laugardagur, júlí 22

Ég hef staðið við gluggann... Rúðulausan!

Hér sit ég og reyni að hafa ofan af fyrir sjálfum mér og tveimur mis-þunnum iðnaðarmönnum á meðan þeir rífa rúðurnar úr gluggunum mínum. Hvað ég hef gert til að verðskulda þessa meðferð veit ég ekki, en ég er alvarlega að velta því fyrir mér hvort ég geti annað hvort laumast út óséður og þannig sloppið undan þessari áþján, eða gefið þeim kaffi og athugað hvort þeir hætta þessu ekki þá.

Annars er ég um þessar mundir á kafi í æfingum fyrir nýtt leikrit sem er í smíðum. Það er sérkennilegt að vera að æfa leikrit sem er ekki búið að semja (og verður raunar ekki búið að semja fyrr en í desemberbyrjun!). Sérkennilegt en skemmtilegt.

Svo reynir maður að njóta sumarsins eins og sönnum íslendingi sæmir. Ég reif mig úr gallabuxunum í gær og klæddist ljósum og léttum sumarbuxum ásamt stuttermaskyrtu, hellti í mig öllum bjórnum í ísskápnum og horfði á nýja grillið mitt! við vorum sem sagt að kaupa okkur lítinn skriðdreka í garðinn, þetta grill gæti sennilega virkað sem varalogar Vítis ef einhvern tíman frís þar, þetta er magnaður fjandi. Nú þarf ég bara grísling til að þræða upp á teininn sem sníst (sjálfkrafa) yfir Heljarlogunum og þá er maður orðinn helvíti góður!

Ef einhver ykkar lumar á gríslingi, þá endilega komiði í heimsókn og við slátrum kvikindinu og grillum það! Á meðan við nuddum hársvörð okkar með viskíi og syngjum hástöfum Björt mey og hrein...

3 ummæli:

Halldor sagði...

Orri þú ert flón

Mósagrís sagði...

Gautur er svín, er hægt að nota hann í staðinn?

Gautur sagði...

... mósaGRÍS.....