mánudagur, janúar 30

þorramatur og heyrnleysi

Eyddi lunganu úr deginum í að leita að höfðustöðvum Byggingarfélags námsmanna. Eins og það ætti ekki að vera auðleyst vandamál fyrir gáfumennið mig. Mér var tjáð að BN væri til hús á Laugavegi 160, en þá tóku málin að vandast þar sem ekki virtist vera til neitt hús með því númeri. Eftir að hafa ráfað stefnulaust um ganga þjóðskjalasafnsins ( sem er laugavegur 162) í þeirri veiku von að þar leyndist umrætt byggingarfélag einhverstaðar.Tropmaðist ég og hringdi foxillur í 118. ( heimskulegt hvernig er svarað í símann hjá 118, Já ............góðan dag.... þetta já nafn á kompaníinu er alveg út í hróa hött.) Ég spurði aftur um heimilisfangið og þá sannaðist endanlega fyrir mér að ég er farinn að tapa heyrn.. nei vinur það er á laugavegi 66!!!!! ANdskotinn er þetta!!!!

Alltént komst klakklaust frá þessari þolraun sannaði bara enn frekar fyrir mér hversu treggáfaður undirritaður er á köflum.

Það rifjaðist upp fyrir mér seinnipartinn í dag að ég er víst í skóla..... maður þarf víst eitthvað að lesa í því... er búinn að vera í einhverrri fokkings verkefna vinnu í mánuð.... og er örugglega búinn að gleyma listinni að lesa..... er alla vega ekki að nenna því..... bölva vitleysingnum sem tók ákvörðun um að lögfræði nám þyrfti að vera fokkings 5 ár!!!! ætli það sé ekki bara alvarlegt stig af skólaleiða að segja til sín... en þetta lagast örugglega á næstu dögum þar sem ég er að fara að hella mér út í vinnu..... gripið verður í hamar og innréttuð eitt stykki kafffibrennsluverksmiðja.... það er nú ekki mikið mál.. svona í og með þessu blessaða meistaranámi mínu.....

sjitt hvað mig er ekki farið að langa í þorramat... var spurður að því í dag hvort mig væri ekki farið að lengja eftir þorramat... og góðu þorrablóti..... ég man ekki betur en það eina sem hægt er að koma ofan í sig á þorrablóti sé brennivín... og þá vel kjælt... en eftir að ég fann guð og hætti að drekka þá er lítið erindi fyrir mig á slíka samkomu....... hef einu sinni tekið vel´á því á þorrablóti og var það á spáni forðum daga..... þá át ég heljarinnar ósköp af rengi og hákarl svona til að impressa spanjólana sem voru með okkur.... man ekki betur en blótinu hafi verið margfrestað þar sem skjittið komst ekki í gegnum tollinn það var ekki fyrrr en íslendingafélagið hætti að segja tollinum að hér væri um matvæli að ræða en bar fyrir sig að þetta væru eiturefni sem nota ætti ímálningarframleiðislu sem að þetta komst í gegn.... svona var það nú í gamla daga....jamm jamm jamm

kv.

Gautur

sunnudagur, janúar 29

RISAsmá íbúð í hlíðunum!

Sit hér á og er að telja flísarnar á gólfinu heima hjá mér. Jamms rétt til getið mér leiðist. Ótrúlega skrítin tilfinning að láta sér leiðast. Eitthvað sem ég er ekkert sérstaklega mikill fræðingur í. Hef aldrei átt í neinum sérstökum vandræðum með að eyða tíma í the exclisive company of my self. Er MJÖG iðinn að eðlisfari og hef því ALLTAF fundið mér eitthvað að gera. Var eiginlega búinn að gleyma þessari tilfinningu. En það rifjast upp fyrir mér núna afhverjuég gerðist svona lúsiðinn. Þetta er nátturulega alveg mannskemmandi helvíti þessi leiði. Einhvern veginn ekkert sem maður getur fest sig við það er eins og hugurinn sé einbeittur í að láta tímann vera lengi að líða. Ég er búinn að reyna allt. ekkert virðist virka. Get ekki einu sinni lesið (þá er ég ekki að tala um námsbækur) og þá er nú fokið í flest skjól. MENTAL NOTE gera eitthvað skemmtilegt!!!! áður en ég dey.

Að öðru Pattinn er kominn á spennann, var að fá inni á´stúdentagörðum í dvergíbúð sem ku vera RISAsmá(sem að mér finnst nú vera orðskrípi sem hefur orðið til á breinstorm fundi hjá Hvíta húsinu( en á vissulega vel við í þessu samhengi))! Téð íbúð er í Bólstaðahlíðinni sunnan Fréttablaðs. Á reyndar eftir að tjekka frekar á þessu en get ekki betur sé en að ég fái hana á fimmtudaginn. Þannig að ætli maður neyðist ekki tilað fara að vinna eða eitthvað til að maður þurfi nú ekki að lifa á núðlum í Hlíðunum. Forláta bjórkælir fylgir íbúðinni og eru´FUGO menn hvattir til að láta sjá sig prófa gripinn.

