fimmtudagur, ágúst 11

Taumlaus skemmtun


Jæja, drengir mínir. Ég ætla að koma með svona smá spam til ykkar því ég var beðin svo fallega. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að surf-a netið (eins og gerist stundum hér í OR) og fann feikimerkilegan hlut sem sést hér á mynd til hliðar. Þetta er nefnilega "spork" eða "foon" eins og það heitir á engil-saxnesku. Þetta er gífurlega merkilegt apparat sem sameinar helstu kosti skeiðar og gaffals. Margir hafa eflaust kynnst þessu þegar snætt er hinn glæsilega flugvélamatur, ummmm. Gallinn er bara að þetta undraverða tæki hefur ekki íslenskt heiti, mér aðvitandi. Því hef ég nokkrar uppástundur. T.d. geið eða skaffall, þetta er bein þýðing á enskunni og því augljóst að ein frumleg nafnagift þarf einnig að vera, því tilnefni ég líka flymburflamb (komið af flumbur). Annars er líka hægt að nota gömul íslensk nöfn (ala gemsi) sem nýyrði og því vil eg tilnefna að þetta apparat skuli heita styrmir. Spurningin er bara hvað á að nota? Hvað finnst ykkur? Persónulega ætla ég að velja hið mjög svo íslenska flymburflamb (komið af flumbur) og því fær það eitt atkvæði.

P.S. Lifi debresiv-kommónisminn, lifi þunglyndis byltingin. Höldum hátt á fána hins svarta hunds!.... Ég er að missa það, ég veit, ég veit.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað með hið forna en þó klassíska orð Spónn (sbr spónn úr aski = skeið??)

Einar Leif Nielsen sagði...

Góð tillaga sem fær að taka þátt... allar tilögur verða svo sendar til félagsins Vinir Íslenskra Tungur en það félag á rætur sínar að rekja til Vinur Hafnarfjarðar... sem allir muna eftir.

P.S. Ég saddut... allt of mikil kaka...o´boy