föstudagur, janúar 27

Fréttastofa FUGO sér um svörin

Eftir óljós og loðin svör við fyrirspurnum FUGO manna um raunverulegan tilgang ferðar Trölla til vesturheims ákvað Fréttastofa FUGO(FSF) að kanna málið nánar.

Rannsóknarblaðamenn FSF höfðu heimildir fyrir því að þetta hefði verið vinnuferð og var því spurst fyrir hjá höfuðstöðvum 66° Norður um ferðir tröllsins. FSF-mönnum kom mikið á óvart að engin kannaðist við kappann þar á bæ og það var ekki fyrr en við rákumst á samlokustrák að nafni Marínó sem við fengum fyrstu vísbendinguna. "Ýmir...já bíddu, er það ekki gaurinn á lagernum í Rammagerðinni?". Mjög undarlegt mál sem ákveðið var að kanna nánar. Samkvæmt upplýsingum frá Marínó höfðu hann og Trölli fengið að vera kylfusveinar á einhverju golfmóti um árið.

Næst voru athuguð tengsl hans við mann að nafni Snæbjörn. Téður Snæbjörn segist vera doktorsnámi í Baltimore, en við nánari eftirgrenslan komumst við að því að hann væri einnig þekktur á næturklúbbum bæjarins undir nafninu Bóbó og væri um þessar mundir að reyna að opna útibú fyrir "The Boiler Room" í Baltimore undir nafninu "The BÓBÓ Room", en Jói Diskó ku hafa bent honum á staðinn á ferð sinni um Nýju Jórvík.

FSF leitaði ákaft að einhverjum gögnum sem gætu stutt frásögn Trölla um dvöl hans erlendis, en það var ekki fyrr en við rákumst á þetta sem við fórum að gera okkur grein fyrir því að téð ferð og dulúðin sem umlykur hana er aðein brot af mun stærra samsæri.

Hver er Bóbó? Hver er maðurinn á bak við Ými á myndinni? Er Marínó bara samlokustrákur eða sér hann líka um gosdrykki? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður reynt að svara í næsta pistli.

Engin ummæli: