.....ég er þó ekki viss um að það hafi verið hann!
Held að kallinn á efrihæðinni(nei ekki þessi með heimabíóið heldur GUÐ.. fávitinn þinn) sé eitthvað að klikka... mig er nefnilega búið að dreyma um að komast til Lúndúna í þó nokkurn tíma... og hef ég verið iðinn við að óska mér þess og heita á mig... og viti menn ég er ekki frá því að það votti fyrir að óskin verði uppfyllt.... nei nei ég er ekki að fara til London .... en ef litið er út um gluggan get ég ekki betur sé en að Londonin sé bara að koma til mín.... því eins og allir vita að ef Abraham kemst ekki til fjallsins verður hann bara að senda eitthvern brjálæðin að sækja það! Ég er sem sagt að njóta mín í Lundúnaþokunni í Reykjavík þessa daganna að krúsa á Sóta.
...Sóti er ´sum sé bíllinn minn... sem er eftir síðustu heimildum mínum .... löggiltur fornbíll...... hahah hann er sum sé ekki lengur gömul drusla heldur sagnfræðileg heimild um horfna tíð. FRÁBÆRT.... nú verður gert endalaust grín að mér..... en það er samt skemmst frá því að segja að við Sóti erum að ná gríðarlega vel saman...... reyndar er hann svoldið frekur á fóðrið en tja .. hvað getur maður gert .. þetta er náttlega ástríða að aka um á fornbíl....Fór einmitt á Sótanum í ræktina í morgun (kl 6 NB)..
....Í ræktinn er mikið um sveitt fólk ... eins og ég hef áður komið inn á...... hef komist að því af biturri reynslu að margir lykta!!! (í merkingunni stynka)....... Ég er nú að eðlisfari frekar klíjugarn maður.... en fátt veit ég í heiminum verra lyktarskyninu en súr táfýla og svipaður viðbjóður........ það er sem sagt orðið að daglegri kvöl og pínu hjá mér að finna hlaupabretti sem er í hæfilegri fjarlægð frá kafloðnum svitastorknum viðbjóðum...... en það virðist vera sama hvað ég reyni allt kemur fyrir ekki ..... lendi alltaf við hliðina á fóki sem hefur ekki farið í bað í viku..... sumt af þessu liði sér maður fara beint út úr búningsherberginu......án þess að sturta sig.... ekki furða að það lykti eins og púngur......
Þakka gríðarlegar viðtökur við síðasta pósti mínum... veit nú ekki betur en Mósi ljósi hafi verið að væla um dræmar undirtektir um daginn.. svo þegar maður tekur sig til þá hverfa menn bara..... þetta er ekki eitthvað boðhlaup þar sem ein heldur þessu gangandi í ákveðin tím asvo er skipt... nei við erum að tala um samskipti......
Annars skiptir það ekki öllu ... mér finnst ekkert tiltökumál að blaðra hérna við sjálfan mig...... það er sennilega eini hlutsandinn sem hefur áhuga á að hlusta á mig og dýrkar mig skilyrðislaust.....
kveðja.....
G
mánudagur, febrúar 21
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli