þriðjudagur, október 25

Öldrunarvandamál Pattans


Eins og glöggum lesendum FUGO ætti að vera ljóst er maður orðinn 25 ára gamall og gott betur. Og er ég ekki frá því að aldurinn sé farinn að segja til sín. Minnkandi hárvöxtur á höfði á kostnað aukins hárvaxtar annarsstaðar, sem er nátturulega verulegt sjokk fyrir hárlausa manninn sem fékk ekki skegg fyrr en um tvítugt. Auk þess hef ég orðið var við að ég er farinn að blása út eins og púkinn á fjósbitanum. Ég sit hérna allan daginn og læri og hlusta á mig fitna! þetta er alveg skelfilegt ... svo lítur maður í spegil einn góðan veður dag og þá er maður bara SPEKFEITUR með loðin kallabrjóst eins og gömlumennirnir í sundi sem eru bara einsog þeir séu í loðnum brjóstahaldara. NEI ó NEi þetta læt ég ekki fyri mig ganga... nú hefst líkamsræktarátakið enn á ný...í kjólinn fyrir jólin !!!! þori, vil og get!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er þetta ekki krummi þarna með hattinn