....ætli sé ekki komið gott af þessum einræðum mósagríssins... þetta gæti nú alveg drepið Mörð Árnason úr leiðindum (NB hann var ritsjóri íslensku orðabókarinnar!!!!!!!!!!!), verð þó að hrósa Mósanum fyrir saurgrínið hérna um daginn það var alveg hreint bráðskemmtilegt.
.... biðst afsökunar á fjarveru minni hef verið að einbeita mér að spíritistma og kriplujóga. Er ekki frá því að þetta sé bara ð gera einhverja magnaða hluti.
... Pattinn hefur tekið U beygju .... er farinn að stunda ræktina kl 6 á morgnanna... þetta var fyrst hræðileg kvöl og pína þreytan var yfirgegnileg.... nú er þetta bara viðbjóður... sem sagt allt á réttri leið.... mæli samt með því að menn fari frekar i ræktina seinnipartinn. Á morgnanna eru nebblilega bara tvær týpur af fólki 1. geðsjúku líkamsræktartröllin sem koma hoppandi á rassinummeðan sunnanandvarinn blæs gegnum eyrun á þeim..... sólbrúnir og vinalegir soldið svona eins og hamingjusamir bangsar. 2. Feitabollur með samviskubit, þetta er fólkið sem strengdi áramótaheitið í kjólinn fyrir næstu jólin, en er strax komið með móral yfir að hafa keypt sér árskort í ræktina. Greinilegt að það hefur allt legið í namminu kvöldið áður og kemur svo sakbitið í ræktina. Þessi umkomulausu grei kjaga svo á hlaupabrettum þannig að lýsið flæðir. Eldrauðar sakbitnar feitabollur eru svona rauði þráðurinn í þeim selskap sem ég hef þarna í rætkinni. Var nú reyndar hálf semykur í fyrsta tímanum þegar ég hitti einkaþjálfarann minn en var þar kominn einginn annar en Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi.... þannig að það fer nú sennilega að líða að því að ég meiðist ..... ég meina maðurinn getur ekki einu sinni gert æfingarprógramm fyrir sjálfan sig.........
.... altént halakka til að sjá FUGO-menn og spúsur hjá mósanum...
over and out
Pattinn
fimmtudagur, febrúar 3
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli