm í gær. Málið fer nú sjálfkrafa fyrir hæstarétt Kalíforníuríkis.

HAHAH Kaninn klikkar ekki.. hvernig í andskotanum getur eitt ríkis alið af sér slíkan urmul af vanvitum og brjálæðingum... merkilegt.. það hlítur að vera gríðarlega áhugaverð sósíalstúdía fyrir fræðimenn að rannsaka þetta. Reyndar hef ég nú bent á ástæður þessa hér í einum pistli.... þ.e að þetta eru náttlega bara afkomendur glæpamann og trúarofstækisfólks sem hrakið var frá Gamla heiminum til að drepast einhver staðar í vestur heimi.... illu heilli þá þruakaði þetta lið og sjáiði hvað við höfum í dag.... the greatest nation in the world......!!!!! merkilegur andskoti......

ég bendi þó mönnum á að örvænta ei því senn líður að því að her sameinaðrar Evrópu svari fyrir sig og sýni þessum spikfeitu maníódepressívu vitleysingum í BNA hver ræður þessum heimi!!!! ekkert hvítt rusl í bílstjórasætið á heimrútunni!!!!! ´

Sá í fréttunum í gær að Dabbi Odds er kominn úr tjillinu... vonum að kalinum líði betur.... skemmtileg tímasetning hjá honum að koma aftur og skora stjórnarandstöðuna á hólm í frétturnumn á Rúv.... er ekki einmitt búin að vera sú umræða í gangi að Dóri Gríms hafi aldrei verið óvinsælli..... í rauninni treystir honum enginn.. ég er annsi hræddur um að Jónas kallinn frá Hriflu sneri sér við í gröfinni ef hann vissa hvaða steypu menn í hans gamla flokk eru komnir í..... persónulega held ég að heppilegast væri að leggja hann bara niður.. við Samfylkingarmenn getum alveg notað nokkra óákveðna og ósammála menn sem hafa engar skoðanir og eru almennt ómálefnalegir.....því hjá okkur skipta málefni og skoðanir engu máli... bara fjöldinn....!!!!

Anyways ... svefnlaus nótt að baki styttist í ritgerðarskil.....´búinn í ræktinni.... og svo árshátíð á morgun. allt á réttri leið.

kv
Gautur

mánudagur, febrúar 14

KLÁM

Er ei blautur beitill minn,
brúðarnautur Freyju.
Kemur grautur einatt inn
í opið skaut á meyju.

Nautnabrunnur bíður hér,
brátt mun kunnur verða.
Liggur Unnur undir mér
í æskufuna'að serða.

miðvikudagur, febrúar 9

Græn súperfæða og aðrar fjárfestingar

Hef nú setið sleitulaust við í sólahring er að fara að skila ritgerð um milliliðalausa sönnunarfærslu í refisréttarfar(Vei.. eins og einhver myndi eflaust orða það) gerði reyndar hlé á vinnu minni til að fara í ræktina í morgun.... held að ég sé orðinn eitthvað geðbrenglaður.... kannski ekkert meira en venjulega.. beinist bara að öðru..... hef ákveðið að hefja inntöku grænu súperfæðunnar og hörfræja að ný.... leitast við að komast í nánd við andan gegnum líkamlegar píslir .. það finnst mér nóbúll.......
.... er enn að jafna mig eftir að hafa tekið mér far með tímavélinni síðastliðið föstudagskvöld...... get svarið það maður fór mörg ár aftur í tíma.... stór fínt...... takk fýrir það ´Krummi!....
... Fjárfesti í gær... hehe keypti mér 100 ára gamlan bíl... fyrir slikk... er orðinn alvöru kommunisti.... trúi ekki á markaðshyggju samfélagsins..... þetta er svona Volvo landbúnaðarvél á aldur við mig sjálfan..... gef honum 7 daga líftíma... allt fram yfir það er sigur...... held að hann hafi sama framleiðslu ár og Kúkurinn hans Einsa....... hvað hef ég ekki alltaf sagt maður er nú hrikalega sleipur í bísnes...... er einmitt á leiðinni á Umferðastofu að hitta Mósann hef mesta áhyggjur að þeir hendi manni niður af svolum eða niður stigaop til að undirstrika hætturnar íumferðinn...P.s sá einhvern upplýsingafulltrúa Umferðastofu í Kastljósinu.... mósinn´ætti svo miklu betur heima þarna......... hann hefði örugglega jarðað þessa nefstóru tuðru með rauðubrjóstin (innskot Kristjáns Jóhannssonar) og taugaveiklaða bókmenntafræðinginn sem getur ekki setið kjurr (óþolandi gaur þessi Kristján í Kastljósinu.)

Alltént...
Allt að gerast
BRB
Kveðja
Pattinn

mánudagur, febrúar 7

Af gamlingjum og öðrum

Sælir plebbar
Vildi bara þakka fyrir síðast. Gott og skemmtilegt FUGO djamm með tilheyrandi vitleysu, ég allavega skemmti mér konunglega. Sérstaklega fannst mér fyndið þegar Teitur gubbaði á skónna sína, alltaf klassískt.

fimmtudagur, febrúar 3

AF SAKBITNUM FEITABOLLUM!

....ætli sé ekki komið gott af þessum einræðum mósagríssins... þetta gæti nú alveg drepið Mörð Árnason úr leiðindum (NB hann var ritsjóri íslensku orðabókarinnar!!!!!!!!!!!), verð þó að hrósa Mósanum fyrir saurgrínið hérna um daginn það var alveg hreint bráðskemmtilegt.
.... biðst afsökunar á fjarveru minni hef verið að einbeita mér að spíritistma og kriplujóga. Er ekki frá því að þetta sé bara ð gera einhverja magnaða hluti.
... Pattinn hefur tekið U beygju .... er farinn að stunda ræktina kl 6 á morgnanna... þetta var fyrst hræðileg kvöl og pína þreytan var yfirgegnileg.... nú er þetta bara viðbjóður... sem sagt allt á réttri leið.... mæli samt með því að menn fari frekar i ræktina seinnipartinn. Á morgnanna eru nebblilega bara tvær týpur af fólki 1. geðsjúku líkamsræktartröllin sem koma hoppandi á rassinummeðan sunnanandvarinn blæs gegnum eyrun á þeim..... sólbrúnir og vinalegir soldið svona eins og hamingjusamir bangsar. 2. Feitabollur með samviskubit, þetta er fólkið sem strengdi áramótaheitið í kjólinn fyrir næstu jólin, en er strax komið með móral yfir að hafa keypt sér árskort í ræktina. Greinilegt að það hefur allt legið í namminu kvöldið áður og kemur svo sakbitið í ræktina. Þessi umkomulausu grei kjaga svo á hlaupabrettum þannig að lýsið flæðir. Eldrauðar sakbitnar feitabollur eru svona rauði þráðurinn í þeim selskap sem ég hef þarna í rætkinni. Var nú reyndar hálf semykur í fyrsta tímanum þegar ég hitti einkaþjálfarann minn en var þar kominn einginn annar en Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi.... þannig að það fer nú sennilega að líða að því að ég meiðist ..... ég meina maðurinn getur ekki einu sinni gert æfingarprógramm fyrir sjálfan sig.........
.... altént halakka til að sjá FUGO-menn og spúsur hjá mósanum...

over and out

Pattinn

Ammælisveisla

Mósagrís er að verða hundgamall, 25 ára, jibbí jei. Aldarfjórðungnum verður fagnað með teiti og Teiti og ykkur hinum líka sem komist. Einsa er ekki boðið því hann er í Danmörku og ég veit að hann ætlar ekki að bjóða mér í ammælið sitt. Við drekkum samt allaveg nokkra bjóra fyrir einsann.
Ýmir sér um skemmtiatriðin í veislunni, verður maðal annars með uppistand og söngatriði úr Línu Langsokki, og svo er ég búinn að skipuleggja samkvæmisleiki og mun enginn verða svikinn af hinum sígilda stólaleik og fleiri gömlum góðum leikjum. Frúin er í óða önn að baka kökur og verður boðið uppá kakó og gos fyrir þá sem vilja sleppa sér aðeins.
Hlakka til að sjá ykkur