Þetta var svart þegar úti var hífandi rok og rigning en núna er þetta bleksvart og vonlaust í sól og hita. Rafbréf og önnur vitleysa er bara ekki málið um þessar mundir, því síður eitt lítið sumarpróf í draslinu. Ef heldur sem fram horfir verð ég að panta tíma hjá lögfræðingi Björgólfsfegða á innheimtusviði og ræða þennan heimsósóma betur.
En það er ljós í myrkrinu (svona eins og þegar það er ekkert ljós og alltaf myrkur þá er alltaf ljós í myrkrinu) maður réttlætisins er nefnilega mættur til leiks, skelfir bílaeigenda, vonastjarna lánadrottna, enginn annar en vörslusviptingarmaðurinn hressi og káti.
Fyrsta blow var í Hafnarfirðinum í gærkvöldi. Fórnarlambið var ung stúlka með kærastann, mömmuna, bróðirinn, pabbann og fleiri sér við hlið. Vörslusviptingarmaðurinn hafði einungis vilja og kjark að vopni, ásamt heimild frá sýslumanni og dráttarbíl. Lengi vel var útlitið ekki gott. Kærastinn hafði hlaupið út þegar dráttarbíllinn var að gera klárt, náði í annan bíl og lagði beint fyrir aftan vörslusviptingarandlagið. Ómögulegt var því að klára málið án vandræða. Út kom svo allt fjölskyldustóðið og hellti yfir vörslusviptingarmanninn alls kyns óhroða. Mamman toppaði svo svívirðinguna þegar hún bað menn að reykja ekki á gangstéttinni fyrir framan húsið. Þá var mælirinn fullur. Öll vinsamleg úrræði á þrotum og ekkert annað hægt en að bjalla í hrikalegu svölu strákanna í lögreglu Hafnarfjarðar. Vörslusviptingarmaðurinn hélt að þegar hann sá lagana verði mæta á svæðið að fjölskyldan myndi nú lúffa og játa sig sigraða, en nei svo gott var það ekki. Mamman varð alveg snar og gargaði og masaði út í eitt, kærastinn ætlaði í þá, að maður hélt, og þeir gerðu lítið en að útskýra málið í svona 45 min og biðja kærastann vinsamlegast um að færa bíllinn. Eftir harða baráttu, samtals í 2 klst., játaði kærastinn sig sigraðan og færði bílinn. Vörslusviptingarmaðurinn brosti úti í annað þegar hann keyrði á brott. Einn annar sigur réttlætisins og lánadrottna. Sigur hinna efnuðu yfir hinum fátæku! Stemmninginn var svo gríðaleg þegar vörslusviptingarmaðurinn mæti á stofuna í hádeginu að ná í gögn. Gekk þá ekki kærastinn bara beint í flasið á honum, nýbúinn að borga. Hefði maður kastað í hann svona einu:
"daginn! menn bara ekki hressir og kátir" þá hefði næsti viðkomustaður verið Bráðamóttakann.
fimmtudagur, ágúst 18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Feel your pain brother.. þetta er svona svipað og " ég er nú móðir X getur verið að það eigi að selja húsið mitt...." "já fröken og það ekki seinna en í gær
Skrifa ummæli