Pattinn ætlar að skipta um bíl. mér finnst yarisinn óþarflega stór og eyðslufrekur þannig að ég ætla að smella mér á svo sem einn AYGO ( sem er einmitt líka RISAsmár....það er frábært) einn galli er að ég á eftir að athuga hvort að ég kemst inni í gripinn, ekki víst að við séum að dansa þar sem ég er nú óþarflega langur í annan endann.

Hvernig er það Teitur á ekkert að fara að standa við stóru orðin og bjóða manni í FONDÚ???? ég bara spyr?

Ykkar einlægur

Gautur

föstudagur, janúar 27

Fréttastofa FUGO sér um svörin

Eftir óljós og loðin svör við fyrirspurnum FUGO manna um raunverulegan tilgang ferðar Trölla til vesturheims ákvað Fréttastofa FUGO(FSF) að kanna málið nánar.

Rannsóknarblaðamenn FSF höfðu heimildir fyrir því að þetta hefði verið vinnuferð og var því spurst fyrir hjá höfuðstöðvum 66° Norður um ferðir tröllsins. FSF-mönnum kom mikið á óvart að engin kannaðist við kappann þar á bæ og það var ekki fyrr en við rákumst á samlokustrák að nafni Marínó sem við fengum fyrstu vísbendinguna. "Ýmir...já bíddu, er það ekki gaurinn á lagernum í Rammagerðinni?". Mjög undarlegt mál sem ákveðið var að kanna nánar. Samkvæmt upplýsingum frá Marínó höfðu hann og Trölli fengið að vera kylfusveinar á einhverju golfmóti um árið.

Næst voru athuguð tengsl hans við mann að nafni Snæbjörn. Téður Snæbjörn segist vera doktorsnámi í Baltimore, en við nánari eftirgrenslan komumst við að því að hann væri einnig þekktur á næturklúbbum bæjarins undir nafninu Bóbó og væri um þessar mundir að reyna að opna útibú fyrir "The Boiler Room" í Baltimore undir nafninu "The BÓBÓ Room", en Jói Diskó ku hafa bent honum á staðinn á ferð sinni um Nýju Jórvík.

FSF leitaði ákaft að einhverjum gögnum sem gætu stutt frásögn Trölla um dvöl hans erlendis, en það var ekki fyrr en við rákumst á þetta sem við fórum að gera okkur grein fyrir því að téð ferð og dulúðin sem umlykur hana er aðein brot af mun stærra samsæri.

Hver er Bóbó? Hver er maðurinn á bak við Ými á myndinni? Er Marínó bara samlokustrákur eða sér hann líka um gosdrykki? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður reynt að svara í næsta pistli.

þriðjudagur, janúar 24

Genius!

Hah, ég er snillingur!!! En þið?

mánudagur, janúar 23

Crap!!!

Ég er maður búinn mörgum göllum, ég skal vera manna fyrstur að viðurkenna það. Það er þó í einu sporti sem ég virðist gjörsamlega gerilsneyddur einhverjum hæfileikum og kunnáttu öðru fremur, og það er að rata um. Ég meina fjandinn, ég hef aldrei skilið hægri/vinstri dæmið alminnilega hvað þá að rata um götur bæjarins.
Ok, frábært. Núna voru að koma til landsins einhverjir merkismenn frá BNA sem eiga að skoða einhver fyrirtæki og fara á fundi um allan bæ. Í ljósi þess að ég er viðskiptagúrúinn í sendiráðinu fara ég og minn ameríski yfirmaður með á þessa fundi. Menn eru mjög stressaðir hér á bæ að allt gangi vel til að sýna þessum merkilegu plebbum að við séum nú flottir hérna líka. Þess vegna á ég að vera dræverinn, jú, þar sem ég er nú Íslendingur og búið alla tíð í Reykjavík þá hlýt ég að rata útum allt og geta komið þeim á rétta staði hratt og hnökralaust. Crap!!!
Ég meina kommon, þeir hefðu getað beðið mig að mála tindáta eða hnýta flugu, ég er góður í svoleiðis sjitti, but nooo ég þarf að vera ratarinn og koma upp um mig sem algjört fífl. Æðislegt.

laugardagur, janúar 21

FUGO í Laugum

Jæja nú er komið að því á mánudaginn geta áhugasamir borið FUGO félga augum í ræktinni þar sem árlegt heisluátak hefst... stefnan er sett á mekka svitaiðkunnar á Íslandi WC. Var að pæla milli 7 og 8 áhugasamir endilega koma með. Svo reynum við að jumpstarta hjartanu og þolinu, gæti verið erfitt. Stefnan settt á að spígspora spengilegir um hvítarstrendur Miðjarðarhafsins í sumar.

Bið spenntur eftir ða menn lænist upp í þetta verkefni!

sjáumst á mánudaginn ferskir kl 7

kv

Gautur

þriðjudagur, janúar 17

Myndir úr jólagleði FUGO


Mikil stemming var í mannskapnum í jólagleði FUGO manna, meðfyglgjandi er ein af fáum hópmyndum sem til er af mannskapnum, á myndina vantar þó Helgu (verðandi frú.)
á myndinni eru talið frá hægri, Krummi, Teitur, Ýmir, Orri og Einar ( eitthvað að tjekka á Johnson)

mánudagur, janúar 16

Og Drottinn blessaðir hommann.....

Enn logar okkar evangelísk-lútherska þjóð­kirkja í illdeilum. Merkilegt með þessa sjálfskipuðu friðarstofnun, að hún geti aldrei verið til friðs. Og í þetta skiptið geta þjónar drottins ómögulega gert upp við sig hvort leyfa skuli kirkjuleg brúðkaup kynvilltra, hvort þeirra sé í raun Guðs ríki og sambönd þeirra yfirleitt honum Guði okkar þóknan­leg. Hann er sannlega vandrataður, vegur dyggðar.Þetta er auðvitað óttaleg hræsni. Í raun ættu blessaðir kynvillingarnir að ganga fyrir við slíkar athafnir — þeir eru í öllu falli sæmilega heiðarlegir gagnvart guði og mönnum.
Annað en sumir.Hvað ætli kirkjan sé búin að gefa saman marga heiðursmenn og —konur, illa farin af munalosta, skógirnd og kvaladýrkun? Klæðskiptingar, leðurelskendur og strípalingar, allir eiga þeir greiðan aðgang að altarinu og þurfa ekki að svara aukateknu orði fyrir blæti sín og fýsnir, hversu öfugyggðir sem þeir kunna að vera.Já ef kirkjan hefur áhyggjur af óeðli og viðurstyggð þá ætti hún nú ekki að einblína á nokkur velmeinandi hommagrey og ástsjúkar lesbur. Því sannlega segi ég ykkur, heilu swingklúbbarnir hafa verið blessaðir í bak og fyrir í nafni Krists og kærleik hans. Og öfugeðlið leynist víðar — og í raun víðast hvar. Nýgift pör eru varla gengin út kirkjuskipið þegar þau eru farin í bullandi sleik fyrir framan aldraðar ömmur og afa sem finnst það bara sætt. Svo brunar þetta spólandi kynótt og fimbulgratt beinustu leið í eitthvert vegkantslostabælið vopnuð hvers kyns hjálpartækjum og —kokkum og hálfdrekkja hvort öðru loks í sleipiefnum og unaðsolíum.

Já þá bið ég nú frekar um blessaða kynvillingana. Í guðs bænum leyfið þeim að koma til ykkar segi ég nú bara, þið vitið í öllu falli hvar þið hafið þá.

Tilhlökkun er hættuleg

Kolli litli er búinn að suða í mér að standa að pókerkvöldi í rúma þrjá mánuði. Í hvert skipti sem ég tala við hann nöldrar hann "hvenær er póki?" "spurðu strákana hvenær það er póki" og þar fram eftir götunum. Loksins gat ég fært honum þær gleðifregnir að það yrði pókað þann 14. jan.
Kolli litli var að deyja úr spenningi alla vikuna fyrir hið margrómaða kvöld. Hann talaði um að nú skyldi sko pókað alla nóttina og menn gætu ekki beilað á þessu mikla póki of ages sem í vændum var.
Svo rann stóri dagurin upp. Klukkan nálgaðist pók og Kolli litli var orðinn alveg viðþolslaus af tilhlökkun og var kominn með magapínu af spenningi. Klukkan sló hálfníu og menn mættu í hús, reddí geimið, allir nema Kolli......
Kolli greyið kom kortéri of seint, hann hafði víst gubbað af spenningi, en sagði að allt væri í lagi og vildi ólmur byrja að spila.
Spilið byrjaði vel, ágætar summur skiptu höndum og góðar og gamlar sögur sagðar og menn hlógu dátt. Mikið var gert grín að Gubba Nerg því hann var sá eini sem mætti ekki. Kolli var manna háværastur, gerði mikið grín og lét eins og alvöru hýena, í svona hálftíma eða svo.
Skyndilega heyrist "Hva´eí ´ottium ákar?". Við hváðum og litum á Kolla þar sem hann sat eins og amaba með útlimi í stólnum sínum. "Þegiðadna o gemmér síaettu" heyrðist frá hrúgunni sem eitt sinn var kölluð Kolli. Eftir þrjá bjóra og mikla spennu hafði Kolli foldað, hann var búinn greyið litla og fór inn að sofa um miðnætti.
Maður verður að passa sig þó að mar hlakki til, það er hættulegt að láta spennuna fara alveg með mann. Þetta er eins og um jólin þegar hann var búinn að hlakka svo til að fá rjúpur að hann fékk magapínu og gat bara borðað kókapuffs í jólamatinn.

Chuck Norris dagsins

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er Chuck Norris átrúnaðargoð FUGO. Njótið

Some people wear Superman pajamas. Superman wears Chuck Norris pajamas.

It takes Chuck Norris 20 minutes to watch 60 Minutes.

Chuck Norris CAN believe it's not butter.

sunnudagur, janúar 15

Lífið er gott

Mikið skelfing er lífið gott eitthvað þessa dagana..... já bara alveg ótrúlega þrælgott!!!!....

Ég tek þá sem buðsust til að fara með mig í ræktina á orðinu.... en þar sem þeir eru báðir vinnandi menn þá leggja til að þið ákveðið hvenær farið skal þar sem ég hef allan tímann í heiminum... spurning um að byrja eitthvert kvöldið í vikunni... ég er samt meira morgunhænsn!!!!


Nú komumst við í formið KOMA SVO!!!!!

föstudagur, janúar 13

Martin Luther King

Ég hef öðlast nýja sýn og virðingu á blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King eftir að ég fór að vinna hérna í sendiráðinu. Ég vissi svo sum að hann hefði verið nokkuð merkilegur og gert einhverjar gloríur í réttindamálum fyrir þeldökka í BNA en mig grunaði ekki hve mikil góðvild og göfugmennska einkenndi þessa hetju. Það góðverk hans sem að sannfærði mig um mikilfengleika mannsins sýnir í raun hversu mikill baráttumaður hann var. Hann fékk nebbla BNA menn til að gefa öllum frí þann 16. janúar(ku heita Martin Luther King Day) sem gefur mér þriggja daga helgi. All praise Martin Luther King. Fleiri svona duglega baráttumenn takk!

fimmtudagur, janúar 12

Skálaferð ofl. félagstengt

Skemmtinefnd hefur ákveðið að blása lífi í annars frekar fábreyttar uppákomur FUGO.

hugmyndir hafa verið uppi um að endurvekja þá hefð að fara í hinar árlegu skálaferðir sem hér í einatíð einkenndust af mikilli drykkju og gleði. Líklegra er að nú fari tími meira í að skoða barnamyndir og fasteignablaðið en gaman væri að fara í skála. Nefndin fer þess áleit við áhugasama að þeir skrái nafnsitt og mögulega helgi til að fara hér að neðan!

Einnig minnir skemmtinefnd á að kominn er tími á gott matarboð og ef áhugi er fyrir slíku er um að gera að ganga í málið.

mánaðarlegt bjórkvöld hefur einnig ekki sést lengi og mælist nefndin til þess að því verði kippt í liðin sem fyrst.

nauðsynlegt er að fara að skipuleggja veiði sumarsins ... panta og svona þannig að við getum tekið eina veiðiferð.. getum verið tveir á stön eða eitthvað .. enhver sem hefur vit á því kannski tékkar á þessu

Vonumst eftir góðum viðbrögðum og að sjálfsögðu eru allar hugmyndir vel þegnar. Sé áhugi fyrir hittingi ekki til staðar mun skemmtinefnd þegar segja af sér og láta kyrrt liggja. hins vegar er nauðsynleg tað menn fari að borga sín félagsgjöld til að auðvelda skemmtinefnd starfa sinn!

Bkv.
Nefndin

p.s mig vantar partner í ræktina til þess að ég drullist nú til að mæta...

Réttlæti

Alveg eruð þið fyrirsjáanlegir og þröngsýnir. Ég er ekki að segja að múgurinn eigi að ráða og hengja menn fyrir hitt og þetta(þó að það mætti nú rassskella ykkur fyrir stafsetningu), ég er einfaldlega að benda á að það hefur sýnt sig og sannað að réttarkerfið er að mörgu leyti vanvirkt þegar kemur að þessari tegund glæpa og mér líður satt að segja ögn betur að vita til þess að menn komist ekki upp með svona lagað.
Eins og ég sagði fyrr, sem að litli stuttbuxnadrengurinn virðist ekki hafa skilið, er að svona lagað má einungis viðgangast ef að viðkomandi aðilar eru vissir umfram allan vafa. Þetta er vissulega mannorðsmorð, en það má alveg myrða mannorð manna sem eiga það skilið í ljósi þess að það yfirvald sem á að vernda okkur og gæta okkar hagsmuna er ófært um það.

to whom it might concern

Minni á hint annað kveld kl 20:45 í Hnithöll Reykjavíkur gegnt Ölver (best að hafa svona location sem menn kannast við)

kv.

Íþróttanefnd.

p.s styttist óðfluga í gönguskíðamót FUGO sem og skálaferð!

uns sekt er sönnuð..

Ok, vissulega eru menn saklausir í augum laganna uns sekt er sönnuð, en það er hins vegar bara ákveðin hugmyndafræði. Ef ég drep einhvern þá er ég alveg jafn sekur um morð hvort sem ég komist upp með það eða ekki. Það er nefninlega ekkert erfitt að komast upp með þá glæpi sem þessi maður var sakaður um, og þá hefði hann fengið að vera saklaus það sem eftir er, sama hvort hann hefði gert eitthvað eða ekki. Nú tek ég fram að ég veit ekki hvort að hann hafi gert þetta eða ekki, ég er bara að spekúlera for the seik of argjúment.
Ef að DV vissi 100% að hann hefði misnotað unga drengi, þá tel ég það þarft þjóðfélagsverk að svæla slíka einstaklinga út. Ef þeir vissu ekki 100% þá var þetta níðingsverk og ótuktarskapur. Í mínum huga er þetta allt bundið við hvort fréttinn væri sönn eða ekki.
Réttlæti og lög eru nefninlega alls ekki alltaf það sama og að mínu mati eru alltof margir sem komast upp með viðbjóðslega glæpi vegna þess að menn eru vissulega lagalega saklausir þar til hægt er að sanna annað fyrir dómstólum. Ég samhryggist fjölskyldu þessa manns ef hann var saklaus og legg til að þeim sem stóðu fyrir þessu verði refsað á einn eða annan hátt, en ef hann var sekur þá segi ég bara good riddance og húrra DV. Nú er bara stóra spurningin, óháð hinum mjög svo skammsýna lagabókstaf, var gaurinn sekur eða saklaus?

miðvikudagur, janúar 11

Jónas Kristjánsson, hinn nýi dómstóll þjóðarinnar, er persone none grata í mínum huga.

Smá hausverkur handa ykkur....

Þessi þraut er búinn að svo að segja skemma daginn fyrir mér og gert það að verkum að ég hef ekki gert neitt í allan dag nema að horfa á teninga á skjá og pirrast á því að fatta ekki sjitt. Ég er reyndar loksins búinn að cracka þetta. Ég mana ykkur til að prófa, og ekki skvíla svarið í hina sem ekki geta.

þriðjudagur, janúar 10

GAMALL??


Ákvað að snyrta hár mitt aðeins og fór því að vanda og hitti feita kynvillta stílistan sem sér um hárdeildina hjá Pattanum. Þessi stofa ætti frekar að heita TONI&GAY.... Sá hýri var allur hinn kátasti og fór mikinn í frásögn sinni af skemmtilegasta áramótapartíi allra tíma. En þar sem ég sat þarna í mestu makindum nýkominn úr djúpnæringu að drekka minn soja latte. Spyr fitubollan hressilega "viltu svo ekki að ég reyni að klippa gráu´hárin í burtu." Fínt að gera það meðan þau svona staðbundin" Ég stirnaðu upp og frussaðu sojalatte-inu yfir spegilinn. Leit hvasst á þann feita og augun skutu gneistum. Ég stökk upp úr stólnum skallaði gapandi hálfvitann í gólfið reyf af honum skærin og klippti af honum annað eyrað og öskraði: "ÉG ER SKO EKKI KOMINN MEÐ GRÁ HÁR .....FÁVITI!!!" þetta var allavega það sem flaug í gegnum huga mér ...... En jú ég frussaði latteinu út um allt..... sá feiti hélt andlitinu og spurði hress "hvað það er nú alveg eðlilegt að vera orðinn pínu grár um þrítugt!!!!!!!!!!!!!!! fokkings hárgreiðslumenn..... gjörsamlega eyðilagði daginn fyrir mér. Er búinn að standa fyrir framan spegilinn síðan og reyna að sjá hvort að hann hafi ekki örugglega klippt þau öll í burut..... Svo er þetta aldurinn er að catch up with me....

Dagbók njósnarans

Í vikunni sem leið komu andófsmenn úr harðlínuhreyfingu ungra sjálfstæðismanna(e. little selfstanding men) í sendiráðið og voru með mótmæli og óeirðir. Til að bregðast við þessu áreiti hef ég skilgreint þá sem félag sem stefnir að því að velta stjórnvöldum BNA úr stóli með ólýðræðislegum tilburðum. Þeim verður brátt boðið í ferðalag með ómerktri flugvél til Dubai þar sem tekið verður við þá "viðtal".

Ég heyrði útundan mér að einhver væri að monnta sig af óförum mínum í hniti(e. coordinates). Merkilegt nokk þá er hefur sá hinn sami verið stimplaður kommúnisti og mögulegur hryðjuverkamaður auk þess sem hann ku hafa tengsl við ungliðahreyfingu vinstrisinnaðra öfgamanna(e. little equal men). Kæmi mér ekki á óvart ef hann skyldi rekast á Teit(e. Happy Bear) í Dubai.

Heyrst hefur af nýju afli í íslensku athafnalífi sem sendiráðið hefur mikinn áhuga á að kynnast nánar. Viðkomandi afl er einungis þekkt sem Tröllið(e. Ugly Troll Man) og var áður áberandi á síðum internetsins. Njósnadeild sendiráðsins er að leita að þessum huldumanni, en lítið hefur heyrst né sést til hans eftir fjandsamlega yfirtöku hans á Hitaveitu Norðurlands(e. 66° North).

Undir kufli

Talandi um hina merkilegu sendiferð íslanskra vormanna í sendiráð BNA þá vakti eitt mikla athygli mína. Þegar inn var komið litaðist ég um og reyndi eftir megni að hafa upp á Hr. Mósa en hann mun hafa byrjað í nýju starfi í sendiráðinu nokkrum dögum áður. Fann ég hann hvergi og spurði sendiherrann hvort hann þekkti ekki til hins nýja og efnilega starfsmanns Hr. Mósa (Dark Mósi eins og hann vill meina að njósnaranafn hans sé) Sendiherrann kannaðist ekkert við kauða! En viti menn á leiðinni út sá ég kallinn, upptekinn við mikilvægt skrifstofustörf í eldhúsinu. Olli mér nokkrum vonbrigðum að hann vildi ekki kannast við mig og forðaði sér í burtu. En mér tókst þó að smella einni góðri myndi af nýjast gagnnjósnara Íslands í BNA.
Lengi lifið grínið á kostnað mósans!
ERU MENN BARA ALMENNT DAUÐIR !!!!

laugardagur, janúar 7

Þankar

Ég fór með útsendara bandarísku leyniþjónustunnar í hið karmannlega sænskættaða sport hnit í gær. Það er skemmst frá því að segja að umræddur útsendari skeit í degið og reyndar langt upp á bak. Þetta var fínt þegar blóðbragðið og óstjórnlegi reykingarhóstinn var farinn þá vorum við félagar bara nokkuð sleipir.

Ég var búinn að skrifa langa grein um getuleysisrannsóknir og Teit, en var ekki nógu sáttur við það sem hefnd fyrir neðangreindan níð um mína persónu. Þannig að Herra T verður að bíða spenntur áfram. Talandi um herrra T. Þá var ég í sakleysi mínu að lesa blaðið rekst ég þá á skemmtilega grein þar sem meðfylgjandi er mynd af vonarstjörnum sjallanna og er herra T einmitt þar ásamt öðrum velættuðum sjálfstæðsæðismönnum og forsprökkkum ungliðahreyfinga þeirra sem landið munu erfa. Ég varð að sjálfsögðu spenntur og beinlínis trekktur að sjá þessa ágætu menn þarna, langaði að vita hvað þeim væri á höndum og því tók ég til við lesturinn og las allar 6 línurnar. Jú jú viti menn þeir félagar voru komnir til að taka af skarið og græja málin. Haldiði að þessir öðlingar hafi ekki bara sest niður og skrifað áskorun til Vetó ríkja öryggisráðsins( þeir sem eru að pæla hvað ég á við eru kjánar og skulu hætta að lesa hérna) um að stoppa nú þetta kreisíness þarna í Darfur..... klapp klapp klapp.... loksins ég hélt að SUS ætlaði aldrei að ganga í málið..... loksins verður þetta stoppað þegar þeir eru búnir að segja sitt álit og koma því til skila hahhhaha HELL YEAHHHHH

föstudagur, janúar 6

Enn eitt föstudagsglensið á kostnað gautsins!


Hvernig á að umgangst gautinn

Gauturinn (l. pattinn) er afar sjaldgæf tegund. Svo sjaldgæf að vísindamenn í Kent í Englandi höfðu áhyggjur af því að hann kynni að verða útdauður eftir nokkra áratugi. En vitið menn, gauturinn kom öllum á óvart og sannaði að hann er til margs vís og frumeðlið í honum sterk, hann gat af sér afkvæmi og eru vísindamenn í Bristol í Englandi enn að rannsaka atburðinn. Er þetta sennilega eina frávík sem vísindarmenn í Sloth í Englandi vita um að er frá þróunarkenningu Darwins um að hinir sterkustu lifa af. Í ljósi þessa og fleira er ljóst að gauturinn er afar merkilegur og því þarf að umgangast hann af stakri varðúð. Vart ber að taka það fram að gauturinn er alfriðaður, hvort sem það er í heimahúsum eða út í grænni náttúrunni.

Gauturinn er styggur. Svo styggur að á ákveðnum tímum árs hefur umhverfisráðuneytið í samvinnu við umhvefisyfirvöld í EB, gefið út reglugerð, skv. heimild í lögum 64/1994, um friðunartíma gautsins. En það eru mánuðirnir október, nóvember, desember, janúar, mars, apríl, maí og júní. Á þessum tíma er hollt að ónáða ekki gautinn af óþörfu. Gæti maður þá lent í því að gauturinn sé að læra, lesa fyrir próf, bíða eftir einkunum ofl. ofl.

Lífsvæði gautsins er mjög fjölbreytt og þrífst hann vel á flestum stöðum þar sem heitt er. Hann er nægjusamur og lætur sér í léttu rúmi liggja þó athafnasvæðið sé þröngt og lítð. Sé gauturinn sáttur við umhverfið er hann að jafnaði rólegur og léttur í lund. Sé röskun mikil á daglegri rútínu gautsins er hætta á því að hann verði órólegur og hrekkur í kút. Er þá gauturinn þá að jafnaði viðkvæmast fyrir utanaðkomandi áreiti.

Hegðunarmynstur gautsins er flókið og erfitt að átta sig á hverju hann byggir margar þær ákvarðanir sem hann tekur. Oft situr gauturinn spakur í skólahreiðri sínu við kringluna án þess að láta neitt á sér bæra svo dögum skiptir. Á mökunartíma er þessu öðruvísi farið og ekkert vatnsból nógu gott til að halda í gautinn lengur en ca 15 mín. í senn.

Að jafnaði er þó gauturinn félagslyndur mjög og mikið hópdýr. Á góðum stundum er hann hrókur alls fagnaðar og mikið skemmtanatröll. Honum er annt um sína nánustu og ekkert fær hann til þess gera öðrum í vistkerfi hans neitt illt.
Lengi lifi gauturinn!!!

Sturtuferðir

HVERNIG Á AÐ FARA Í STURTU EINS OG KONA:

Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar "óhreina-taus-körfur" Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni. Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið.Horfðu á sjálfan þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna. Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina:Andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn. Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.Þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.Notaðu Agúrgku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur.Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega.Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni. Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu.Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum. Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa. Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki. Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera út af við það sem þú finnur.Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Myndu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt.. og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í að klæða þig.

AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR:

Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá "vininn" í áttina að henni og segðu "Vúúííí". Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk" (sem þú ert ekki með.)Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum", gríptu um hann og segðu "Jú vonna pís of ðis beibí".Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka ? ekki nota hann ef þú rekst á hann.Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tíhíhíhíhí).Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til af því að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.)Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gosann", taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Sssjabúmm".Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í gær.

Góða helgi

gautur

Símsvarinn á Kleppi

NFF (Nýja fréttastofa FUGO) hefur lagst í mikla rannsóknarblaðamennsku og hefur spjótunum verði beint að aðbúnaði þeirra sem eru andlega vanheilir. Fréttamaður FUGO dvaldi í 24 tíma á Kleppi en lennti í vandræðum með að láta leggja sig inn ástæða þessa var símsvarinn. Skilaboðin á símsvaranum fara hér á eftir og eru viðkæmir varaðir við þessari lestningu

"Velkominn í þjónustusímann á Kleppi."

Ef þú þjáist af .. þráhyggju, skaltu ýta í sífellu á 1 ..

ósjálfstæði, skaltu fá einhvern til að ýta á 2 ..

klofnum persónuleika, skaltu ýta á 3, 4, 5 og 6 ..

ofsóknarbrjálæði, þá vitum við hver þú ert og hvað þú vilt. Bíddu á línunni svo við getum rakið samtalið ..

ranghugmyndum, veldu 7 og við gefum þér samband við móðurskipið ..


þunglyndi, þá skiptir ekki máli á hvaða hnapp þú ýtir - það svarar þér enginn hvort eð er ..

lesblindu, skaltu velja 696969696969 ..

taugaveiklun, skaltu fitla við ferninginn þar til einhver svarar ..

minnisleysi, skaltu velja 8 og segja nafn þitt, kennitölu, símanúmer, fæðingardag, heimilisfang, skónúmer og fullt nafn móður þinnar

óákveðni, skaltu skilja eftir skilaboð á eftir tóninum eða á undan tóninum eða á eftir tóninum.

skertu skammtímaminni, veldu 9 ..

skertu skammtímaminni, veldu 9 ..

skertu skammtímaminni, veldu 9 ..

skertu skammtímaminni, veldu 9 ..

fimmtudagur, janúar 5

Sumir eru bara snillingar

A story issued by financial news agency AFX on Sunday, picked up by several other outlets, has left a series of red faces by faithfully reporting a press release from "the independent state of Narnia". The story claimed Narnia had walked out of the World Trade Organisation talks in Hong Kong because it was fed up with being bullied by the US and Europe. It claimed the major powers were attempting to enforce liberalisation of its clothing sector.
It quoted Narnia spokesman Aslan. Aslan was reported as saying. "If this brings the Hong Kong talks to the knees we will be delighted," it went on. The story was picked up by top business websites, including Forbes.com.

The agencies involved have since removed the reports.

miðvikudagur, janúar 4

Nokkrar örstaðreyndir

1. Nýja skrifstofan mín rokkar. Hornskrifstofa með fínum glugga og stutt út í sígó.
2. Kollegarnir eru flestir skrítnir, mjög skrítnir. Inn á milli krípí dæmi um gálgahúmor móður náttúru.
3. Suzuki Ignis sökkar.
4. Það er frekar fyndið að byrja í nýrri vinnu þar sem pressað var á mann að byrja sem fyrst og þegar maður svo mætir þá er engin yfirmaður, allir í fríi og ég beiskilí bara að dóla mér að gera einhverjar skýrslur án þess þó að vita hvort ég sé að gera einhverja vitleysu eða ekki, líklega þó.
5. Áramótaböll á Flatlúsaeyri eru overrated.

þriðjudagur, janúar 3

Færustu vísindamen heims hafa analiserað kvennmannsheilann!


loksins hafa orðið mikil tíðindi á rannsóknarstofum FUGO þar sem Doktorar framtíðarinnar vinna sín myrkraverk í skjóli hins alræmda FUGO tilraun þessi var leidd af hinum knáa dokorsnema Snæbó, fjármagnað að auðvaldisarmi FUGO-sins. niðurstaðan er birt hér. Er um sláandi niðurstöðu að ræða.

sunnudagur, janúar 1

áramóta heitið mitt!

Ég held að bloggandleysið hafi náð hámarki og nú er mál að linni. Ákvað að birta hér óritskoðað samtal mitt við samvisku mína þegar ég var að velta fyrir mér áramótaheitinu í ár. Njótið vel og góðar stundir,

Nýtt ár 2006 til hamingju með það gautur þetta er nú nokkuð góður árangur miðað við líferni, aldrei að vita nema við meikum þetta til þrítugs. En gautur við verðum að fara að vinna eitthvað í þessu ( þ.e ef við ætlum að endast til þrítugs.)? Jamms, kannski. En hvað getum við gert... við erum nú ekki í það slæmu formi... erum bara helvíti reffilegir miðað við aldur.... ég held það allavega....

Gautur! hvað ertu búinn að hætta oft að reykja? Tja kannski svona 11 sinnum síðan ég var 20. Ég á alveg nokkur góð reykár eftir, það verður hvort sem er sjálfhætt eftir svona 2 ár þegar reykingarfasistarnir fara að dæma mann í grjótið fyrir að hafa sígó í fórum sínum.. held ég bíði bara þangað til.

En Gautur væri nú ekki spurning um að fara kannski að hreyfa sig? tja ég þarf nú ekki að hlaupa á eftir strætó lengur þannig að ég sé ekki alveg tilganginn svona í fljótu bragði. Held presónulega að það sé miklu auðveldara að fara í ræktina ef maður er bara nógu andskoti feitur. Þá sér maður einhvern árangur annan en á blóðþrýstingsmælum og einhverju svona sjitti. Ég meina hver hefur þolinmæðina í að hanga ræktinni þangað til hann fær risastór brjóst og kúlurass sem hægt er að hoppa á ( mér dettur reyndar einn í hug.... nefni engin nöfn) Ég hef allavega lítinn nenni í slíkt, enda yfirleitt með því að koma mér þægilega fyrir á einhverju þrekhjólinu og horfa á góða mynd ( í ræktinni) og skella sér svo í gufu, sem er reyndar alltaf að verða ógeðslegra og ógeðslegra þar sem þetta er orðið troðfullt að einhverju speeekfeitum kafloðnum sveittum mönnum að raka á´sér punginn. En ég styrki samt alltaf Bjössa í WC af stari samviskusemi ( nenni bara ekki að mæta) en þetta stendur til bóta.

Gautur er ekki mataræðið eitthvað í steik? jú það má orða það þannig, hætti reyndar að borða allskonar sjitt eftir síðustu áramót, hvítt hveiti, kaffi, sykur osfrv. og manni leið náttlega bara eins og brosandi fiðrildi með króníska vind-og hungurverki, ekki furða að þetta grænmetisætulið sé allt eins og einhverjir sómalíubúar, sjáiði bara þarna beinagrindina á Grænum kosti, sem er að pretika heilbrigði svo er hún bara rétt 40+ og lítur út eins og níræð. nei við verðum að feta þann gullna þgar kemur að mataræðinu og þá vil ég að mataræðið sé í steik, ég skal fara að taka það í gegn þegar ég verð kominn með þrngar kransæðar og Speeeeeekkk feitur.

Gautur hvað með fjármálin....? hmmm pass á það.... lögfræðingarnir minna mig á þetta. Sit þetta af mér á nokkrum dögum ... sá í fréttunum um dagin nað hraunið er alveg magnað hótel.

En drykkja er það ekki eitthvað sem við þrufum að líta á? tja.... spurning um að hringja í þórarinn tyrfins og biðja hann að senda bara rútu til að pikka upp FUGO-ið á næsta djammi, væri alveg stemmari í því... þá gætum við farið meira út í svona jesú tal hérna á þessari síðu... frábært.

Ertu betri maður í dag enn fyrir ári síðan og ástæðulaust að strengja heit? Veit ekki........ ekki mitt að dæma.......VONANDI

Niðurstaða: nauðsynlegt að strengja áramótaheit. Best að hafa það opið og pólistískt rétt... þannig að þetta árið verður það " að verða betri manneskja" veðrur ekki mikið meira opið en þetta getur fali ðí sér hvað sem er eða ekki neitt( þe ef ég kemst að þeirri niðurstöðu að ég verið ekki betri manneskja)

Bestu kveðjur og FUGO ríkt ár.

Gautur

P.s Krummi hvenær verður grillið !!!!