fimmtudagur, ágúst 25

Síðustu dagar spámansins

Jæja drengir, þá fer að koma að því. Feiti Bauninn fer að halda aftur til Danaveldis. Daga viltrar nætra hér á Íslandi eru taldir og kallinn heldur á vit ævintýrana, aftur. Það fer alltaf fækkandi í liði FUGO manna hérna á fróni og ástandið fer ekki batnandi. Eins og alltaf þá býð ég upp á gistipláss ef menn vilja, ólýkt vanalega á besta stað. Því væri gaman að sjá menn koma í sukk ferð til Köben skiljan allt skynsamlegt eftir heima og bara sleppa sér... partý... wúúhúú. Ef menn vilja rómantíska ferð með frúnni þá eru þeir einnig ávallt velkomnir en það gæti orðið þröngt í litla herberginu mínu (það eru líka allar nætur tómstundir bannaðar... taka þeir til sín sem eiga).
Annars í tilefni af för minni er nauðsynlegt að við gömlu kallarnir hittumst aðeins áður en ég held af stað. Ég fer á laugardaginn og því einkar upplagt að e-ð verði gert á morgun, föstudag. Ég get því miður ekki boðið upp á húsnæði en það væri gaman að við kallarnir myndu hittast svona í tilefni ágústloka og brottfarar. Ef menn eru með hugmyndir látið endilega heyra.

Feiti Bauninn

fimmtudagur, ágúst 18

Riddari götunnar mættur til leiks...

Þetta var svart þegar úti var hífandi rok og rigning en núna er þetta bleksvart og vonlaust í sól og hita. Rafbréf og önnur vitleysa er bara ekki málið um þessar mundir, því síður eitt lítið sumarpróf í draslinu. Ef heldur sem fram horfir verð ég að panta tíma hjá lögfræðingi Björgólfsfegða á innheimtusviði og ræða þennan heimsósóma betur.
En það er ljós í myrkrinu (svona eins og þegar það er ekkert ljós og alltaf myrkur þá er alltaf ljós í myrkrinu) maður réttlætisins er nefnilega mættur til leiks, skelfir bílaeigenda, vonastjarna lánadrottna, enginn annar en vörslusviptingarmaðurinn hressi og káti.
Fyrsta blow var í Hafnarfirðinum í gærkvöldi. Fórnarlambið var ung stúlka með kærastann, mömmuna, bróðirinn, pabbann og fleiri sér við hlið. Vörslusviptingarmaðurinn hafði einungis vilja og kjark að vopni, ásamt heimild frá sýslumanni og dráttarbíl. Lengi vel var útlitið ekki gott. Kærastinn hafði hlaupið út þegar dráttarbíllinn var að gera klárt, náði í annan bíl og lagði beint fyrir aftan vörslusviptingarandlagið. Ómögulegt var því að klára málið án vandræða. Út kom svo allt fjölskyldustóðið og hellti yfir vörslusviptingarmanninn alls kyns óhroða. Mamman toppaði svo svívirðinguna þegar hún bað menn að reykja ekki á gangstéttinni fyrir framan húsið. Þá var mælirinn fullur. Öll vinsamleg úrræði á þrotum og ekkert annað hægt en að bjalla í hrikalegu svölu strákanna í lögreglu Hafnarfjarðar. Vörslusviptingarmaðurinn hélt að þegar hann sá lagana verði mæta á svæðið að fjölskyldan myndi nú lúffa og játa sig sigraða, en nei svo gott var það ekki. Mamman varð alveg snar og gargaði og masaði út í eitt, kærastinn ætlaði í þá, að maður hélt, og þeir gerðu lítið en að útskýra málið í svona 45 min og biðja kærastann vinsamlegast um að færa bíllinn. Eftir harða baráttu, samtals í 2 klst., játaði kærastinn sig sigraðan og færði bílinn. Vörslusviptingarmaðurinn brosti úti í annað þegar hann keyrði á brott. Einn annar sigur réttlætisins og lánadrottna. Sigur hinna efnuðu yfir hinum fátæku! Stemmninginn var svo gríðaleg þegar vörslusviptingarmaðurinn mæti á stofuna í hádeginu að ná í gögn. Gekk þá ekki kærastinn bara beint í flasið á honum, nýbúinn að borga. Hefði maður kastað í hann svona einu:
"daginn! menn bara ekki hressir og kátir" þá hefði næsti viðkomustaður verið Bráðamóttakann.

Mótmæli við tjörnina

Var að spássera í kringum tjönin í mestu makindum í mínum lögboðna hádegismat, þegar ég geng fram á ílla útlítandi hermannatjald sem stendur þar við einn bakkann, hversu kaldhæðnislegt sem það nú er þa´hýsir þetta hermannatjald einhverja friðarsinna og prófesónal mótmælendur. Einn slíkur vatt sér að jakkafataklæddum mér til að taka mig á beinið og kvetja mig til að leggja baráttunni lið. Ég benti pent á að ekki væri nú meiri mótstaða við virkjunarframkvæmdirnar hér á landi en það að en flytja þyrfti inn atvinnumenn í mótmælum til að drífa sig austur til að hanga í krönum og vera með vesen. Já en þetta er óstnorði landsvæði bla bla bla sagði þessi breska snót sem var að reyna að sannfæra íslendinginn um ágæti eigins lands. Tja ég veit ekki en ég hef aldrei komið þarna og hefði aldrei komið þarna hvort sem er þannig að þetta er ekki mikill missir fyrir mig... er þetta ekki bara spurningin um meiri hagsmuni yfir minn sagði ég og reyndi að vera dipló.... þá var þeirri bresku allri lokið og lýsti hún því yfir hátt og snjallt að ég væri kapitalista svín! jahá... falla nú öll vötn til Dýrafjarðar .. ég orðinn kapítalisti( hef náttlega alltaf verið svín.. en það er önnur saga) Það er skemmst frá því að segja að ég var hrakinn á brott af þessu gaulandi mótmælenda drasli. Mikið hvílir nú á sumum.. ein sog þessu blessaða fólki að hanga hér í tjaldi í miðbænum í góðum fíling að mótmæla.. spurning um að fara bara að vinna við þetta .. hljómar ekki svo ill....... ótrúlegt að þetta skuli viðgangast ekki nema 30 metra frá styttunni af Ólafi Thors kallinn snýr sér nú við í gröfinni þegar hann fréttir þetta... ætli spillta lögreglan s4em JÁ talar um að dansi eftir skipunum DO viti eki af þessu... þetta er náttlega ekki hægt.

gautur

miðvikudagur, ágúst 17

JÁ klíkan

Varð litið út um gluggan í dag sá þá Baugsskrúðgönguna... þ.e jónana og jóhannesa ásamt lögmannastóði á leiðinni til þingfestingar, Virtist bara vera stemmari í hópnum Jón Ásgeir hafði meira að segja spreðað í klippingu ...... nei djók.... hver mundi vilja eyðilegggja eitthvað eins fullkomið og Eiparann hans Nonna..... Vona að þeim gangi vel strákunum.. ferlega leiðinlegt þegar eitt stykki réttarkefi fer að hunta mann.... skildist á JÁ í Kastljósinu í gær að það væri málið. Hann hafði samt tröllatrú á Héraðsdómi.... en var skeptískari á Hæstarétt þar sem töffarinn JSG mun víst velgja honum undir uggum. Hef samt tröll trú á Stóní í Hæstarétti.

Síðasta vinnu vikan sennilega.. svo þarf maður að eyða næstu tveimur vikum í að vinna við húsasmíðar til að reyna að rétta fjárhaginn af eftir násvistina..... það verður samt bara skemmtilegt vera kalt og svona .... eina vitið.....


Svo er það bara skólinn.... ég er einhverja 3 daga í viku í skólanum..... það ætti að vera auðvelt að tækla þetta.... samt ef 5 ára markmiðð mitt um að vera orðinn doktor í lögum um 30 á að virka þá verð ég að spíta í lófana...... samt ótrúlega ópraktískt að fara í doktorinn..... ég er bara að hugsa þetta sem snobb... dr. Gautur Sturluson... heheheh ....... smart ekki satt??

Leiter biatches

mánudagur, ágúst 15

Vandræðalegt móment.is

Maður nokkur var staddur í Hagkaupum að kaupa sér kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði í hann og brosti til hans. Hann varðhálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. "Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns" svaraði hún. Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér "ha... ert þú stripparinn á Bóhem sem égdúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér... ó mæ
god, ég þekkti þig ekki!"



Konan svaraði svipbrigðalaust:



"Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!"

föstudagur, ágúst 12

Látu tóninn leiða okkur inn í helgina.. og allir með

Oh, Hver býr í djúpinu í ananas?

SVAMPUR SVEINSSON
Eins og Ostur Í bók sem hún amma þín las
SVAMPUR SVEINSSON
Ef þú hefur gaman af biluðu bulli
Hoppaðu þá eins og fiskur í rugli!!!
SVAMPUR SVEINSSON
SVAMPUR SVEINSSON
Svampur er???
SVEINSON!

Afnotagjöld=síðasta öld!

Áður en frekari analiseringar á umfjölluninni hér að neðan um AFnotagjöld DR vil ég nota tækifærið og benda mönnum á að afnotagjöld eru´tímaskekkja sem engan rétt eiga á sér. ÞAð er forkastanleg stjórnsemi og búrókratismi að skylda þegnana til að vera með einhverja sjónvarpsstöð, og þá komum við að umræðunni tilhvers eru þessi blessuðu afnotagjöld eiginlega notuð, jú til að reka hér menningartengda fjölmiðlun... held að það sé óþarft hér að fara að ræða um hvernig t.d rjónvarpið er komið langt frá því að vera menningartengt heldur berst það hatramlega á auglýsingamarkaði og reynir að ná til sýn vinsælutu þáttunum hverju sinni. Þetta sér hver maður að getur aldrei samræmst heilbrigðri samkeppni sem er kjölfsta hvers góðs hagkerfis. Mér leist hins vegar vel á hugmyndir nýs útvarpsstjóra sem líkti tilgangi sjónvarpsins sem menningartengds miðils við hlutverk sinfóníunnar. Þ.e að bjóða upp á það sem markaðurinn færir ekki. Þ.e t.d óþarft að reka ríkisrekna þungarokkshljómsveit þar sem markaðurinn framleiðir nóg af því. Á sama hátt á sjónvarpið að einbeita sér að starfsemi sem ekki er sinnt og hætt strax að gera öðrum erfitt fyrir með því að taka auglýsingatekjur. ÞAð er auðvtað deginum ljósara að ef annað borð á að vera að reka apparat eins og ríkisútvarp þá á að kosta það með sköttum (t.d nefsköttum) þessi afnotagjöld eru ómöguleg. Hitt er svo allt önnur umræða út af fyrir sig Hvort yfir höfu stofnun sem RÚV á rétt á sér.

Ef við lítum þá á pælingarnar um afnotagjöld að neðan, ok gefum okkur að það sé gott og gilt að taka afnotagjöld per se. Eins og höfundur virðist gefa sér. Þá spyr ég er ekki eðlilegt að allir borgi sömu afnotagjöldi óháð því hvort að þeir eig útvarp sjónvarp eða tölvur( sem vissulega gera mönnum kleift að svindla á þessu milli landa , en það liggur í hlutarins eðli að meðferð lögsögu á Internetinu er vandkvæðum bundin.) Einar minntist á hvort að mismuna ætti fólki eftir búsetu með álagninu afnotagjalda á nettengingar, er ekki bara um að ræða dulda skattlagningu og ég hef ekki vitað til þess að það hafi talist mismunu eftir búsetu að ríkistjórnir leggi á skatta eða tengd gjöld. Stór miskilningur er að internetið sé frjáls miðill, sú hugmynd er frá síðustu öld og unnið hefur veriðað því í áratug að koma lögum og reglum yfir þennan miðil sem netið er. Netið er ekki eitthvað freezone sem lög útlagans ríkja og stjórnvöld eiga bara ekkert með að vera að vafsast þarna eins og einar vill meina undir lokin í greinini sinni.

Nei Að öllu gamni slepptu þá er ekki spurning um að leggja eigi af afnotagjöldin og endurskoða stöðu Rúv á 21. öldinni, hvort að grundvöllur, nauðsyn og vilji sé til reksturs slíks apparats og ef svo er þá að finna nýjar leiðir til fjármögnunar og ný markmið að stefna að. Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur.

Kv

Gautur

Sjónvarp, útvarp og tölva

Nú ætla ég aðeisn að ræða um hlut sem að kemur mér meira við en ykkur... í fyrstu sín. Þannig er nefnilega mál með vexti að DR, Danmarks Radio, er hugsa um að fara rukka afnotagjöld fyrir þau heimili er eiga tölvu með internet sambandi. Þið hugsið eflaust og hvað með það? Málið er nefnilega að við, Íslendingar, öpum flest eftir hinum Norðurlandaþjóðunum og þetta mun ábyggilega verða staðreynd hér, á Íslandi, fljótlega.
Sumum ykkar finnst þetta væntanlega ágætishlutur og ekkert sjálfsagðar. Málið er bara að fjöldi internet tengdra tölva, á Ísland sérstaklega, er stærri en fjöldi sjónvarpa. Með þessu gæti RUV rukkað öll fyrirtæki og all þá nema er telja sig ekki hafa hag af sjóvarpi. Því ættu afnotagjöldin að vaxa mjög. Þá geta sumir sagt auðvitað, það eiga allir útvarp og það eru nánast engin heimili án sjónvarps. Þetta er alveg rétt en hvers eiga þau heimili er hafa ekki sjónvarp og útvarp að gjalda. Hvernig ætla menn að rukka fyrir tölvu? Hún nemur jú einhverjar sjónvarpsútsendingar og allar útvarpsútsendingar. Eru menn því rukkaðir meira fyrir tölvu en útvarp, aftur á moti myndi afnotagjald af tölvu vera minna en af sjónvarpi?
Internetið er talsvert stór miðill og þegar að ríkisreknar stofnanir ákveða að dreifa efni á netið er það gert ókeypis. Þegar að ég sem Íslendingur horfi á danskt sjónvarpsefni á Íslandi gengum netið þyrfti ég ekki að greiða afnotagjöld til DR? Á bara að mismuna fólki eftir búsetu? Ég tel að ef menn ætla að taka upp þessa stefnu hér á Íslandi eða út í DK þá sé það mjög óréttlátt gangvart neytendum. Frekar ættu ríkisreknar stofnarnir að taka allt efni af netinu þar sem um frjálsan miðil er að ræða. Kannski væri mögulegt að selja áskrift og allir er greiddu afnotagjöld fengju aðgang. Það er nefnlega óréttlátt að heimta að menn greið afnot af ríkisstofnun á netinu en banna fólki að gerast áskrifendur af SKY bara því umólíkan miðil er að ræða. Hvað finnst þér?

fimmtudagur, ágúst 11

Spurning!

Afhverju fæddist Jesú ekki í Keflavík? Vegna þess fundu hvorki þrjá vitringa né hreina mey!

Taumlaus skemmtun


Jæja, drengir mínir. Ég ætla að koma með svona smá spam til ykkar því ég var beðin svo fallega. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að surf-a netið (eins og gerist stundum hér í OR) og fann feikimerkilegan hlut sem sést hér á mynd til hliðar. Þetta er nefnilega "spork" eða "foon" eins og það heitir á engil-saxnesku. Þetta er gífurlega merkilegt apparat sem sameinar helstu kosti skeiðar og gaffals. Margir hafa eflaust kynnst þessu þegar snætt er hinn glæsilega flugvélamatur, ummmm. Gallinn er bara að þetta undraverða tæki hefur ekki íslenskt heiti, mér aðvitandi. Því hef ég nokkrar uppástundur. T.d. geið eða skaffall, þetta er bein þýðing á enskunni og því augljóst að ein frumleg nafnagift þarf einnig að vera, því tilnefni ég líka flymburflamb (komið af flumbur). Annars er líka hægt að nota gömul íslensk nöfn (ala gemsi) sem nýyrði og því vil eg tilnefna að þetta apparat skuli heita styrmir. Spurningin er bara hvað á að nota? Hvað finnst ykkur? Persónulega ætla ég að velja hið mjög svo íslenska flymburflamb (komið af flumbur) og því fær það eitt atkvæði.

P.S. Lifi debresiv-kommónisminn, lifi þunglyndis byltingin. Höldum hátt á fána hins svarta hunds!.... Ég er að missa það, ég veit, ég veit.

Meiri spam komment ...plís!

