föstudagur, janúar 6

Enn eitt föstudagsglensið á kostnað gautsins!


Hvernig á að umgangst gautinn

Gauturinn (l. pattinn) er afar sjaldgæf tegund. Svo sjaldgæf að vísindamenn í Kent í Englandi höfðu áhyggjur af því að hann kynni að verða útdauður eftir nokkra áratugi. En vitið menn, gauturinn kom öllum á óvart og sannaði að hann er til margs vís og frumeðlið í honum sterk, hann gat af sér afkvæmi og eru vísindamenn í Bristol í Englandi enn að rannsaka atburðinn. Er þetta sennilega eina frávík sem vísindarmenn í Sloth í Englandi vita um að er frá þróunarkenningu Darwins um að hinir sterkustu lifa af. Í ljósi þessa og fleira er ljóst að gauturinn er afar merkilegur og því þarf að umgangast hann af stakri varðúð. Vart ber að taka það fram að gauturinn er alfriðaður, hvort sem það er í heimahúsum eða út í grænni náttúrunni.

Gauturinn er styggur. Svo styggur að á ákveðnum tímum árs hefur umhverfisráðuneytið í samvinnu við umhvefisyfirvöld í EB, gefið út reglugerð, skv. heimild í lögum 64/1994, um friðunartíma gautsins. En það eru mánuðirnir október, nóvember, desember, janúar, mars, apríl, maí og júní. Á þessum tíma er hollt að ónáða ekki gautinn af óþörfu. Gæti maður þá lent í því að gauturinn sé að læra, lesa fyrir próf, bíða eftir einkunum ofl. ofl.

Lífsvæði gautsins er mjög fjölbreytt og þrífst hann vel á flestum stöðum þar sem heitt er. Hann er nægjusamur og lætur sér í léttu rúmi liggja þó athafnasvæðið sé þröngt og lítð. Sé gauturinn sáttur við umhverfið er hann að jafnaði rólegur og léttur í lund. Sé röskun mikil á daglegri rútínu gautsins er hætta á því að hann verði órólegur og hrekkur í kút. Er þá gauturinn þá að jafnaði viðkvæmast fyrir utanaðkomandi áreiti.

Hegðunarmynstur gautsins er flókið og erfitt að átta sig á hverju hann byggir margar þær ákvarðanir sem hann tekur. Oft situr gauturinn spakur í skólahreiðri sínu við kringluna án þess að láta neitt á sér bæra svo dögum skiptir. Á mökunartíma er þessu öðruvísi farið og ekkert vatnsból nógu gott til að halda í gautinn lengur en ca 15 mín. í senn.

Að jafnaði er þó gauturinn félagslyndur mjög og mikið hópdýr. Á góðum stundum er hann hrókur alls fagnaðar og mikið skemmtanatröll. Honum er annt um sína nánustu og ekkert fær hann til þess gera öðrum í vistkerfi hans neitt illt.
Lengi lifi gauturinn!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAAHAHA snilld.... samt hættulegt fyrir Kúkinn að vera að storka manni svona. HAHAHAH