..Það var síðla kvölds þriðjudaginn 22. febrúar á ég hélt í örlagaríka ferð, stundin var kominn til að mæta örlögunum. Ég hélt út í næturhúmið... ræsti Sóta og brunaði( tja eitthvað í þá áttina alltént) út í dimma þokuslæðuna sem hefur legið yfir borginni lungað úr vikunni. Ég var á leið til funda við mikinn snilling hinna æðri lista... andans mann sem sér fegurð og hamingju í tilverunni... útilokar grimmd og hatur en einblínir á blómin í deginum..... jú mikið rétt ég var á leið til Krumma.
.. Í stuttu máli þá var þetta kvöld algjörlega sigur andans..... yfir efninu... hvað á ég við með því ... þarna kem ég inn blautur bak við eyrun ..(ein sog líklega flestir þegar kemur að listmálun!!!) með eitthvað málningardrasl sem ég átti niður í geymslu..... en nei nei hvað blasir við mér .... inn í skúrnum er Krummi bara búinn að innrétta 100 fermetra gallerí með sýningarsal og módelaðstöðu....Þar sem ég stendi í dyrunum hálf skömmustulegur með málaradraslið mitt sé ég hvar meistarinn stendur mitt í hafi dýrindis áhalda til listsköpunar.... striga hrúurnar ná upp í loft.... hvílík afköst, hvílíkt mikilmenni hugsa ég og verð skyndilega pínulítill langar mest að hverfa.... en það var of seint andansmaðurinn(krummi) hafði komið auga á mig....
" OOOO bon journo Picasso!!" galar hann og tekur sopa af sérríglasinu...
"velkominn í þessa ömurlegu kompu mína"segir hann með yfirkeyrðu glotti.
Hann lítur snöggt á mig og sveiflar um sig þykkum loðfeldinum.... gegnur hröðum skrefum til mín.....og segir
" HVAÐ ER þETTA PICASSO..... hvaða ömurlega drasl ertu með... þetta er nú bara eitthvað eingíent sjitt
"HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH"
"þú málar ekki mikið með þessu......"
Mig langaði að hverfa...... meistarinn sneri sér undan og ég reyndi í örvæntingu að hlaupa í átt að hurðinni..... en þegar ég er í þann mund að komast að hurðaropinu skellur hurðin aftur, beint á nefið á mér..... ég sný mér hægt við hinumegin í stúdíóinu stendur meistarinn og skellihlær HAHAHAHAHA NEI PICASSO Nú málum við!!!!!!!!!
Leiftur snöggar hreyfingar meistarans gefa til kynna að hann sé byrjaður að vinna... á örskammri stundu hefur hann skapað enn eitt listaverkið..... ég er bara búinn að klessa svörtum hring á strigann..... meistarinn hlær..... ég geng sneytur út, játa sigur....... þetta var sigur andans yfir efninu... ég verð að játa að það er ekkert sem ég þoli eins illa eins og svona nó it all listamen sem halda að þeir séu betri en maður sjálfu.... en svona er þetta ... ég get alltént huggað mig við að alla vega þessa einu kvöldstund leið mér eins og ég væri sérstakur....hvers vegna?.... jú ....í stuttan tíma var ég spesjal... ég nam við fótskör meistarans...
miðvikudagur, febrúar 23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli