mánudagur, september 25

Smá nostalgía

Hafiði tekið eftir því að einræðisherrar í dag eru ekki nærri því eins skemmtilegir og hugmyndaríkir og þeir voru fyrir ekki svo löngu síðan. Sá eini sem heldur uppi merkjum skemmtilegra einræðisherra er Túrkmenbasji, en hann er reyndar stórskemmtilegur og uppátækjasamur.
En samt, hvað varð um að allir sem réðu yfir einhverri sýslu í Afríku fengu sér svona flotta titla eins og Idi Amin sem notaði titilinn "His Excellency President for Life Field Marshal Al Hadji Dr. Idi Amin, King of Scotland, Lord of All the Beasts of the Earth and Fishes of the Sea and Conqueror of the British Empire in Africa in General and Uganda in Particular"
Eða þá Mobutu Sese Seko sem fékk sér hinn auðmjúka titil Kuku Ngbendu Wa Za Banga, sem útleggst á góðri ensku sem "The all-powerful warrior who, because of his endurance and inflexible will to win, will go from conquest to conquest, leaving fire in his wake".
Þetta voru alvöru töffarar með húmor fyrir flottum titlum.

Þegar ég verð einræðisherra yfir Kjósarsýslu ætla ég að láta kalla mig eitthvað eins og t.d. "Hinn háæruverðugi og guðdómlegi Konungur og Keisari allra lífvera í sólkerfinu, Mósagrís, Stjórnandi Geislasverðsins, Meistari Viskunnar, Besti Pókerspilari í Heimi sem mun drepa og eyðileggja allt sem ekki viðurkennir yfirburði Hans."

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú ert búinn að vera að éta sveppi eða veruleikafirring BNA hefur náð til þín.. NÁÐ TIL þÍN SEGI ÉG!!!!

Einar Leif Nielsen sagði...

Haraldur W. Guðmundsson.. hehehehe