mánudagur, janúar 16

Tilhlökkun er hættuleg

Kolli litli er búinn að suða í mér að standa að pókerkvöldi í rúma þrjá mánuði. Í hvert skipti sem ég tala við hann nöldrar hann "hvenær er póki?" "spurðu strákana hvenær það er póki" og þar fram eftir götunum. Loksins gat ég fært honum þær gleðifregnir að það yrði pókað þann 14. jan.
Kolli litli var að deyja úr spenningi alla vikuna fyrir hið margrómaða kvöld. Hann talaði um að nú skyldi sko pókað alla nóttina og menn gætu ekki beilað á þessu mikla póki of ages sem í vændum var.
Svo rann stóri dagurin upp. Klukkan nálgaðist pók og Kolli litli var orðinn alveg viðþolslaus af tilhlökkun og var kominn með magapínu af spenningi. Klukkan sló hálfníu og menn mættu í hús, reddí geimið, allir nema Kolli......
Kolli greyið kom kortéri of seint, hann hafði víst gubbað af spenningi, en sagði að allt væri í lagi og vildi ólmur byrja að spila.
Spilið byrjaði vel, ágætar summur skiptu höndum og góðar og gamlar sögur sagðar og menn hlógu dátt. Mikið var gert grín að Gubba Nerg því hann var sá eini sem mætti ekki. Kolli var manna háværastur, gerði mikið grín og lét eins og alvöru hýena, í svona hálftíma eða svo.
Skyndilega heyrist "Hva´eí ´ottium ákar?". Við hváðum og litum á Kolla þar sem hann sat eins og amaba með útlimi í stólnum sínum. "Þegiðadna o gemmér síaettu" heyrðist frá hrúgunni sem eitt sinn var kölluð Kolli. Eftir þrjá bjóra og mikla spennu hafði Kolli foldað, hann var búinn greyið litla og fór inn að sofa um miðnætti.
Maður verður að passa sig þó að mar hlakki til, það er hættulegt að láta spennuna fara alveg með mann. Þetta er eins og um jólin þegar hann var búinn að hlakka svo til að fá rjúpur að hann fékk magapínu og gat bara borðað kókapuffs í jólamatinn.

Engin ummæli: