Mikið er nú notarlegt að vera námsmaður, klára eitt stykki ritgerð finnast maður vera að gera góða hluti. Vinna bara helst ekki, glöggva sig í góða skáldsögu að loknum erfiðum degi á bókasafninu. Rölta og fá sér tvöfaldan latte og njóta líðandi stundar. horfa á stöku norðurljós. Fá sér pínu bjór, spjalla um stjórnmál, taka skák. Fara í ræktina þegar bumban er farin að verða aðkallandi verkefni. Já þetta er nú frekar næs djobb sko. Svo má starfa við þetta hvar sem er í heiminum. Allstaðar eru námsmenn. já maður ætti ekki að kvarta neitt rosalega mikið......... stundum er tilveran nú bara skömminni skárri en maður gerir sér grein fyrir.
kv
Gautur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli