mánudagur, janúar 30

þorramatur og heyrnleysi

Eyddi lunganu úr deginum í að leita að höfðustöðvum Byggingarfélags námsmanna. Eins og það ætti ekki að vera auðleyst vandamál fyrir gáfumennið mig. Mér var tjáð að BN væri til hús á Laugavegi 160, en þá tóku málin að vandast þar sem ekki virtist vera til neitt hús með því númeri. Eftir að hafa ráfað stefnulaust um ganga þjóðskjalasafnsins ( sem er laugavegur 162) í þeirri veiku von að þar leyndist umrætt byggingarfélag einhverstaðar.Tropmaðist ég og hringdi foxillur í 118. ( heimskulegt hvernig er svarað í símann hjá 118, Já ............góðan dag.... þetta já nafn á kompaníinu er alveg út í hróa hött.) Ég spurði aftur um heimilisfangið og þá sannaðist endanlega fyrir mér að ég er farinn að tapa heyrn.. nei vinur það er á laugavegi 66!!!!! ANdskotinn er þetta!!!!

Alltént komst klakklaust frá þessari þolraun sannaði bara enn frekar fyrir mér hversu treggáfaður undirritaður er á köflum.

Það rifjaðist upp fyrir mér seinnipartinn í dag að ég er víst í skóla..... maður þarf víst eitthvað að lesa í því... er búinn að vera í einhverrri fokkings verkefna vinnu í mánuð.... og er örugglega búinn að gleyma listinni að lesa..... er alla vega ekki að nenna því..... bölva vitleysingnum sem tók ákvörðun um að lögfræði nám þyrfti að vera fokkings 5 ár!!!! ætli það sé ekki bara alvarlegt stig af skólaleiða að segja til sín... en þetta lagast örugglega á næstu dögum þar sem ég er að fara að hella mér út í vinnu..... gripið verður í hamar og innréttuð eitt stykki kafffibrennsluverksmiðja.... það er nú ekki mikið mál.. svona í og með þessu blessaða meistaranámi mínu.....

sjitt hvað mig er ekki farið að langa í þorramat... var spurður að því í dag hvort mig væri ekki farið að lengja eftir þorramat... og góðu þorrablóti..... ég man ekki betur en það eina sem hægt er að koma ofan í sig á þorrablóti sé brennivín... og þá vel kjælt... en eftir að ég fann guð og hætti að drekka þá er lítið erindi fyrir mig á slíka samkomu....... hef einu sinni tekið vel´á því á þorrablóti og var það á spáni forðum daga..... þá át ég heljarinnar ósköp af rengi og hákarl svona til að impressa spanjólana sem voru með okkur.... man ekki betur en blótinu hafi verið margfrestað þar sem skjittið komst ekki í gegnum tollinn það var ekki fyrrr en íslendingafélagið hætti að segja tollinum að hér væri um matvæli að ræða en bar fyrir sig að þetta væru eiturefni sem nota ætti ímálningarframleiðislu sem að þetta komst í gegn.... svona var það nú í gamla daga....jamm jamm jamm

kv.

Gautur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Man vel eftir téðu þorrablóti í Barcelona...man ekki betur en að sumir komu sér í óþökk blótshaldarans með því að fleka unga dóttur hans...... ;)
En hvernig er það Gautur á ekki að halda innflutningspartý á laugardag og sýna okkur FUGO mönnum kofann þinn.

Nafnlaus sagði...

HAHAH þú varst nú reyndar með flensu heima, þannig að að þú manns merkilega vel eftir blótinu ....... ;)

heyrðu lítð verður um innflutnings eitthvað þessa helgina þar sem ég fæ nú ekki íbúðina fyrr en í næstu viku því miður :( En FUGO hittingur orðinn nauðsynlegur