fimmtudagur, október 27

Kaffihúsaferð

Er á leið í kaffiþamb! Vonandi held ég sönsum! það þarf mikið átak til að koma sekknum mér út úr húsi í svona frosthörkum þar sem hvert bein í líkamanum stirnar þegar út er komin.. en hvað er maður ekki tilbúinn að leggja á sig til að finna unaðslegt kaffiþvagið renna ljúflega um kverkar. Fátt kætir sál Íslendingsins meir en vel lagað kaffiþvag. Hef alltaf verið pínu hrifinn af kaffihúsahangsi, linkar mann við eitthvað bóheimsgen sem býr í okkur öllum, var samt iðnari við kolann hér í eina tíð þegar.... minna var um skyldur og tími til hangs var nægur er ég he´r að vitna til 4 ára sem eitt var við hangs í elsta menntasetri landsins við lækjargötu og er þá ekki átt við Kebab-húsið þó það sé gott til síns brúks. Maður er kominn svo langt frá bóheimískum kaffihúsarótunum að ég veit ekki einu sinni hvert svona kallar eins og ég eiga að fara til að stunda slíka iðju. Tja ég verð sennilega bara að spila eftir eyranu og vona að maður rambi inn á réttu staðina, síðast þegar ég fór á kaffihús um daginn rambaði ég inn á Hressingarskálann en ég var ekki fyrr sestur en einhver daufdumbur trúbadúr hóf að þenja raust sína..... ekki hefði sá ágæti piltur upskorið mörg prikin hjá þeim Siggu og Bubba í ætdolinu en hefði kannski fengið simpatíu hjá Palla. En feiti gaurinn hefði pott þétt sagt honum að fara aftur á bóndabæjinn og jarma bara áfram með hinum kindunum. Magnaður andskoti svo var allt keyrt í botn og gauri veinaði Brittney Spears eins og stunginn grís við gríðarlegan fögnuð viðstaddra... það er skemmst frá ´því að segja að gamla bóheimnum var nóg boðið og varð frá að hverfa eftir hálfan bolla af kaffi.... ég krosslegg mínar fingur að það gangi betur í kvöld .... þþað er að segja ef ég frís ekki í hel á leið frá bílnum að bollanum.....

Þakka þeim sem hlýddu

Góðar stundir

Gautur

Engin ummæli: