Eins og allir vita ekki var Labour Day í gær sem gerði það að verkum að Mósagrís átti verðskuldað mánudagsfrí meðan sauðsvartur almúginn mætti til vinnu. Bara gott. Mósi vaknar hins vegar kl. 8:15 við einhvern skruðning og bölvar fíflinu í næsta húsi sem er endalaust að smíða og djöflast á óguðlegum tímum. Svo heyrist meiri skruðningur og Mósi spyr sína spúsu sem liggur þarna í rúminu við hliðina á honum hvort að þessi skruðningur sé nokkuð að koma úr þeirra eigin húsi....spennan magnast. Að lokum heyrist slíkur hávaði að Mósi er þess fullviss að þetta hafi komið úr hans eigin híbýlum og bölvar nú einhverri kattarskömm fyrir að hafa komist inn og fer á fætur til að athuga hvað þetta sé nú. Mósi skröltir á fætur klæddur forláta boxerum með litlum böngsum á og röltir fram ganginn og býður innbrotsþjófinum, sem er hálfur inn um gluggan í einu herberginu, góðan daginn. HVAÐ!!!!! Já, sæll og blessaður, það var gaur búinn að brjóta upp gluggan í einu herberginu og var búinn að skríða hálfur inn og annar beið útí garði þegar Mósi veður á þá. Allir vita nú hversu kraftalega og íþróttamannslega vaxinn ég er og hef því verið skelfileg sjón þarna hálfnakin ímynd appolons í bangsanærbuxum. Gaurinn panikkaði allavega, gaf frá sér píkulegt væl og stökk út um gluggan og þeir hlupu báðir úr garðinum. Mósi hrökk samstundis í drápsgír, hljóp hraðar en ég vissi að ég gæti hlaupið, út í garð og greip eina bareflið sem var við hendina og á eftir þeim út á götu. Bjarnarbræður stukku inní bíl og brunuðu af stað í bakkgír, beint á næsta bíl og Mósi rauk í átt til þeirra sveiflandi bareflinu eins og Conan the Barbarian. Rétt áður en ég komst til þeirra náðu þeir að rétta bílinn af og bruna út götuna og í burtu, en þó ekki það hratt að ég náði ekki bílnúmerinu þeirra, VZ-496 rauður Mitsubishi Colt. Það var þá sem ég fattaði að ég stóð útá miðri götu með bumbuna útí loftið, í bangsanærbuxum sveiflandi strákúst(sem var eina "bareflið" í garðinum) og minnti alveg örugglega ekkert á Conan the Barbarian.
Eftir að mér rann æðið fór ég inn og hringdi á Reykjavík's Finest sem voru ekki nema um 45 mínútur á svæðið. Löggan var reyndar lífsreynsla útaf fyrir sig. Fyrst komu þessar venjulegu löggur í búningum og kíktu og skoðuðu, sáu að engin hætta var á ferðum og að þetta væri nú ekki gabb. Þá mætti Gil Grissom sjálfur, beint frá Las Vegas. Akfeitur gaur með myndavél á bumbunni, tók myndir af öllu og leitaði af fingraförum. Já, ok, mér fannst soldið gaman að fylgjast með fingrafarasjittinu, þetta er nebbla alveg eins og í bíó. Svo kom Kojak sjálfur. Rannsóknarlögreglumaður í öllu sínu veldi, stærri og breiðari en Pétur Már, nauðasköllóttur með massíft rostunga yfirvaraskegg og ör sem fór yfir hálft andlitið. Spúkí gaur.
Nú er bara að bíða og vona að löggan vinni sína vinnu og nái þessum fíflum. Ef ekki þá veit ég hvað gaurinn heitir og hvar hann á heima og mun disha út smá mósísku réttlæti ef kerfið getur ekki sinnt sínum þegnum.
Pælið samt í heppni að þetta var Labour Day, annars hefði ég verið farinn í vinnuna og Helga hefði þurft að mæta hröppunum ein. Ok, reyndar hefði hún haft the ferocious Hrafnhildi sér við hlið.
þriðjudagur, september 5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Krummi, tu verdur alltaf hetjan min... hehe
Djöfull hefði verið magnað ef þú efðir náð þessu mí glugganum inn. Þá hefðiru ekkert hringt á lögguna bara haft hann í kjallaranum í nokkur ár.
Miða við fyrri störf lögrelgunar reikna ég með að mósísku réttlæti verði útdeilt, verst að varnarliði sé farið... þú hefðir kannski getað togað í spott þar..
Báráttukveðjur í smáborgarahöllina!!
Ég get ekki beðið eftir framhaldinu:
Mósi Bear and the Terrible Strákústur of Divine Fury!
Gó kikk somm ess!
Skrifa ummæli