Mósagrís er að verða hundgamall, 25 ára, jibbí jei. Aldarfjórðungnum verður fagnað með teiti og Teiti og ykkur hinum líka sem komist. Einsa er ekki boðið því hann er í Danmörku og ég veit að hann ætlar ekki að bjóða mér í ammælið sitt. Við drekkum samt allaveg nokkra bjóra fyrir einsann.
Ýmir sér um skemmtiatriðin í veislunni, verður maðal annars með uppistand og söngatriði úr Línu Langsokki, og svo er ég búinn að skipuleggja samkvæmisleiki og mun enginn verða svikinn af hinum sígilda stólaleik og fleiri gömlum góðum leikjum. Frúin er í óða önn að baka kökur og verður boðið uppá kakó og gos fyrir þá sem vilja sleppa sér aðeins.
Hlakka til að sjá ykkur
fimmtudagur, febrúar 3
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli