fimmtudagur, ágúst 18

Mótmæli við tjörnina

Var að spássera í kringum tjönin í mestu makindum í mínum lögboðna hádegismat, þegar ég geng fram á ílla útlítandi hermannatjald sem stendur þar við einn bakkann, hversu kaldhæðnislegt sem það nú er þa´hýsir þetta hermannatjald einhverja friðarsinna og prófesónal mótmælendur. Einn slíkur vatt sér að jakkafataklæddum mér til að taka mig á beinið og kvetja mig til að leggja baráttunni lið. Ég benti pent á að ekki væri nú meiri mótstaða við virkjunarframkvæmdirnar hér á landi en það að en flytja þyrfti inn atvinnumenn í mótmælum til að drífa sig austur til að hanga í krönum og vera með vesen. Já en þetta er óstnorði landsvæði bla bla bla sagði þessi breska snót sem var að reyna að sannfæra íslendinginn um ágæti eigins lands. Tja ég veit ekki en ég hef aldrei komið þarna og hefði aldrei komið þarna hvort sem er þannig að þetta er ekki mikill missir fyrir mig... er þetta ekki bara spurningin um meiri hagsmuni yfir minn sagði ég og reyndi að vera dipló.... þá var þeirri bresku allri lokið og lýsti hún því yfir hátt og snjallt að ég væri kapitalista svín! jahá... falla nú öll vötn til Dýrafjarðar .. ég orðinn kapítalisti( hef náttlega alltaf verið svín.. en það er önnur saga) Það er skemmst frá því að segja að ég var hrakinn á brott af þessu gaulandi mótmælenda drasli. Mikið hvílir nú á sumum.. ein sog þessu blessaða fólki að hanga hér í tjaldi í miðbænum í góðum fíling að mótmæla.. spurning um að fara bara að vinna við þetta .. hljómar ekki svo ill....... ótrúlegt að þetta skuli viðgangast ekki nema 30 metra frá styttunni af Ólafi Thors kallinn snýr sér nú við í gröfinni þegar hann fréttir þetta... ætli spillta lögreglan s4em JÁ talar um að dansi eftir skipunum DO viti eki af þessu... þetta er náttlega ekki hægt.

gautur

2 ummæli:

katur bjorn sagði...

þú yrðir eðal atvinnumótmælandi

Nafnlaus sagði...

það er rétt minn kæri teitur þú ert búinn að vera erlendis og misstir að frelsun minni til hægri.