þriðjudagur, ágúst 1

fréttir frá Þvottatonni

Jæja, þá er Mósagrísinn að halda áfram heimsreisu sumarsins og nú er viðkomustaðurinn Washington, höfuðborg hins frjálsa heims og vagga lýðræðis og frelsis, yes.

Það fyrsta og merkilegasta sem ég hef lært á þessari ferð er að það er ekki sniðugt að vera á bombastikk fyllerýii kvöldið áður en maður fer í flug til Bandaríkjanna. Hell, Hell I tells ya! Ekki nóg með það að hafa verið glerþunnur þá var eitthvað bilað á Leifstöð þannig að það var klukkutíma röð í check-in. I sjitt jú nott.

Eftir að hafa staðið fyrir aftan illa lyktandi Nojara í klukkutíma komst ég loksins í að tékka mig inn og ætlaði að fá sæti við inngang, sem er eiginlega nauðsynlegt fyrir menn með köngulóalappir. But no, vélin var pakkfull og síðasta sætið var í miðri röð. Jæja, ok, ég gat þá vonast til að sitja við hliðina á einhverjum þægilegum sem að færi lítið fyrir og léti mig í friði. Eitthvað virðast Hábeins taktarnir hafa klikkað í þessari ferð því að þegar ég loksins fann sætið mitt í pakkaðri vélinni sá ég að ég mátti sitja milli tveggja eldgamalla, illa lyktandi fúlskeggjaðra jólasveina. Án gríns, þeir voru báðir með svona massíft jólasveinaskegg og það var heví neftóbakkslykt af þeim báðum. Æðislegt. Og svo hættu þeir ekki að tala við mig á einhverri ensku mállýsku sem var mjög torskilin. Frábært. Það var ekki fyrr en í lok ferðarinnar sem annar gömlu kallanna varð ögn áhugaverður og fyndinn þegar hann sagðist hafa verið mjög ánægður með ferð sína til Grænlands og Íslands því að, quote: "I hardly saw any black people or spanish people. I liked that alot, they are everywhere in the U.S. and I can't stand it. Nice to see that Iceland is still clean" Magnaður skítur.

Svo er náttúrulega bara snilld að vera á einhverju seminari með kollegum úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og vera alveg að krepera úr þynnku og jetlag.

Merkilegt þykir þó að ég er ekki enn búinn að týnast eða villast og fór meira að segja í neðanjarðarlestina í dag og í eitthvað moll og komst til baka aftur án teljandi vandræða. Kannski ég sé loksins farinn að fatta þetta hægri-vinstri dæmi sem allir eru alltaf að tala um.

1 ummæli:

Orri sagði...

Nei, nei... Þa er hönd frelsarans sem stýrir þér í hinni nýju höfuðborg sannkristninnar. Lofaður sé Jesús.
Má ég heyra me!