Ok, vissulega eru menn saklausir í augum laganna uns sekt er sönnuð, en það er hins vegar bara ákveðin hugmyndafræði. Ef ég drep einhvern þá er ég alveg jafn sekur um morð hvort sem ég komist upp með það eða ekki. Það er nefninlega ekkert erfitt að komast upp með þá glæpi sem þessi maður var sakaður um, og þá hefði hann fengið að vera saklaus það sem eftir er, sama hvort hann hefði gert eitthvað eða ekki. Nú tek ég fram að ég veit ekki hvort að hann hafi gert þetta eða ekki, ég er bara að spekúlera for the seik of argjúment.
Ef að DV vissi 100% að hann hefði misnotað unga drengi, þá tel ég það þarft þjóðfélagsverk að svæla slíka einstaklinga út. Ef þeir vissu ekki 100% þá var þetta níðingsverk og ótuktarskapur. Í mínum huga er þetta allt bundið við hvort fréttinn væri sönn eða ekki.
Réttlæti og lög eru nefninlega alls ekki alltaf það sama og að mínu mati eru alltof margir sem komast upp með viðbjóðslega glæpi vegna þess að menn eru vissulega lagalega saklausir þar til hægt er að sanna annað fyrir dómstólum. Ég samhryggist fjölskyldu þessa manns ef hann var saklaus og legg til að þeim sem stóðu fyrir þessu verði refsað á einn eða annan hátt, en ef hann var sekur þá segi ég bara good riddance og húrra DV. Nú er bara stóra spurningin, óháð hinum mjög svo skammsýna lagabókstaf, var gaurinn sekur eða saklaus?
fimmtudagur, janúar 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
týpískur Krummi að kom ameð þessi þennan vínkil... en fyrst við erum byrjuð á þessu tilhvers að vera að reyna að sanna einhver mál og hafa fyrirþví að vera með dómstóla.. ég meina ef DV veit 100% að einhver gerði eitthvað þá bara húrra fyrir þeim..... hægt að spara milljónir af peningum skattgreiðanda.
húrra þeim miklumannvitsbrekkum sem predika þennan boðskap framtíðarinnar..
klapp klapp mósi! brillijnat agrjúment. nú leggjum við niður dómstóla, afnemum hegningarlögin og gerum lögreglunna að leikskólakennurum. allir hafa bara sitt mat á stöðunni og ef einhver kemst að því að einhver er kannski 100% sekur þá er hann sekur. klapp klapp. ekki rétta upp hendi ef þið eruð ekki handhafar sannleikans.
hvernig getur einhver verið kannski 100% sekur? annað hvort er maður 100% sekur eða ekki
Skrifa ummæli