Ógeðslega skemmtilegt komment hérna fyrir neðan..... spurning hvort að allir geti ekki farið að posta SPAM-inu sínu á FUGO-ið í kommenta formi... ég er ekki í nokkrum vafa að það er fjöldi manns búinn að lesa þetta nú þegar..... hey ég meina fyrst ég nenni ekki að senda spamið sem mér er sent ... þá er náttúrulega gráupplagt að lesa þa sem KOMMENT......

Góðan morgun (svo við beitum nú fyrir okkur engilsaxneskri setningaskipan) og gleðilegan fimtudag.

P.s ég er að pæla í að gerast særingamaður(exorcist) gefur örugglega vel í aðra hönd!!

kv

Gautur

miðvikudagur, ágúst 10

Þunglyndi símadömu

Símavörslu starfið mitt er að draga mig niður í myrkustu víddir hugasns.. þó ég sé með útsýni yfir th ebum theater á Austurvelli þá er það ekki nóg til að létt mér lund í þessu röfli við grátandi einstæðar mæður sem allar virðast eiga það jafn erfitt ... ég enn með of mikla sál í þetta djobb..... hún fer nú vonandi endanlega þegar ég byrja að vinna hjá Inrum..... og loksins get ég orðið alvöru soulless bastard þ.e lögfræðingur!!!

En beisikallí þá er ég ekkert annað í dag en einföld síma maddama í dag.. er sem sé andlit lögfræðiinnheimtunnar út á við tek á móti kúnnum ..krappí sjitt..... fyndið samt .... svon a4 aðilar eru búinir að minnast á hversu skemmtileg tilbreyting sé að sjá karlmann í svona djobbi...... ok viðurkennið það ég er að taka one for the team...... en ég geng aldrei í femínistafélagið.

Kær kveðja

Ykkar einlægur

Gautur

föstudagur, ágúst 5

Hamingju-fasisminn, raunhæf leið?

Eftir viðbrögð við síðasta pistli mínum hef ég loksins áttað mið á því að mér er ætlað frekara hlutverk í þessu jarðlífi. Jú mikið rétt ég hef ákveðið að gerast kyndilberi nýrrar hugsunar sem mun gjörbylta þeirri hugmynd sem við höfum um heiminn í dag, hvernig hefuru hugsað þér að framkvæma slíkt gætu sumuri spurt sig..... jú það verður allt gert undir merkjum Hamingju fasismans.

Reyndar komst ég að því þegar ég fór að googla mér til um þetta að ég er nú svo sem ekkert að finna upp hjólið hérna. Nei langt í frá, þegar vel er að gáð kemur nefnilega sú skuggalega staðreynd í ljós að vestrænt samfélag í dag er gegnsýrt af hugsun sem kenna má við Hamingju-fasismann. Þess verður ekki langt að bíða að krafa um skilyrðislausa hamingju hefur fengið víðtækan hljómgrunn og þá er ekki við öðru að búast en að þeir félagar Steingrímur J og Ömmu lumma taki kenningarnar upp á sína arma, þar sem slík lífsviðhorf samrýmast vel hugmyndum VG um að leysa víðtækt atvinnuleysis vandamál með "raunhæfari" lausnum en stóriðju t.d berjatínslu og gæsaskoðunum. Ef krafan um hreint og ómengað umhverfi á rétt á sér og hefur fengið hljómgrunn í öfgafyllri hamingjufasismaríkju eins og t.d þýskalandi og svíþjóð, þá er þess ekki lengi að bíða að að krafan um hamingju einstaklingsins þyki eins sjálfsögð. Forspáir gerast meira að segja svo djarfir að ætla að slík viðhorf muni innan skamms verða stjórnarskrárbundin mannréttindi í öllum almennilegum ríkjum. Eitt er víst að Evrópustjórnarskráin margfræga mun skarta slíku dýrindis ákvæði.

Verður það ekki yndigt þegar hægt veður að refsa óhamingjusömum mönnum. T.d mætti sekta menn fyrir að vera súrir vi ðafgreiðslu fólk.. og menn sem væru ekki í stuði á skemmtistöðum væru fluttir burt í svörtumaríu grátbiðjandi um væg.

Yrði þetta ekki bara samfélag aumingja þar sem allir reyndi að uppfylla sína æðstu draum ameð fulltingi laga og réttar. Eða erum við að tala um leiðina að hinni fullkomnu útópíu. Svo mikið er víst að menn sem vinna á mínu sviði (lögfræðiinnheimta) myndi most defenetlý missa vinnuna.

Nei kids þetta liggur í hjartanu sjáðu...... hjartanu

Eigiði góða og hamingjuríka helgi rúsínubolllurnar mínar

P.s Ef að ég er Hmingju-fasistinn þá sýnist mér Armando vera Depressívi-kommúnistinn!

kv

Gautur

Bored

Mér leiðsit
Stop
Það er föstudagur
Stop
Mig langar heim og gera e-ð annað, hvað sem er svo lengi og það er ekki hérna í vinnunni
Stop
Sem betur fer fæ ég öl á eftir
Stop
Held að ég hafi séð allt sem netið hefur upp á að bjóða
Stop

leiðist, skillt orðinu leiðinlegur
bored, skillt orðinu boring

Kannski þetta sé ástæðan fyrir því hvað þetta er leiðinlegur pistill.
Sjá annars:

Mér leiðist
Hvað er að leiðast

Vona það verði skemmtilegra í kveld.

P.S. Sam norræn skattasammvinna er ekki til... bara svona ef einhver hefði áhuga að vita það.

fimmtudagur, ágúst 4

Dönsum eins og enginn sé að horfa.

Við sannfærum okkur sjálf um að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst börn og síðan annað barn. Síðan pirrum við okkur á því að krakkarnir verði nógu gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur stödd þegar að því kemur. Næst erum við örg yfir því að við þurfum að eiga unglinga. Við munum svo sannarlega verða hamingjusöm þegar því skeiði verður lokið. Við teljum sjálfum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar maki okkar tekur til í sínum málum, þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifæri til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei til betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna. Ef ekki núna, hvenær þá. Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viður-kenna þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður, á hverjum degi.

Vinur minn sagði eitt sinn. Í langan tíma hafði mér virst sem líf mitt væri í þann mund að hefjast - hið raunverulega líf. En alltaf var einhver hindrun í veginum, eitthvað sem þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Þessar "hindranir" eru líf mitt. Þetta sjónarhorn hjálpar okkur að sjá að það er engin leið til að hamingjunni. Hamingjan er leiðin.

Svo að varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik sem þú átt. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deildir því með einhverjum sérstökum, nógu sérstökum til að eyða tíma þínum með..og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum!

Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt, eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú náir á þig nokkrum kílóum, hættu að bíða eftir að þú eignist börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna, að þú giftist, að þú skiljir, eftir laugardagskvöldinu eða sunnudagsmorgninum, hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftir að þú sért búinn að borga upp bílinn eða húsið, eftir vorinu, sumrinu, haustinu, vertinum. Hættu að bíða eftir því að þú fáir þér drykk og svo að bíða eftir því að það renni af þér. Hættu að bíða eftir því að þú deyir.. Hættu að bíða eftir að ákveða að, Það er enginn tími betri en einmitt núna, til að vera hamingjusamur…..

Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður!!!!!!!
Í dag er tími til að; vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda, elska eins og enginn hafi nokkurn tíma sært þig, dansa eins og enginn sé að horfa…..

miðvikudagur, ágúst 3

Breytingar núna!

Sjæse Blitzen hvað ég er orðinn þreyttur á þessu lúkki sem er hérna á síðunni................Ó M G eins og einhver orðaði það so skemmtilega...... vandamálið má rekja til tæknilegrar vanþekkingar Pattans sem er eins og dyggir lesendur hafa orðið vitni af...einkar seinheppinn og klaufalegur..... sérstaklega þegar kemur að tæknilegum atriðum.... Pattinn kann ekki einu sini að kveikja á DVD spilaranum sínum, tæklar vandamálið bara með því að horfa ítrekað á búlgarískar menningargubbumyndir á RUV... svona til að fá einhverja afþreyngu þar sem ekkert gengur með DVD-ið....

alltént .... Patttinn er sem sagt núna búinn að viðurkenna þetta vandamál fyrir alþjóð.. og er reiðubúinn að viðurkenna vanmátt sinn..... vandamálið með viðbjóslúkkið á síðunni er þó viðvarandi nema eitthvað velþenkjandi fólk taki sig til og komi FUGO til hjálpar.... það er sem sagt kall á hjálp sem glymur frá Pattanum þennan Miðvikudaginn....SOS.....SOS

kv. Gautur